Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 11
26. ágúst 1986 - DAGUR - 11 5,4 / ■ / ■ || ■ omr i nams- 19 íslendingar njóta náms- eöa rannsóknarstyrkja frá breska utanríkisráðuneytinu (FCO Scholarships) en þrír hlutu styrk frá British Council. Heildarfjárhæð styrkjanna nemur nærri 89 þúsund sterlings- pundum eða um 5,4 milljónum íslenskra króna. Námsgreinarnar sem styrkþeg- ar stunda eru hinar margvísleg- nstu en í öllum tilfellum nægir styrkurinn til greiðslu allra skóla- gjalda í heilt skólaár. Endurbætur á gæsluvöllum í sumar hefur verið unnið við endurbætur á nokkrum gæslu- völlum á Akureyri. Búið er að endurvinna Byggðavöll og Leiruvöll og næstur í endur- vinnu er Hlíðavöllur. Blaðið hafði samband við Jón Ara- son, umsjónarmann leikvalla og spurði hann í hverju þessar endurbætur fælust. „Við útbúum meiri grassvæði, það var nokkuð mikil möl á þess- um völlum. Það eru bæði slétt svæði og hólar. Hluti af Leiru- velli var malbikaður og á alla vellina hefur verið keyrt fínna efni, þetta verður skemmtilegra og hlýlegra. Byggðavöllurinn var stækkaður nokkuð, en það er að hluta til komið vegna skipulags- breytinga í hverfinu." Sagði Jón að þetta væru gamlir vellir sem nauðsynlegt hefði ver- ið að fara að endurvinna. Á hverju ári eru einhverjir vellir endurbættir og í ár var veitt 1.330.000 til endurbóta á leik- svæðum í bænum. -HJS ÉtlN Bilbeltin skal að sjálfsögðu spenna í upphafi ferðar. Þau geta bjargað lífi í alvarlegu slysi og hindrað áverka í minni háttar árekstrum. Hnakka- púðana þarf einnig að stilla í rétta hæð. Nói Björnsson Skák: Noröuriandamót grunnskólasveita Norðurlandamót grunnskóla- sveita í skák 1986 verður hald- ið í Gerðubergi í Reykjavík dagana 28.-31. ágúst næst- komandi. Það eru Skáksam- band Islands og Taflfélag Reykjavíkur sem standa sam- eiginlega að mótinu. Hvert Norðurlandanna mun senda sína bestu skólasveit til keppni. ísland mun þó sem móts- haldari fá að hafa tvær sveitir í mótinu, þar eð fjöldi sveita stendur á stöku. Það eru skák- sveit Seljaskóla í Reykjavík, sem sigraði í íslandsmóti grunnskóla- sveita í maí sl. og skáksveit Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem varð í 2. sæti. íslendingar hófu þátttöku í Norðurlandamóti grunnskóla- sveita árið 1977 og hafa fimm sinnum borið sigur úr býtum, og þrívegis orðið í 2. sæti. Skáksveit úr Hvassaleitisskóla í Reykjavík hefur oftast verið fulltrúi íslands í þessu móti, eða fimm sinnum. Skáksveit Hvassaleitisskóla sigr- aði í Norðurlandamóti skólanna árin 1983, 1984, og 1985, en komst ekki í úrslitakeppnina að þessu sinni. Norðurlandamót grunnskóla- sveita er eitt af þremur norræn- um skólaskákmótum, sem haldin eru árlega til skiptis á Norður- löndunum. Hin eru Einstaklings- keppni í norrænni skólaskák og Norðurlandamót framhalds- skólasveita. Það síðastnefnda verður haldið í Finnlandi 17.-19. október og eigum við þar einnig Norðurlandameistaratitil að verja. Fulltrúi íslands í því móti verður skáksveit Verslunarskóla íslands, sem er núverandi ís- landsmeistari. íslensku sveitirnar eru þannig skipaðar: Seljaskóli, Reykjavík: 1. Þröstur Árnason. 2. Sigurður Daði Sigfússon. 3. Sæberg Sigurðsson. 4. Kristinn Friðriksson. Varam. Snorri Karlsson. Fyrirliði: Guðmundur Guðjóns- son. Gagnfræðaskóli Akureyrar, Akureyri: 1. Tómas Hermannsson. 2. Bogi Pálsson. 3. Skafti Ingimarsson. 4. Rúnar Sigurpálsson. Varam. Auðunn Guðmundsson. Fyrirliði: Gylfi Þórhallsson. mSHÖDR árgerðin 1986 Eigum nokkra bíla óselda. Verð frá kr. 138 þúsund. Góð greiðslukjör. Hafið samband. CIrélafnll ef 0r^pnisgötu4 önalalull 51* sími 22255. Tilboð óskast í bifreiðina A-5832 sem er Mercedes Benz 1513 árg. ’71,145 hö. díesei. Bifreiðin selst í núverandi ástandi og er til sýnis við Bílaverkstæði Dalvíkur. Uppl. veitir Óskar Jónsson á sama stað í síma 61200. Tilboð sendist fyrir 1. september Rögnvaldi Frið- björnssyni, Kaupfélag Eyfirðinga Dalvík. FJÓRÐUNGSSJUKRAHUSIÐ Á AKUREYRI Staða sérfræðings við Rannsóknadeild í meinafræði við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, er iaus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. september nk. Upplýsingar um stöðuna veitir Margrét Snorra- dóttir, sérfræðingur deildarinnar í síma 96- 22100. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Afgreiðslustúlka óskast í skódeild Vöruhúss KEA. Heilsdagsvinna. Þarf að vera vön afgreiðslu. Upplýsingar gefur deildarstjóri skódeildar í síma 21400. Kaupfélag Eyfirðinga Óskum að ráða afgreiðslufólk í hálfs dags störf sem fyrst. Vinnutími 9-13 og 13-18. Upplýsingar gefur verslunarstjóri, ekki í síma. MATVÖRU MARKADURINN Kaupangi. Akureyrarvöllur ■ kvöid ki. 19 Þór Leikur þessi er minningarieikur um Óskar Gunnarsson Erlingur Kristjánsson adidas ' VÖRf BATASMIÐJA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.