Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 3
27. ágúst 1986 - DAGUR - 3 Skák: Helgi í klukkufjöltefli Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák var með námskeið fyrir unglinga nú um helgina. Eftir námskeiðið tefldi hann klukku- fjöltefli við níu unglinga. Helgi hlaut átta og hálfan vinning gegn hálfum. Það var Tómas Her- mannsson sem gerði jafntefli við meistarann. Á sunnudagskvöld tefldi Helgi annað klukkufjöltefli og þá við fjórtán þátttakendur, eldri og yngri. Allir félagar í Skákfélagi Akureyrar. í þessu fjöltefli fékk Helgi tíu og hálfan vinning gegn þremur og hálfum. Þeir Friðgeir Kristjáns- son, Skafti Ingimarsson og Tóm- as Hermannsson unnu Helga en Árni G. Hauksson gerði við hann jafntefli. Þeir Skafti og Tómas eru að- eins fimmtán ára gamlir. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda: Endurskoða þarf milliliðakostnaðinn Á fyrsta aðalfundi Landssam- bands sauðfjárbænda, sem haldinn var að Hólum í Hjalta- dal um síðustu helgi, voru regl- ur um fullvirðisrétt talsvert til umræðu. í ályktun sem gerð var á fundinum kemur fram að bændum finnst þessar reglur, ekki ráðast að rótum vandans, sem sé minnkandi sala á dilka- kjöti. Fundurinn lagði mikla áherslu á að verði á lambakjöti verði haldið jafnlágu og það er í dag og framleiðslan verði ekki minnkuð frekar og haldist svipuð og hún var á verðlagsárinu ’84-’85. Til lækkunar á dilkakjöti til neytenda taldi fundurinn að endurskoða yrði framleiðslu- kostnað allan og milliliðakostn- aðinn. Fram kom að bændur vilja bæta framleiðslu sína enn frekar og minnka hvata til að framleiða feitt kjöt. Stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda var að mestu endurkjörin. Formaður er Jóhannes Kristjáns- son úr Mýrdal en aðrir í stjórn eru Sigurður Jónsson Stóra- Fjarðarhorni, Eysteinn Sigurðs- son Arnarvatni, Aðalsteinn Aðalsteinsson Valbrekku og Magnús Guðmundsson Odd- geirshólum, sem var kosinn í stað Rúnars Hálfdánarsonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. -þá. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Skólasetning verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn 31. ágúst kl. 5 síðdegis. Skólameistari. FRÁ GRUNNSKÓLUM AKUREYRAR Kennarafundir verða í öllum grunnskólum bæjarins mánudaginn 1. sept. nk. kl. 10 f.h. Vegna undirbún- ingsvinnu og kennaranámskeiða á vegum fræðsluyf- irvalda, dagana 2.-5. sept., skulu nemendur ekki mæta í skólana fyrr en mánudaginn 8. sept. og þá sem hér segir: í Gagnfræðaskóla Akureyrar: 9. bekkur kl. 09.00. 8. bekkur kl. 10.30. 7. bekkur ki. 13.30. í öðrum skólum: 9. bekkur kl. 09.00. 4.-6. bekkur kl. 10.00. 7.-8. bekkur kl. 11.00. 1.-3. bekkur kl. 13.00. Skólasvæðin verða óbreytt miðað við sl. skólaár nema hvað nú mun Síðuskóli hafa 7. bekki, en nemendur 7. og 8. bekkja Oddeyrarskóla fara í aðra skóla svo sem þeim hefur verið gerð grein fyrir. Forskólakennslan hefst föstudaginn 12. sept., en áður munu viðkomandi kennarar hafa samband við heimili þeirra barna, sem innrituð hafa verið. Forskólagjaldið er 1000 krónur og greiðist í tvennu lagi (sept. og janúar). Innritun þeirra barna, sem flust hafa í bæinn eða milli skólasvæða, fer fram í skólunum þriðjudaginn 2. sept. kl. 1-4 e.h. (símar á kennarastofunum). Athugið þá breytingu, að nú hefja allar unglinga- deildir skólanna störf mánudaginn 8. september. Skólastjórar. Áhrifamikill auglýsingamiðill Þrumuknall á Húsavík fösiudagskvöldið 29. ágúst Matseðill: Reyktur lax m/dilleggi. Fjallalamb m/jurtasósu. Bakaðar ferskjur. Bítlavinafélagið leikur Mamman og strákarnir skemmta. Bingó, ferðavinningar. Óvæntar uppákomur. Stjórnandi samkomunnar er Arnar Björnsson. Hötel Húsið opnað kl. 19.00. Matur framreiddur kl. 20.00. Borðapantanir í síma 41220. HÚSaVÍk sími 41220. - þar sem hlutirnir gerast - The Midrughtsun Hote!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.