Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 7
26. ágúst 1986 - DAGUR - 7 stað um kl. 9 um morguninn og strákurinn var kominn aftur um fimmleytið. Þetta er lýsandi dæmi um hjálpsemina þarna. Við lentum þarna stra* í nokkrum vandræðum með að skilja tungumálið sem þetta fólk talar, því þetta er eiginlega engin enska sem það talar. Við hittum þarna fólk sem talaði gelisku, en það er tungnmál sem talað var einhvern tímann í fornöld og er enn við lýði á einangruðum stöðum. Þetta er ótrúlegt tungu- mál, hljómaði sem algert hrogna- mál og á ekki skylt við neitt sem ég þekki. Áhrif gelískunnar sjást ennþá í mörgum nafngiftum þarna norðurfrá, þetta eru allt upp í fimmtán atkvæða orð.“ - Er mikill ferðamanna- straumur svona norðarlega? „Já, það er nú eitthvað um það. Hins vegar er ekki mikið um skútur þarna, eða var a.m.k. ekki meðan við dvöldum á þessum slóðum. Ég veit ekki hvernig stendur á því. Þó getur það verið vegna þess að þarna er ágjöfin orðin meiri og báturinn er farinn að hreyfast meira. Það kom því þorpinu þarna norðurfrá að gera við dráttarvél fyrir einn íbúann. Allt þannig lagað aflaði manni vinsælda í þessum smáþorpum. Við héldum svo áfram og kom- um í bæ sem heitir Oban og það má segja að það hafi verið síðasti staðurinn sem við komum á. Það var stór bær og verðlagið allt orð- ið miklu hærra heldur en norðar í landinu. Þar var bryggja og það kostaði okkur fimm pund á sól- arhring að liggja við hana. Og þarna fórum við að leita okkur að stað þar sem við gætum skilið skúturnar eftir á. Og það var ekki að sökum að spyrja. Þegar það fréttist út að við værum að leita fyrir okkur með geymslustað fengum við nokkuð mikið af til- boðum frá fyrirtækjum sem geyma báta. Þau áttu það öll sameiginlegt að vera nokkuð há. Svo fengum við loksins eitt sem var mikið lægra en hin og við tók- um því. 30. júlí gekk ég svo frá bátnum og að því búnu flaug ég heim. Hin höfðu farið aðeins á undan.“ - Hvað verður báturinn lengi þarna? „Á næsta ári verðum við að fara með hann frá Bretlandi. Um leið og honum er lyft upp úr sjó þá telst hann til innflutnings. Ef hann er geymdur lengur en 12 mánuði þá þarf að borga af hon- um söluskatt og við förum tæp- lega að standa í því.“ - Og hvert á þá að fara? „Ég reikna með að annað hvort verði farið til Noregs eða írlands. Það er ekki gott að fara mikið lengra í suður því þá erum við komin svo langt að það þyrfti helst að fara heim í tveimur áföngum. En það verður örugg- lega farið eitthvað.“ - Var þetta eins skemmtilegt og þið höfðuð búist við? fólkinu dálítið á óvart að sjá íslenskan bát. Þegar við komum lengra niður- eftir var orðið meira um að vera. Á hverri vík sem við komum í voru yfirleitt um 100-200 bátar. Þessir bátar lágu nánast alls stað- ar við akkeri því bryggjur eru þarna afskaplega fátíðaf. Útgerðin þarna er nánast engin. Þetta er ólíkt því sem maður á að venjast hér þar sem eru bryggjur í hverju þorpi. Svo var annað sem var nýtt fyrir okkur og mað- ur varð að gæta sín á. Þarna er alveg geysilegur munur á flóði og fjöru og við urðum að gæta þess að fara alltaf inn á fjöru því ann- ars máttum við eiga von á því að sjá bátinn liggja á sandinum næst þegar við komum að honum. Af þessum sökum urðum við oft að bíða dágóðan tíma fyrir utan eftir fjörunni.“ - Er ekki mikið fjör í landi þegar svona margar skútur koma í einu? „Jú, það var ansi líflegt þarna á kvöldin og næturnar. Andinn á milli þessa fólks er frábær og hjálpsemin líka. Ef bilaði vél hjá einhverjum þá brást það varla að Jafnvel Skotunum fannst hcitt þegar veðrið var sem best. eftir smástund var einhver kunn- áttumaður úr öðrum bát kominn á hausinn ofan í vélina hjá hon- um að gera við. í okkar hópi voru tveir vélamenn og einn rafvirki þannig að við lentum oft í því að vinna í öðrum bátum. Við lent- um meira að segja í því í einu Það lögðu aliir sitt af mörkum við vinnuna. Þama er dóttir Sævars í viðgerðum. Þó að ekki sé slæmt í sjóinn getur veltingurinn orðið ansi mikill. Ekki er erfitt að ímynda sér hvernig hann getur orðið þegar verr lætur. Munurinn á flóði og fjöru getur orðið mikill. Bátarnir sem liggja í sandinum voru skildir eftir á floti, þó nokkuð langt frá landi. „Þetta var miklu skemmtilegra heldur en okkur hafði órað fyrir. Ekki spillti það fyrir ánægjunni að bátarnir reyndust mun betur en við höfðum reiknað með. Ég bjó í bátnum í 50 daga og átti von á að verða orðinn þreyttur á því en sú varð ekki raunin. Þetta er ánægjulegt því við smíðuðum bátana sjálfir og þeir stóðust þetta mjög vel.“ - Kemur þú til með að eyða sumarfríinu þínu á þennan hátt í framtíðinni? „Ég á ekki von á öðru. Að vísu var þetta mjög löng ferð og ég hef ekki trú á að maður hafi oft efni á að taka sér svona langt sumarfrí. En ég get ekki hugsað mér neitt skemmtilegra en þetta og það er í raun stórhættulegt að prófa þetta því maður fær algera dellu. Ég veit þess þó dæmi að menn hafi orðið svo hræddir að þeir gera þetta aldrei aftur en það held ég að sé frekar fátítt. Þetta er ekki hættulegra en hvað annað og örugglega miklu skemmti- legra.“ JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.