Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 27. ágúst 1986 Fyrir stuttu var unnið að byggingarframkvæmdum í Glaumbæ í Skagafírði, sem í seinni tíð eru orðnar fremur sjaldgæfar hér á landi. Það var verið að setja nýtt þak á eldhús gamla bæjarins en þakið hrundi í vetur. Þegar blaðamann bar að garði voru þeir að bera sam- an bækur sínar Valur Ingólfsson byggingameistari á Sauðárkróki sem jafnframt á sæti í stjórn Byggðasafnsins og eldri maður sem var sendur af þjóðminjaverði til að tyrfa þakið en gamli bærinn er í vörslu Þjóðminjasafnsins. Þeir voru að skipuleggja hvernig best væri að vinna verkið, en Valur sá um tréverkið. Þeim bar saman um að forfeðurnir hefðu alveg vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir hlóðu toribæina, hugvit og reynsla hefði greinilega legið þar að baki. Valur buinn að setja saman sperrurnar og er að snikka þær til. Fljótlega fór svo Valur út úr eldhúsinu að bera ryðvörn á þakjárn sem nota átti á þakið. Hann sagði að þeir væru farnir að hafa þakjárn undir torfinu þegar þökin væru endurnýjuð. Það væri nauðsynlegt til að fleyta bleyt- unni og rakanum út fyrir veggina, annars færi þetta ofan í veggina, frysi þar og sprengdi frá sér. En járnið myndi ekki sjást neðan frá þar sem það kæmi ofan á lang- bönd sem gróf klæðning væri negld neðan í. Þakviðirnir í þetta þak yrði rekaviður utan af Skaga sem Ingólfur Sveinsson væri á þessari stundu að saga nið- ur við Messuholt þar sem stórvið- arsög hans væri staðsett. Valur kvað þetta verk vera mjög skemmtilegt og ekki vilja jafna því saman við ýmsa þætti húsa- smíði eins og t.d. mótauppslátt- ar. Inni í eldhúsinu voru hleðslu- maður og aðstoðarmaður hans, ung kona, ráðskona í Hátúni næsta bæ við Glaumbæ að hreinsa til rusl úr hinu hrunda þaki. í ljós kom að hleðslumað- urinn heitir Jóhannes Arason, Breiðfirðingur frá Múla í Gufu- dalssveit Austur-Barðastrandar- sýslu. Hann sagðist hafa unnið slitrótt hjá Þjóðminjasafninu í nokkur ár við viðhald á gömlum torfhúsum sem eru í umsjá safnsins. Þá hefði hann unnið töluvert við frágang lóða, mikið hjá Landsbanka íslands og sagði forráðamenn hans hafa mikinn vilja á að hafa snyrtilegt í kring- um hús bankans. Þá hafði hann einnig unnið að sams konar verk- efnum hjá Hitaveitu Reykjavík- ur. Aðspurður sagðist hann ekki hafa hlaðið torfbæi þegar hann var ungur, en séð aðra gera það og þannig Iært þetta handbragð. „Áður fyrr var þetta bygging- arefni torf og grjót mikið notað, en síðan leysti steypan þau af hólmi. Mér hefur virst að það þyki skömm að þessum bygginga- máta og það get ég sagt þér að mér virðist fólk í þéttbýlinu kunna mikið betur að meta þessa byggingarlist en sveitafólk. Ef þetta er gert vel þannig að það njóti sín þá er þetta virkilega fallegt. Það má ekki rubba þessu upp. Annars er frekar lítið sem ég hef unnið að hleðslum hjá Þjóðminjasafninu. Ástæðan er sjálfsagt að það fást ekki pening- ar til að gera þessa gömlu bæi upp. Þetta eru olnbogabörn hjá Fjármálaráðuneytinu. Það var nú sagt hérna áður að þeir sem ættu jarðir en tímdu ekki að halda þeim við ættu ekki að eiga þær. Ríkið á ekki að eiga eignir sem Það á að sýna þessum gömlu húsum sóma - segir Jóhannes Arason hleðslumaður það getur ekki haldið sómasam- lega við, það er mín skoðun. Það á að sýna þessum gömlu húsum sóma og um leið þeim horfnu kynslóðum sem þau byggðu. Það er skömm að vera að sýna gömul hús í niðurníðslu þar sem allt öðru vísi er umhorfs en áður fyrr. Eitt lítið dæmi um það er að áður en hlóðirnar hérna I eldhúsinu voru hlaðnar upp í fyrra, voru pottarnir komnir niður í öskuna. Valur að bera á þakjárnið, Ekki höfðu gömlu konurnar pott- ana ofan í öskunni. Og það er verið að sýna útlendingum þetta. Ég var að vinna á Grenjaðar- stað að gera við göng sem höfðu hrunið. Þar sá ég hlóðir sem með miklum myndarskap höfðu verið hlaðnar upp, pallur í kring og snyrtilega frá öllu gengið. Og hver heldurðu að hafi gert þetta? Það var hann Kristján heitinn Eldjárn þáverandi Séð ofan í eldhúsið. Ingólfur Sveinsson að saga niður rekann í þakviðina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.