Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 3
26. ágúst 1986 - DAGUR - 3 Uppdráttur af framtíðarskipulagi við Sandgerðisbót. Mynd: gej- Akureyri: Bryggja fyrir 40 smábáta smíðuð í Sandgerðisbót Framkvæmdir standa nú ytir I Sandgerðisbót, þar sem verið er að smíða bryggju fyrir smá- báta. Eru það fyrirtækin Vör og Norðurverk sem vinna þetta í sameiningu. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri sagði að unnið væri eftir framtíðarskipulagi sem búið i væri að gera fyrir smábátahöfn- ina í Bótinni og væri þetta fyrsta bryggjan af þremur sem væntan- lega yrðu smíðaðar þar. Bryggjan sem Vör og Norður- verk smíða verður 52,5 m á lengd og smíðuð úr harðviði. Tilboð fyrirtækjanna var rúmar 2 millj- ónir og er harðviðurinn ekki í þeirri tölu, því höfnin leggur hann til verksins. Við bryggjuna verður aðstaða fyrir 40 báta og er hún hugsuð fyrir þá sem hafa atvinnu sína af smábátaútgerð. Unnið við nýju harðviðarbryggjuna. Verkið sem verið er að vinna í Bótinni er samkvæmt skipulagi sem Svanur Eiríksson gerði fyrir Akureyrarhöfn. Þar kemur fram að aðstaða fyrir um 175 báta verður við þær bryggjur sem smíða á. Einnig er gert ráð fyrir löndunarbryggju, viðgerðar- bryggju og húsum þar sem veitt er þjónusta varðandi viðgerðir fyrir bátaeigendur. Einnig er samkvæmt skipulaginu reiknað með verbúðum og fiskverkunar- húsum í Bótinni, þar sem fyrir liggur að flytja alla aðstöðu fyrir smábáta þangað. Verða því ver- búðir og annað sem verið hefur í Slippnum fært þaðan. Nú er unnið við fegrun á svæð- inu og er verið að ganga frá við klappir vestan Bótarinnar. Guð- mundur vildi taka fram að skólp- lagnir sem lægju í höfnina yrðu færðar í sumar, en það verk átti að vinna á sl. sumri. Er hann var spurður um að- stöðu fyrir skemmtibáta á Akur- eyri sagði hann að hún yrði byggð við Torfunef, en óvíst væri hvenær byrjað yrði á því verki. gej- Héraðslæknar skipaðir frá 1. júlí Skolastakkar með hettu Tvær gerðir. Stærðir 4-14. Verð kr. 1.395. Flauelsbuxur á börn Stærðir 104-152. Verð kr. 658. Opið laugardaga 9-12. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Nemendur VMA athugið Allra síöasti möguleiki aö skila inn umsóknum um skólaskírteini er 27. ágúst. Umsóknir meö upplýsingum um nafn, nafnnúmer, heimili, aldur og námssvið ásamt einni passamynd, sendist fyrir 27. ágúst til: Stjórn Skólafélags VMA Pósthólf 284, 602 Akureyri. Otsafd] Verksmiðjuútsalan Grænumýri 10 opin í dag, síðasti dagur, athugið að það er 10% aukaafsláttur af öllum vörum. Vefnaðarvara frá kr. 60,00 metrinn. FATAGERÐIN Það Kemst tílshilaíDegi Áskrift og auglýsingar © (%) 24222^^ Heilbrigðisráðuneytið hefur í samræmi við 6. gr. laga nr. 59/ 1983, um heilbrigðisþjónustu, skipað eftirtalda heilsugæslu- lækna til þess að vera héraðs- læknar frá og með 1. júlí 1986 að telja til jafnlengdar 1990: Kristófer Þorleifsson, Ólafs- vík, héraðslækni f Vesturlands- héraði. Bergþóru Sigurðardóttur, ísa- firði, héraðslækni í Vestfjarða- héraði. Friðrik J. Friðriksson, Sauðár- króki, héraðslækni í Norður- landshéraði vestra. Ólaf H. Oddsson, Akureyri, héraðslækni í Norðurlandshéraði eystra. Stefán Þórarinsson, Egilsstöð- um, héraðslækni í Austurlands- héraði. ísleif Halldórsson, Hvolsvelli, héraðslækni í Suðurlandshéraði. Jóhann Ágúst Sigurðsson, Hafnarfirði, héraðslækni í Rey kj anesshéraði. Störf héraðslæknis í Reykja- víkurhéraði eru að lögum bundin við embætti borgarlæknis, sem Skúli G. Johnsen, læknir, gegnir. Meginverkefni héraðslæknis samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu, er að vera sérstakur ráðunautur ríkisstjórnar um hvað eina, er viðkemur heilbrigðismál- um héraðsins. Hann skal fylgjast með því að framfylgt sé lögum og reglum um heilbrigðismál í hér- aðinu. Hann hefur umsjón með heilbrigðisstarfi í umboði ráðu- neytis, í sjúkrahúsum, heilsu- gæslustöðvum og annars staðar, þar sem slíkt starf fer fram. Hann skal annast samræmingu heil- brigðisstarfs í héraðinu. Enn- fremur er héraðslæknir formaður heilbrigðismálaráðs héraðsins, situr í svæðisnefnd um málefni fatlaðra og í svæðisnefnd um heilbrigðiseftirlit sem fulltrúi heilbrigðisstjórnarinnar. Fyrst einu sinni og svo aftur, aftur og aftur Soðið brauð og kleinur bragðast vel. ^ Brauðgerð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.