Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 11
27. ágúst 1986 - DAGUR - 11 Þeir Einar Már Guðmundsson og Pálinar Edvardsson fundu þessa fallegu kisu fyrir tveimur dögum. Ef einhver kannast við að eiga þennan kött getur hann haft samband í síma 22346 eða komið við í Borgarhlíð 6 d og sótt gripinn. Mynd: RÞB Sölu spariskírteina ríkissjóðs hætt Fyrirtækið mitt - Ný fróðleg handbók frá Félagi íslenskra iðnrekenda í þessum mánuði kemur út handbókin Fyrirtækið mitt, sem gefín er út af Félagi íslenskra iðnrekenda og ætluð er því fólki, sem hefur áhuga og hugrekki til að stofna eigið fyrirtæki eða rekur nú lítið fyrirtæki. Bókin er þannig uppbyggð, að lesa má hvern kafla óháðan öðrum. Fyrirtækið mitt er ætlað til stuðnings og ráðgjafar öllum þeim er hyggjast leggja sitt af mörkum til nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar. Bókin er skrifuð á mjög aðgengilegu máli og því auðlesin og aðaláherslan er lögð á hagnýtar upplýsingar, en ekki háfleygar fræðikenning- ar. Ástæðan fyrir því að F.Í.I. stendur að útgáfu þessarar bókar er tvíþætt. I fyrsta lagi hefur félagið löngum talið minni fyrir- tæki skipta miklu fyrir heildar- þróun íslensks atvinnulífs. í öðru lagi hafa starfsmenn félagsins orðið varir við áþreifanlega þörf fyrir handbók eins og Fyrirtækið mitt. Sambærileg bók hefur ekki komið fyrr út hér á landi. Fyrirtækið mitt er fyrst og fremst fræðslu- og uppflettirit, sem nýtist vel við úrlausnir marg- víslegra vandamála, sem snúa að rekstri og stofnun fyrirtækja. Fyrírtækið mTtt! A ftlXGISlENSKRA Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Frá hugmynd til aðgerða, út á markaðinn, hugmynd og framkvæmd, fjármögnun, form og fyrirtæki, stjórnun fyrirtækja og skatta- og launamál. Aftast eru viðaukar eins og íslenska sjóðakerfið, stofnun hlutafélags, dæmi um einfaldan stofnsamn- ing, samþykktir fyrir hlutafélagið og sameignarfélagssamningár. Höfundar þessarar fræðslu- bókar F.Í.I. eru Páll Kr. Pálsson, Guðmundur Ágúst Pétursson og Úlfar Þórðarson. Almenna bóka- félagið sér um dreifingu. Pað er von Félags íslenskra iðnrekenda, að bókin Fyrirtækið mitt eigi ekki aðeins eftir að verða mönnum nokkur hjálpar- hella við stofnun og rekstur minni fyrirtækja, heldur verði hún einnig til þess að stuðla að vandaðri og skipulegri vinnu- brögðum í rekstri og auka þar með vöxt og viðgang íslensks atvinnulífs. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Fjármálaráðherra hefur ákveðið að um næstu mánaða- mót verði hætt sölu þeirra spariskírteina ríkissjóðs, sem nú eru á boðstólum, og mun ríkissjóður ekki bjóða fram ný skuldabréf almennt á fjár- magnsmarkaði á þessu ári. Hins vegar mun eigendum eldri spariskírteina, sem innleysan- leg verða síðar á árinu, gert til- boð um að skipta á þeim og nýjum skírteinum sem beri 6,5% vexti, en eldri innleysan- leg skírteini bera nú 3,7-4,2% vexti. Sala spariskírteina ríkissjóðs, sem borið hafa 7-8% vexti, hefur gengið vel og þegar hefur aflast ríflega sú fjárhæð sem ráð var fyrir gert í áætlunum þessa árs. Er því ekki ástæða til að ríkis- sjóður keppi á næstunni um nýtt fjármagn við banka og atvinnulíf. Má ætla að þessi ákvörðun verði til að lækka vexti annarra aðila sem um þetta fjármagn keppa. í því sambandi ber að hafa í huga, að ákvæði nýrra bankalaga um aukið frelsi innlánsstofnana til vaxtaákvarðana koma til fram- kvæmda 1. nóvember n.k. Viðræður fulltrúa ríkisvaldsins við lífeyrissjóðina í tengslum við hið nýja húsnæðislánakerfi munu halda áfram á mánudag. Til leigu eða sölu 150 fm iðnaðar- og/eða verslunarhúsnæði við Óseyri. Upplýsingar í símum 21744 á daginn og 24300 eftir kl. 19.00. Laus staða Verðlagsstofnun á Akureyri óskar eftir að ráða starfsmann í 50% hlutastarf eftirlits- manns. Æskilegt er að umsækjandinn hafi verslunarpróf eða sambærilega þekkingu. Umsækjandi þarf að hafa bifreið til umráða. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlagsstofnun, Glerárgötu 20, 600 Akureyri fyrir 31. ágúst nk. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 91- 27422. Verðlagsstofnun. FLUGLEIDIR Flugleiðir hf. vilja ráða starfsmann við flugstöðina á Akureyrar- flugvelli sem fyrst Starfið er fólgið í fermingu og affermingu flugvéla, ásamt almennum vöru- og farþegaafgreiðslu- störfum. Nokkur tungumálakunnátta nauðsynleg. Umsóknareyðublöð fást í farþegaafgreiðslunni á Akureyrar- flugvelli. FLUGLEIDIR Viljum ráða tvo menn til starfa í málningadeild okkar. Upplýsingarveitir verksmiðjustjóri í síma21165. Efnaverksmiðjan Sjöfn. Rösk og áhugasöm stúlka óskast til léttra starfa hálfan eða allan daginn. Vinsamlega leggið nafn, heimilisfang og síma- númer inn á afgreiðslu Dags sem allra fyrst merkt „Rösk og áhugasöm". S.U.F.- þing Sambandsþing SUF hið 21. verður haldið í Hrafnagils- skóla í Eyjafirði 29.-30. ágúst 1986. Dagskrá: Föstudagur 29. ágúst. 1. kl. 16:00 2. kl. 17:00 3. kl. 17:15 4. kl. 17:20 5. kl.17:45 6. kl. 18:00 7. kl. 19:00 8. kl. 20:00 9. kl. 20.30 10. kl. 22:30 Mæting Þingsetning, Finnur Ingólfsson formaður SUF. Kosning starfsmanna þingsins: a. Þingforsetar (2) b. Þingritarar (2) c. Kjörnefnd(8) Skýrslastjórnar a. Formanns b. Gjaldkera Ávörp gesta Framsóknarflokkurinn. Afl nýrratíma. a. Staða Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum. b. Niðurstöður þjóðmálakönnunar SUF c. Megináherslur Framsóknarflokksins í stjórnmálum næstu árin. Kvöldverður Kynning á drögum að ályktunum. a. Stjórnmálaályktun b. Megináherslur Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum næstu árin. Almennarumræður Kvöldvaka Laugardagur 30. ágúst. 1. kl. 8:00 Morgunverður 2. kl. 8.30 Nefndarstörf a. Stjórnmálanefnd b. Flokksmálanefnd 3. kl. 12:00 Hádegisverður 4. kl. 13:00 Knattspyrna, sund 5. kl. 14:00 Kynning á álitum nefnda, umræður og afgreiðsla mála. 6. kl. 17:30 Kosningar 7. kl. 18:00 Önnurmál 8. kl. 19:30 Þingslit 9. kl. 20:00 Kvöldskemmtun. Sunnudagur 31. ágúst 1. kl. 10:00 Morgunverður 2. kl. 12:00 Lagtaf staðfráHrafnagilsskóla. Stjórnin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.