Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson 27. ágúst 1986 - DAGUR - 9 Knattspyrna: Hraðmót unglinganefndar KSÍ á Akureyri Golfklúbbur Akureyrar: Minningarmót um helgina Hið árlega minningarmót GoKldúbbs Akureyrar verður baldið um næstu helgi, en þetta mót er haldið til minningar um látna félaga klúbbsins og er jaínan eitt fjöl- mennasta inót sumarsins á Akureyri. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar í karlaflokki, kvennaflokki og 2. flokki karla, en sá flokkur er nýr og er fyrir þá karlmenn sem hafa 24,5 til 28 í forgjöf og leika þeir af bláum teigum. Skráning stendur yfir í golf- skálanum að Jaðri og á föstudag kl. 16 til 21 er hægt að skrá sig í síma 22974. Keppnin hefst kl. 8 á laugardagsmorgun og verður framhaldið á sunnudag. gk-. Um helgina mun fara fram á Akureyri, hraðmót í knatt- spyrnu á vegum unglinga- nefndar KSÍ. AIIs munu átta 3. flokks lið mæta til keppni og verður keppt í tveimur fjög- urra liða riðlum. í A-riðli leika: KR, KA, Vík- ingur og Leiknir F. í B-riðli leika: Pór, Fram, ÍR og Hvöt. Leikirnir í A-riðli fara fram á KA-vellinum en leikirnir í B-riðl- inum á Þórsvellinum. Keppni hefst kl. 17 á föstudag en þannig lítur dagskráin út: Föstudagur: Kl. 17.00 Kl. 17.00 Kl. 17.30 Kl. 17.30 KA-völlur, KR-Leiknir Þórsvöllur, Þór-Hvöt KA-völlur, KA-Víkingur Þórsvöllur, Fram-ÍR Laugardagur: Kl. 09.30 KA-völlur, Leiknir-Víkingur Kl. 09.30 Þórsvöllur, Hvöt-ÍR Kl. 11.00 KA-völlur, KR-KA Kl. 11.00 Þórsvöllur, Þór-Fram Kl. 17.00 KA-völlur, KA-Leiknir Kl. 17.00 Þórsvöllur, Fram-Hvöt Kl. 18.30 KA-völlur, Víkingur-KR Kl. 18.30 Þórsvöllur, ÍR-Þór Sunnudagur: Kl. 09.30 - 12.30. Úrslit um sæti. Leikið verður um öll 8 sætin og leikirnir um 7.-8. og 5.-6. sætið verða á KA-velli og Þórsvelli en leikirnir um 1.-2. sætið og 3.-4. sætið fara fram á Akureyrarvell- inum. Er reiknað með að þeir hefjist um kl. 10.30. Búast má við skemmtilegum leikjum og þarna munu margir af framtíðarleikmönnum íslenskrar knattspyrnu sýna hæfileika sína. Stúlkurnar í 2. flokki Þórs, ásamt þjálfara sínum Sigurbirni Viðarssyni. Mynd: KK Drengjalandsliðstrákarnir úr Þór og KA munu verða í eldlínunni um helg- ina. Mynd: KK Færðum þeim mark á silfurfati - Stjarnan sigraði Þór 1:0 í 2. flokki lega inn í leikinn,“ sagði Þor- steinn Ólafsson þjálfari 2. flokks liðs Þórs í knattspyrnu, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni í síðasta leik Islandsmótsins í fyrrakvöld. Stjarnan sigraði með einu marki gegn engu og kom markið snemma í fyrri hálfleik. Her- mann markvörður tók stutta markspyrnu á Þórarinn Guðna- son. Hann ætlaði að senda bolt- ann til baka á Hermann en þá komst einn sóknarmanna Stjörn- unnar inn í sendinguna og skaut á markið. Hermann varði skotið en hélt ekki boltanum sem barst til annars Stjörnumanns og hann skoraði af öryggi. Þórsarar áttu allan tímann meira í leiknum og fengu nokkur góð marktækifæri sem ekki tókst að nýta. Stjörnumenn vörðust vel og héldu fengnum hlut. Við þetta tap endaði Þór með 7 stig í A-riðli 2. flokks og hafnaði rétt fyrir neðan miðju. Liðið á eftir að leika seinni leikinn við KA í Akureyrarmót- inu og fer sá leikur fram annað kvöld kl. 19 á Þórsvellinum. Þór sem vann fyrri leikinn 3:1 nægir því jafntefli í leiknum til þess að verða meistari. „Þetta voru mikil vonbrigði, eftir tvo sæta sigra átti ég von á að strákarnir héldu upptekn- um hætti. í staðinn færum við þeim mark á silfurfati. Eftir það komust við aldrei almenni- Þór Akureyrarmeistari - í 2. flokki kvenna um þeirra Ellennar Óskarsdóttur og Sveindísar Benediktsdóttur. Arndís Ólafsdóttir minnkaði muninn fyrir KA. KA-stelpurnar voru grimmar í síðari hálfleik og gáfu Þórsstelp- unum lítinn frið. En þeim tókst ekki að jafna leikinn og úrslitin 2:1 eins og áður sagði. Stúlkurnar í Þór í 2. flokki kvenna urðu fyrir helgina Akureyrarmeistarar í knatt- spyrnu en þá sigruðu þær KA- stúlkurnar í seinni leik liðanna með tveimur mörkum gegn einu. Fyrri leiknum lauk með öruggum sigri Þórs 5:0. Seinni leikurinn var mun jafn- ari en sá fyrri og voru KA-stelp- urnar betri ef eitthvað var. Þórs- stelpurnar voru frekar daufar, þrátt fyrir að hafa unnið nauman sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálf- leik, Þór komst í 2:0 með mörk- Garðar Jónsson þjálfarí Hvatar. 4. deild: Hvöt- HSÞ-b - í kvöld í kvöld leika Hvöt og HSÞ-b í úrslitakcppni 4. deildar í knattspyrnu. Leikurinn sem er síðari viðureign liðanna fer fram á Blönduósi. Mývetningar sigruðu í fyrri leiknum. Keppni í Norðaustur- landsriðlinum er mjög jöfn og spennandi en tvö af þeim þremur liðum sem þar eru fara upp í 3. deild. Staðan í úrslitakeppninni er þessi: HSÞ-b 3 2-0-1 6:4 6 Hvöt 2 1-0-1 2:3 3 Sindri 3 1-0-2 5:6 3 Knattspyrna: Kvenna- leikur -Þór og KA leika í kvöld Kvennalið Þórs og KA leika seinni leikinn í Akurcyrarmót- inu í knattspyrnu í kvöld kl. 19 og fer leikurinn fram á Þór- svellinum. KA sigraði örugglega í fyrri leiknum, með fjórum mörkum gegn einu og er liðið búið að vera í miklu stuði í 2. deildinni t sumar og þegar tryggt sér sæti í 1. deild að ári. Þórsstelpurnar hafa verið að sækja sig að undaförnu og má búast við að liðið verði fullskipað í kvöld og mun það verða í fyrsta skipti sem í sum- ar sem allar þær bestu verða með. Það má því búast við hörku- leik og er fólk hvatt til að mæta á völlinn að hvetja sitt lið. Staðan -1. deiid Þórsarar geta nú andað létt- ar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af falli í 2. deild lengur. Möguleikarnir fyrir því voru að vísu ekki miklir en þó f'yrir hendi þar til í fyrrakvöld að UBK tapaði fyrir ÍA 2:1. Þórsarar geta því leikið án pressu þá tvo leiki sem þeir eiga eftir en staðan þegar tvær umferðir eru eftir er þessi: KR-ÍBK 1:0 ÍA-UBK 2:1 Valur 16 11-2- 3 28: 6 35 Fram 16 10-4- 2 35:12 34 ÍBK 16 9-1- 6 21:21 28 ÍA 16 8-3- 5 28:17 27 KR 16 6-7- 3 18:10 25 Víðir 16 5-4- 7 19:19 19 Þór 16 5-4- 7 18:26 19 FH 16 5-3- 8 21:31 18 UBK 16 3-3-10 13:33 12 ÍBV 16 1-3-12 21:41 6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.