Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 5
26. ágúst 1986 - DAGUR - 5 Ottimi er besta vömin Tími varðhunda og þjófa- bjöllukerfa er nú liðinn, sam- kvæmt því sem Páll nokkur Skillcorn í Bretlandi segir. Nú setja menn tarantúlukóngulær í búðirnar á næturnar, og passi sig nú hver sem getur. „Eg vinn eftir boðorðinu; ótti er besta vörnin,“ segir Páll. Hann rekur fyrirtæki, sem hann kall- ar Tarantúlu öryggisþjónust- una. Fyrir smá þóknun, kemur hann lifandi kóngulóm, eða sporðdrekum fyrir í viðkom- andi búð, ásamt skilti þar sem innbrotsþjófar eru varaðir við áhættunni, sem þeir eru að taka. Petta hefur hrifið. Blaða- maður Dags spurði Pál, hvort ekki væri bara hægt að merja kóngulóna, eða einfaldlega koma með flugnabana, eða sams konar skordýraeitur. Páll hló við og sagði: „Þú gætir reynt, en tarantúlur hreyfa sig margfalt hraðar en manneskj- ur, þegar þær eru reiðar, svo áhættan er ekki þess virði.“ En þekkja blessaðar kóngulærnar einhvern mun á eigendum og innbrotsþjófum? Nú varð Páll dálítið sár, en svaraði því til, að tarantúlurnar og sporðdrek- arnir særðu ekki eiganda sinn, ef þau væru höndluð á réttan hátt og ekki hrædd skyndilega. Ekki er það mikil huggun. Páll með gæiukóngulóna sína hana Margréti. í júlímánuði stóðu tveir strákar á Möðruvöllum í stórræðum. Þeir smíðuðu sér myndarlegan kofa, sem líktist helst söluskúr. Síðan söfnuðu þeir að sér ýmsu nýtanlegu dóti sem íbúar á næstu bæjum gáfu og héldu hlutaveltu í kof- anum sínum. Ekki gerðu þeir þetta til að safna fjármunum til að greiða áfall- inn byggingarkostnað, heldur var markmiðið að safna fé til handa kirkjunni á Möðruvöllum. Þessir ungu menn heita Kristján V. Kristjánsson og Brynj- ólfur Bjarnason og sjást þeir á myndinni bíða þess að hlutaveltan hæfist. Og færri fengu miða en vildu. Allt hvarf eins og dögg fyrir sólu og hróðugir afhentu drengirnir sóknarprestinum 1600 kr. sem gjöf til kirkjunnar sinnar. Jesendahornid_ Túliníusar- bryggja er líka tll Kristján Tryggvason frá Aust- urhlíð hafði samband við blaðið og vildi koma athugasemd á framfæri varðandi bryggjuheiti á i Akureyri. Kristján sagði að varðandi sögu bæjarins hlyti það að skipta máli að bryggjurnar í bænum væru kallaðar réttum nöfnum. Hann benti á að það sem í dag væri yfirleitt kallað Höepfners- bryggja væri í raun tvær bryggjur, Höepfnersbryggja og Túliníusarbryggja. „Hér á árum áður voru starf- ræktar tvær verslanir á þessu svæði Höepfnersverslun og Túl- iníusarverslun og höfðu þær sína bryggjuna hvor. Ég man að þegar ég ferjaði fólk sem að austan kom yfir fjörðinn, lenti ég ýmist við Höepfners- eða Túliníusar- bryggju. Eins og margir eflaust muna var gamla Drangi síðan sökkt suður af Höepfnersbryggju fyrir nokkrum árum til að minnka bilið á milli bryggjanna. Það breytir ekki þeirri staðreynd að syðri bryggjan heitir Túliníusar- bryggja en hin er kennd við Höepfner.“ Kristján sagðist vona að fólk tæki þetta til athugunar því sér fyndist slæmt ef annað nafnið félli niður fyrir fullt og allt. Þeir sem reynthafa þjónustuna koma aftur. * Urbeinum * Hökkum ★ Pökkum ★ Hamborgara- mótum Kjötvinnsla Simi 22080 þetta cr lykilliuu sut gódri Qártcstiugu Erum að hefja byggingu fjölbýlishúss við Melasíðu ★ Seldar tilbúnar undir tréverk. ☆ Sameign innanhúss og utan fullfrágengin - bílastæði malbikuð, lóð fullfrágengin. ★ Beðið eftir Húsnæðis- málastjórnarláni. ★ Teikningar og allar upplýsingar á skrifstofunni. Grunnmynd FURUVELLIR 5 AKUREYRI . ICELAND P. O. BOX 209 SlMAR (96)21332 og 22333

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.