Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 26. ágúst 1986 157. tölublað FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198 gæðaframköliun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á ' laugardögum frá kl. 9-12. Skólastjórastaðan við Síðuskóla: Davíð hlaut 3 atkvæði í skólanefnd Á fundi skólanefndar í gær- morgun var gengið til atkvæða- greiðslu um skólastjórastöðu við Síðuskóla á Akureyri. Davíð S. Óskarsson námsráð- gjafi Akureyri fékk 3 atkvæði, Þórey Eyþórsdóttir talkennari 1 atkvæði og einn seðill var auður. Fyrir fundinn hafði Sturla Krist- jánsson mælt með Þóreyju og sagði hana hafa bestu menntun- ina. En það er ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun um hver umsækjenda hlýtur stöðuna. Þannig að boltinn er hjá honum, eins og svo vinsælt er að segja. -mþþ Hvalamálið: „Mun leysast farsællega" - segir sjávarútvegsráðherra „Það er komin niðurstaða í hvalamálinu. Við erum búnir að setja nefnd sem er að ganga frá skilgreiningum í þessu sambandi, því það liggur ekki Svæðisútvarpið: 50 sóttu um að lesa tilkynningar Akureyringar tóku vel í þá bón svæðisútvarpsins á Akureyri á dögunum er þeir lýstu eftir röddum til að Iesa tilkynning- ar, því rúmlega 50 manns sóttu um. Leitað var eftir góðum röddum, helst með góðan norð- lenskan hreim. Skortur virðist því ekki vera á góðum norðlensk- um röddum. Að sögn Ernu Ind- riðadóttur, forstöðumanns Rúvak, er enn verið að prófa fólkið og niðurstöðu að vænta á næstunni. Það verður forvitnilegt að heyra árangurinn af þessari leit. -SÓL alveg ljóst fyrir, hvað er kjöt og hvað er hvað á hvalnum. Við höfum því sett saman nefnd, með yfirdýralækni í broddi fylkingar. Og frá þess- um málum þarf að ganga,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra um hvalamálið svo kallaða. „Það fólk sem er að berjast á móti okkur, leggur gífurlegan þrýsting á bandarísk stjórnvöld um að nota þau lög sem þau, því miður, hafa sett. Hins vegar finnst mér gott að þjóðin hefur vaknað til vitundar um að það er ekki hægt að treysta á aðra út í ystu æsar. Maður verður að treysta á sjálfan sig. Mér finnst að á undanförnum árum hafi menn talið að Bandaríkjamenn mundu alltaf standa með okkur í einu og öllu. Það er mesti mis- skilningur og hættulegt að reikna með slíku,“ sagði Halldór einnig. í skilgreiningu Bandaríkjamanna á neyslu hvalkjöts segir, að 51% kjötsins og jafnframt það sem fer til annarrar framleiðslu skuli nýtt innanlands. Sjávarútvegsráð- herra kvaðst samt bjartsýnn á að málið myndi leysast farsællega, neysla á hvalkjöti myndi aukast innanlands og Japanir keyptu örugglega umsamið magn. -SÓL Útsýnið af efstu hæð Alþýðuhússins er mjög skemmtilegt og óvenjuleg sjón- arhorn birtast. Mynd: Rl>B. Frystihúsin: Fjár- hagurinn endur- skipulagður „Við höfum miklar áhyggjur af alkomu frystihúsanna. Það hefur verið unnið að því að koma því máli eitthvað áfram. Það eru miklir fjárhagserfíð- leikar hjá þeim, og það stend- ur til að reyna að endurskipu- ieggja fjárhag margra frysti- húsa,“ sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra, í samtali við blaðið. „Að vísu eru frystihúsin mjög mismunandi stödd. Sum eru með sæmilega eiginfjárstöðu, og þar ætti ekki að vera mikið verk að endurskipuleggja fjárhaginn, en önnur eru á mörkum þess að eiga fyrir skuldum og þau þurfa sér- staka aðstoð. Enn önnur fyrir- tæki geta ekki haldið áfram rekstri, nema með meira hlutafé og utanaðkoniandi ábyrgðum. Það má því miður búast við því að einhver fyrirtæki stöðvist," sagði Halldór að lokum. -SÓL Kópasker: Skip frá Grænhöfða- eyjum til rækjuveiða í dag er rannsóknarskipið Fengur væntanlegt til hafnar á Kópaskeri. Sæblik h.f. er með skipið á leigu til 25. október og er ætlunin að það fari til rækjuveiða. Rækjuvinnsla hefur að mestu legið niðri á Kópaskeri í rúmt ár sökum þess að heimamenn hafa ekki haft skip til veiðanna. Ýmis- legt hefur verið reynt til að fá rækjuskip til staðarins. M.a. var leitað til stjórnvalda um að veita undanþágu frá gildandi lögum um innflutning fiskiskipa, þannig að hægt yrði að kaupa rækjuskip erlendis frá. Þeirri beiðni var hafnað. „Fengur“ er 157 lesta skip, smíðað í Slippstöðinni á Akur- eyri árið 1983. Skipið er í eigu Þróunarsamvinnustofnunar íslands og var framlag íslendinga til þróunaraðstoðar. Það var lán- að endurgjaldslaust til Græn- höfðaeyja um óákveðinn tíma. Skipið hentar vel til ýmissa veiða og minniháttar rannsókna og er skráð sem rannsóknarskip. Verk- efni fyrir skipið á Grænhöfðaeyj- um eru upp urin í bili og segja má að skipið sé milli vita, því vænt- Nýjar leiðir í byggðamálum 28. Fjórðungsþing Norðlend- inga verður haldið á Siglufírði um næstu helgi. Rétt til setu á þinginu hafa 93 fulltrúar, en búist er við um 140 manns á þingið er makar og þingmenn eru taldir með. Aðalmál fund- arins er „Nýjar leiðir í byggða- málum“ og mun Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra halda framsöguerindi. Á þinginu verður skýrsla byggðanefndar til þingflokkanna tekin til umfjöllunar og mun Sigurður Guðmundsson verkefn- isstjóri nefndarinnar hafa fram- sögu þar um. Þá verður einnig fjallað um forsendur landnýting- aráætlunar og Stefán Thors skipulagsstjóri hefur þar fram- sögu. í framhaldi af því verður rætt um hvernig haga skuli al- hliða landnýtingu. Þjóðarátak í samgöngumálum verður til umfjöllunar, en Fjórð- ungssambandið leggur á það áherslu að bættar samgöngur milli byggða og landshluta sé stærsta byggðamálið og stór áfangi til að jafna búsetuskilyrði í landinu. Um nýjar leiðir í byggðamál- um kemur fram að að íbúatala landsbyggðarinnar utan höf- uðborgarsvæðisins fari nú lækk- andi í fyrsta sinn og þar með sé hafin ein mesta búseturöskun í sögu landsins. Samhliða fækkun í undirstöðugreinum hefur vinnu- aflsþörfin í þjónustugreinum aukist, en þær eru að meginhluta á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er afleiðing vaxandi miðstýringar í þjóðfélaginu og mun með tíman- um stefna framtíðarhagsmunum þjóðarbúsins í hættu, þannig að Ijóst er að leita þarf nýrra leiða til að tryggja búsetu í landinu. Að sögn Áskels Einarssonar hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að þriðja stjórnsýslu- stigið sé það sem koma skal, þ.e. að koma á millistjórnsýslustigi sem sæki vald sitt til kjósenda í beinum kosningum og að þetta stjórnsýslustig fái umsjón með þorra verkefna sem nú eru í höndum ríkisvalds. -mþþ anlega heldur það utan að nýju í haust. Þangað til hefur Sæblik skipið á leigu. Áð sögn Skúla Jónssonar verk- stjóra hjá Sæbliki h.f. er hluti aflaverðmætis greiddur í leigu en ákveðin lágmarksupphæð ef illa aflast. Áhöfn frá Kópaskeri fór til Reykjavíkur í gær að sækja skipið. Það er tilbúið til rækju- veiða að öðru leyti en því að heimamenn þurfa að fjárfesta í trolli til veiðanna. Auk „Fengs“ munu tveir 70 tonna bátar stunda rækjuveiðar frá Kópaskeri. Það eru „Ver“ frá Bakkafirði og „Fagranes" frá Þórshöfn. Annar verður gerður út frá Kópaskeri fram í mars en hinn eitthvað skemur. Sem fyrr segir hefur rækju- vinnslan á Kópaskeri verið lokuð frá því í fyrrasumar, nema hvað „Rauðinúpur“ nýtti skrapdagana til rækjuveiða. 15-18 manns munu starfa í rækjuvinnslunni. Að sögn Skúla er leigan á „Feng“ bráðabirgða- ráðstöfun en hún leysir úr brýnum vanda, því atvinnuástandið á Kópaskeri hefur ekki verið gott. Sumir þeirra sem störfuðu í rækj- uvinnslunni í fyrra voru á atvinnuleysisskrá í vetur, nokkrir unnu um tíma á Raufarhöfn og óku þá á milli en unga fólkið hef- ur sumt flutt í burtu. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.