Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 12
Munið okkar vinsælu pítur Sérkennsla á Akureyri: Bæjarsjóður ábyrgist 170 vikustundir Næturkyrrð á Pollinum. Mynd: RPB Istess: Hefur gengið mjög vei á síðasta ári - segir Pétur Bjarnason markaðsstjóri, en fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn fyrir helgi áramótin,“ sagði Pétur Bjarnason markaðsstjóri hjá Istess, en fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn síðastlið- inn föstudag. Verksmiðjan sem nú er að rísa við Krossanes er fyrsta fiskfóður- verksmiðjan sem byggð er sem slík á íslandi. „Það sem við erum að fara að framleiða er svokallað sagði Pétur að verksmiðjan gæti einnig framleitt bindimjöl og vítamínblöndur bæði fyrir fóður- stöðvar og einnig þá sem hyggjast nota votfóður fyrir lax. Nú vinna 6 manns í fullum stöðum hjá ístess, en í framtíð- inni sagði Pétur að á milli 15 og 20 manns myndu vinna hjá fyrirtæk- inu. -mþþ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið lagði menntamálaráðuneytið til að skera niður sérkennslu á Norðurlandi, úr 850 viku- stundum í 200. Nú licfur verið ákveðið að bæjarsjóður Akur- eyrar gangist í ábyrgð fyrir 170 vikustunda sérkennslu í bænum, a.m.k. fram að ára- mótum og á það að tryggja að Fljótaá: Betri veiði en í fyrra Veiði í Fljótaá í Fljótum hef- ur verið frckar treg í sumar, en þó mun skárri en síðasta sumar. Nú eru komnir á land um 110 fiskar, en dag hvern mega vera í ánni stangir á laxasvæði og 2 á silunga- svæði. Að sögn Hannesar Baldvins- sonar formanns Stangveiðifé- lags Siglufjarðar sem hefur haft ána á leigu lengi virðist áin heldur vera að hjarna við eftir að hafa fariö ansi langt niður á síðari árum. Árið 1983, sem var versta árið komu aðeins 65 laxar á Iand, en 81 í fyrra. Veitt verður í ánni til 20.september. Þangað til hafa menn möguleika á því að ná stærsta laxinum, en Stangveiðifélagið veitir árlega verðlaun fyrir þann stærsta úr ánni. Sverrir Sveinsson hefur veitt stærsta laxinn til þessa í ár. Silungsveiöi í ánni kvað Hannes algerlcga hafa dottið niður og ekki vera neina miðað við það þegar áin var upp á sitt besta. þá „Fjárveitingar til skólans hafa verið mjög bágbornar. Við höfum ekki fengið neitt til kaupa kennslubúnaðar undan- farin ár og erum farin að finna mjög fyrir því. Þá vantar enn loftræstikerfi í verknámshús- inu, sem er aðalkennslushús- næði skólans, og þyrfti að fara að Ijúka við innréttingar þar,“ sagði Jón Hjartarson, skóla- stjóri Fjölbrautarskólans á hægt sé að bjóða upp á % af því sem áætlað var. „Það var búið að tilkynna skólunum um ákveðinn niður- skurð sem reiknað væri með, en verið væri að athuga hvort ekki fengjust fleiri tímar frá ráðuneyt- inu. En í ljósi þeirra upplýsinga og bréfa sem lágu fyrir, var Ijóst að ekki var hægt að fara af stað með nema um 'A af því sem áætl- að hafði verið af sérkennslu fyrir nemendur í skólunum á Akur- eyri. Skólanefnd gerði þá bókun, þar sem niðurskurðinum er mót- mælt og lagt til að bærinn annist ráðningu kennara til að sjá um sérkennslu, í trausti þess að óréttlæti þetta verði leiðrétt við áframhaldandi undirbúning fjár- laga fyrir næsta ár. Bæjarráð samþykkti þessa bókun án athugasemda,“ sagði Ingólfur Ármannsson, skóla- og menning- arfulltrúi Akureyrarbæjar. í rauninni er um tvær bókanir að ræða. Hin er varðandi fram- haldsdeildarsérkennslu í Löngu- mýri. Þar segir að vegna niður- skurðar sérkennslu í umdæminu almennt verði útilokað að veita þeim lið nema hámark 12 viku- stundir næsta skólaár, í stað 55 vikustunda, sem var talið lág- mark. Með hliðsjón af því að hér er um tilraunastarfsemi að ræða, sem vonast er til að geti hjálpað þessum nemendum að ná fótfestu í samfélaginu þá mælti skóla- nefnd með því að bæjarsjóður ábyrgist ráðningu þeirra starfs- manna sem þar er fyrirhugað að starfi, með því að ábyrgjast allt að 43 vikustundir fram til ára- móta. Einnig að fela skólafull- trúa að kanna hvort verkefni þetta fáist samþykkt sem til- raunastarfsemi og hugsanlega fyrirgreiðslu menntamálaráðu- neytis á þeim grundvelli. -HJS Sauðárkróki í samtali við blaðið. Jón sagði aukið námsframboð verða við skólann í vetur. Hafin yrði kennsla fyrir sjúkraliða í samvinnu við sjúkrahús Skagfirð- inga. Þá yrði haldið námskeið fyrir stjórnendur skipa að 80 rúm- lestum en óvíst væri með vélavarða námskeið sem til hefði staðið að halda. Jón kvað standa í járnum „Við höfum aukið söluna verulega og erum nú kornnir með sömu stöðu á markaðnum hér og fyrirtækið T-Skretting hefur á öðrum Norðurlöndum, þ.e. að vera stærsti aðilinn í fiskfóðursölu. Okkur hefur gengið mjög vel þetta ár sem liðið er frá því fyrirtækið var stofnað. Salan er nægilega mikil til að réttlæta byggingu verksmiðjunnar sem nú er unnið að, en við stefnum að því að taka hana í gagnið um hvort hægt yrði að taka við öllum sem sæktu um nám við skólann, en húsnæðisskortur háir starf- semi hans mjög mikið. Kennara- liðið væri orðið fullmannað, með þeirri undantekningu, að ekki hefði tekist að útvega kennara í eðlisfræði og tölvufræðum, en það mál yrði að leysa fyrir upphaf vorannar. Fjölbrautarskólinn á Sauðarkróki verður settur 1. september. -þá þanið fóður, en Skretting hefur verið að þróa það fóður og það kom fyrst fram fyrir 4 árum. Það hefur slegið í gegn og er nú nálægt 80% í heildarfóðursölu.“ Þetta fóður er orkuríkara, en venjulegt fóður, að sögn Péturs. Þannig þarf 20% minna af fóðri til að framleiða eitt kíló af fiski, en þegar venjulegt fóður er notað. „Þetta fóður mun verða ráðandi á markaðnum á næstu árum,“ sagði Pétur. Framleiðsluafköst hjá ístess munu verða á bilinu 10-15 þús- und tonn á ári miðað við þá verk- smiðju sem nú er verið að reisa. Sagði Pétur að séð væri fram á að fullnýta verksmiðjuna á tiltölu- lega fáum árum. Pétur sagði að fjárfestingar fyrirtækisins væru upp á 70 milljónir og það sem aðallega gerði að þetta er svona dýrt væri að í verksmiðjunni yrði framleitt fullkomnara fóður en er á markaðnum. „Það að við erum fyrstir að bjóða þetta fóður gefur okkur sterka stöðu á markaðn- um,“ sagði Pétur. Fyrir utan framleiðslu á fisk- fóðri getur verksmiðjan framleitt þurrfóður fyrir loðdýr, en nokkur vandkvæði hafa verið á að fram- leiða gott fóður fyrir loðdýr. Þá Akureyri: Hafnarstjórn samþykkir byggingar í Bótinni Á fundi sínum í gærmorgun ákvað hafnarstjórn að sam- þykkja umsóknir tveggja aðila, sem sótt hafa um lóðir undir fiskverkunarhús í Sandgerðis- bót. Eru það Skutull, sem hefur haft aðstöðu í húsi í Bótinni, en sækir nú um að fá að byggja hús undir starfsemi sína og Kaupfé- lag Eyfirðinga, sem ætlar að byggja fiskverkunarhús og flytja alla fiskmóttöku þangað. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri sagði að hafnarnefnd væri einungis umsagnaraðili í málinu, en hefði fyrir sitt leyti samþykkt þessar umsóknir, sem síðan verða að samþykkjast af bæjaryfirvöldum. gej- Fjölbraut á Sauðárkróki: Fjárveitingar til skólans bágbornar - aukið námsframboð í vetur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.