Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 26. ágúst 1986 s A seglskútum til Færeyja og Skotlands: Fimmtudaginn 12. júní lögðu félagarnir Sævar Sigurðsson, Sigurður Jóhannsson og Jón Sigurðsson upp í allsérstakt ferðalag frá Akureyri. Ferðinni var heitið til Skot- lands með viðkomu í Færeyjum. Farkosturinn var ísold, 28 feta löng seglskúta með 13 hestafla hjálparvél, 10 metra háu mastri og 6 seglum. Á Dalvík slógust tvær aðrar skútur í förina, Silja frá ísafirði og Nína frá Dalvík. Frá Dalvík var svo siglt af stað til Færeyja. Nú fyrir skömmu kom Sævar Sigurðsson við á Degi og sagði frá því helsta sem á dagana dreif eftir að þeir fóru frá Færeyjum. Áður hefur verið skrifað lítillega um ferðina þangað og dvölina þar þannig að sagan hefst þegar verið er að sigla af stað áleiðis til Skotlands. Áður en lengra er haldið er rétt að nefna að áhafnir allra þessara báta eru í siglingaklúbbi sem kallar sig Arctic Circle Cruising Club. Þessi klúbbur er býsna frjálslegur að flestu leyti og er íslenskur þrátt fyrir erlent nafn. Að sögn er aðalkrafan að mönnum þyki gott að fá sér viský út í kaffið. Ekkert félagatal er til og engir reglubundnir fundir eru haldnir. Meginmarkmiðið er að menn sem hafa ferðast á hinum ýmsu stöðum geti skipst á upplýs- ingum og kortum og þannig minnkað áhættuna sem því fylgir að ferðast á ókunnum slóðum. En lítum á ferðasöguna: „Við fórum frá Þórshöfn 21. júní, komum við á lítilli eyju þar beint á móti og sigldum svo sama kvöld af stað til Skotlands. Þá höfðum við eytt nokkrum frábær- um dögum í Færeyjum í besta veðri sem komið hefur þar í mörg ár, að því okkur er sagt. Það er líka óhætt að segja að það eina sem þjakaði okkur í Færeyjum var hiti og sólbruni. Við fengum síðan mjög gott veður á meðan við vorum að sigla niður með Færeyjum, svona u.þ.b. 50 mílna vegalengd. En eftir að við kom- um suður fyrir Akraberg, sem er syðsti oddi Færeyja, þá fengum við leiðindaveður, suðaustan 7 vindstig og mikinn sjó. Vindur- inn var eiginlega beint á móti okkur þannig að þetta kostaði dálitla baráttu um tíma. Þetta gekk þó og 23. júní sáum við litla eyju sem er rétt norðan við Skot- land og skömmu síðar vorum við komnir með góða landsýn á Skotland. Þá um leið snarbreytt- ist veðrið, sólin fór að skína og það gerði hún síðan í 2 vikur samfleytt eftir það. Við komum í höfn 24. júní. Það var í Ullapool og þar bættust tveir áhafnarmeðlimir í hópinn, kona mín og dóttir, og einnig þurftum við að hitta þar toll- verði.“ - Kom ekkert fyrir á leiðinni milli Færeyja og Skotlands? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Það var að vísu mikil ágjöf og bleyta. Við áttum við leka að stríða á dekkinu vegna lúgu sem er frammi á skútunni og gátum ekki gert við það úti á sjó. En að öðru leyti gekk allt ágætlega. Þetta var að sjálfsögðu dálítill barníngur enda vorum við ekkert sérlega heppnir með veður. En menn voru fljótir að gleyma því. Við fórum frá Ullapool þann 27. og þá tók við flækingur nyrst í Skotlandi og ég held að við get- um öll verið sammála um að það var skemmtilegasti þátturinn í ferðirmi. Veðrið var alveg sér- staklega gott og við fórum þarna á milli eyðifjarða og smáþorpa sem voru kannski ekki nema 20 hús og ein krá. Og þarna kynntist maður Skotunum. Þegar maður var búinn að sitja á kránni eitt kvöld þá þekkti maður orðið alla Kræklingar tíndir í matinn. Isold. Dæmigerður skoskur smábær. Skemmtilegra en ok 1 <)X( / & X A • // í þorpinu. Þetta var miklu skemmtilegra heldur en þarna fyrir sunnan þar sem „traffíkin" var orðin alveg rosaleg. Af þess- um sökum eyddum við miklum tíma þarna norðurfrá. Fólkið var alveg einstaklega vinalegt, sér- staklega eftir að það vissi hvaðan við vorum. Það þekkti flaggið alls ekki. Við vorum spurðir hvort við værum frá Noregi, Portúgal eða Þýskalandi en aldrei hvort við værum frá íslandi. Hjálpsemi fólksins þarna kom okkur oft á óvart. Við vorum lengur en við ætluðum þarna norðurfrá og af þeim sökum þurfti einn okkar að fara heim á undan hinum og þurfti að ná í flugvél sem flaug frá Glasgow. Hann var knappur á tíma og þurfti að fara í rútu og skipta um á leiðinni og kveið því að þurfa að standa í þessu einn. Hótel- eigandinn hafði veður af þessu og kom til okkar og sagði að strák- urinn sem ynni á barnum hjá sér hefði ekkert að gera fyrir hádegi, hann gæti bara skutlað honum til Glasgow, en þangað voru 350 kílómetrar. Þeir lögðu síðan af hafði órað fyrir u segir Sævar Sigurðsson wnrrur Þarna má sjá tvær af íslensku skútunum iiggja við akkeri innan um fjölda annarra. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin bættust um 150 skútur við þennan fjölda. Það var hópur sem hafði verið að keppa í mikilli siglingakeppni þar skammt frá. Og um kvöldið var líf í tuskunum í landi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.