Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 27. ágúst 1986 158. tölublað - bilið sem þarf að brúa skiptir milljörðum króna Þingflokksfundur Framsóknarflokksins: Fyrirsjáanlegur halli á fjáilögum næsta árs Framsóknarflokkurinn hélt þingflokksfund á Sauðárkróki um helgina. Aðalmál fundar- ins var umræða um fjárlögin en nokkur önnur mál voru reif- uð auk þess sem þingmennirnir heimsóttu ýmis fyrirtæki á svæðinu. Að sögn Guðmundar Bjarna- sonar verður gífurlega erfitt að láta enda ná saman við fjárlaga- gerðina. „Það kemur svo sem ekkert á óvart þegar þess er gætt að tekju- stofnar ríkissjóðs hafa farið lækk- andi á síðustu árum, vegna skattalækkana og niðurfellingar ýmissa tolla. Þessi tekjuskerðing ríkisins hefur fyrst og fremst bitn- að á opinberum framkvæmdum og við ræddum það á fundinum að gera þyrfti ráðstafanir til að veita auknu fé til hafnarfram- kvæmda sérstaklega, en þær hafa verið óverulegar sl. tvö ár,“ sagði Guðmundur. mötuneyti og gæslu á heimavist- um. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 200 milljónum króna til þessara hluta en menntamálaráð- herra hefur lagt til að fjárlögum næsta árs verði 25 milljónum var- ið til þessara hluta og þá aðallega til að leysa vanda þeirra sveitar- félaga sem erfiðast eiga með að standa undir auknum kostnaði vegna þessa. „Það var almennt álit fundar- ins að þessi leið komi ekki til greina öðruvísi en með þeim hætti að Jöfnunarsjóður sveitar- félaga komi þá að verulegu leyti inn í þetta dæmi til að jafna kostnaðinn á milli sveitarfélag- anna,“ sagði Stefán. Rætt var um erfiða stöðu sjáv- arútvegsins og þá sérstaklega fiskvinnslunnar og fram kom að á næstu dögum verði að taka á því hvernig leysa beri fjárhagsvanda fiskvinnslunnar. Bankamálin og þá sérstaklega erfið staða Útvegsbankans, komu til um- ræðu en ekki tókst að ljúka afgreiðslu á þeim málaflokki. Ákveðið var að halda annan þingflokksfund strax í næstu viku. BB. Mynd: RÞB Fyrsta merki haustsins. Vatnsskortur á Siglufirði —Vatnsþörfin um 70 sek. lítrar en dælurnar sem dæla vatninu frá Hólsdal anna ekki nema 60 sek. lítrum - geysileg vinna við fiskvinnslu að undanförnu Á fundinum kom fram að eins og málin standa núna er fjárlaga- gatið stórt og það bil sem þarf að brúa skiptir milljörðum. Jafnvel þótt einhver ný tekjuöflun komi til, verkefni verði færð yfir til sveitarfélaga og enn frekari sparnaður náist í ríkisrekstrin- um, er fyrirsjáanlegur halli á fjár- lögum næsta árs. Að sögn Stefáns Valgeirssonar voru fundarmenn sammála um að ófært væri að samþykkja til- lögur menntamálaráðherra hvað varðar niðurskurð fjárveitinga til skólaaksturs í dreifbýli. Svo sem kunnugt er hefur menntamála- ráðherra lagt til að ríkið hætti að greiða akstur skólabarna í dreif- býli á móti sveitarfélögunum auk þess að taka þátt í kostnaði við Talsvert hefur borið á því að undanförnu að vatnsskortur væri á Siglufirði og hefur þetta komið sér sérstaklega illa varð- andi fiskvinnsluna í bænum. Ástæða þessa er að kalda- vatnsþörf bæjarins er talin vera rúmlega 70 lítrar/sek. en dælurnar sem dæla vatninu til bæjarins frá Hólsdal anna ekki nema 60 Iítrum/sek. „Við þurftum ekki að stoppa því við gátum bjargað okkur á leynivopni sem ég er ekkert að upplýsa hvert er,“ sagði Gísli Elíasson verksmiðjustjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði er Dagur ræddi við hann í gær, en litlu munaði í fyrradag að hætta yrði loðnu- bræðslu hjá verksmiðjunum. Gísli sagði að hann vildi ekki gera mikið úr þessu, þetta hefði allt bjargast að þessu sinni, en hann neitaði því ekki að þetta vandræðaástand væri fyrir hendi á staðnum. Óhemjumikil atvinna hefur verið á Siglufirði að undanförnu. Þar hefur verið tekið á móti 14 þúsund tonnum af loðnu og hefur loðnubræðslan gengið vel. Þá hefur gífurlegur rækjuafíi borist til Siglufjarðar að undanförnu, allt að 50 tonn á dag í nokkurn tíma. Menn á Siglufirði hafa af því talsverðar áhyggjur að skortur muni verða á fiskverkunarfólki þegar skólafólkið hverfur af vinnumarkaðinum upp úr mán- aðamótunum. Skólakrakkarnir hafa unnið geysilega mikið í fisk- vinnslunni í sumar og hefur verið unnið um flestar helgar. Nú er unnið við að standsetja Hótel Hvanneyri og er ætlunin að Þor- móður rammi fái þar inni fyrir fólk sem ætlunin er að fá til fisk- vinnslu á næstunni, alls 20 til 30 manns. gk-. Blönduós: Unnið við klæðingu gatna Um þessar mundir er unnið kappsamlega að undirbúningi á lagningu klæðingar á um 12- 1300 metra gatna á Blönduósi. Einnig er verið að vinna að klæðingu á veginn sem liggur í „Bastian er börnunum verstur" - Ekkert varð af tónleikum Stuðmanna Síðastliðið mánudagskvöld stóð tii að gleðisveitin Stuð- menn héldi konsert í Dyn- heimum á Akureyri, En á síð- ustu stundu fór svo að ekkert varð úr. Að sögn Jakobs Magnússonar voru sveitinni settir afarkostir á síðustu stundu sem ekki var hægt að ganga að. Afarkostir þessir voru settir af embætti bæjarfógeta og munu Stuðmenn því ekki hafa leikið fyrir aðdáendur sína í Hrísey í gærkvöld. „Að líkindum má ætla að langt verði þar til eyfirsk ung- menni geti hlýtt á tónlist okkar þar eð Bastian bæjarfógeti virðist okkur ekki hliðhollur mjög. Bastian er börnunum verstur,“ sagði Jakob. Að sögn Sigurðar Eiríkssonar fulltrúa bæjarfógeta höfðu Stuð- menn ekki sótt um tilskilin leyfi til skemmtanahaldsins og hefði embættið einungis farið fram á að farið væri eftir reglum um skemmtanir, þannig að ef trallið hafi niður fallið væri það á ábyrgð Stuðmanna sjálfra. Þess má geta að fjölmargar hljómsveitir hafa leikið undan- farið í Dynheimum og hafði Sigurður ekki hugmynd um hvort þær hafi aflað sér áðurnefndra leyfa. En þannig er reyndar mál með vexti að aldrei hefur þurft að sækja um skemmtanaleyfi fyrir samkundu sem þessa í Dynheim- um og reyndar er það með öllu óþekkt, að sögn Jakobs, að yfir- völd reyni að hafa af unglingum það litla sem fyrir þá er lagt. „Æskulýðsstarf et alls staðar rekið með bullandi tapi og einum of mikið að skattleggja það líka, því snýst málið um það að við viljum alls ekki veita það for- dæmi að skattleggja svona viðburð, bæði hússins vegna og svo þeirra sem á eftir munu koma,“ sagði Jakob. Einhverra hluta vegna var samt ráðist í að kanna málin skömmu áður en Stuðmenn ætl- uðu að hefja leik sinn og fjöl- mörg ungmenni máttu því sjá á bak Stuðmanna og eftir stóðu gáttaðir starfsmenn Dynheima. Eða eins og Jakob sagði „Við erum sárir og finnst þetta illa gert gagnvart æsku Akureyrar, þetta beinist fyrst og fremst gegn henni því það sjá allir að þetta er ekki ferð til fjár né heldur ferðin fyrir- hugaða til Hríseyjar." BV gegnum Blönduós, það eir kafl- ann frá Blönduósi að rimla- hliðinu fyrir ofan staðinn. Einnig verður lagt á smá kafla Svínvetningabrautar, eða rétt upp fyrir aðkeyrsluna að Héraðs- hælinu. Mun þar fyrst og fremst vera um að ræða rykbindingu, en ekki varanlega framkvæmd. Samkvæmt heimildum Dags náðist nýlega samkomulag um að Vegagerðin stæði straum af kostnaði við lagningu klæðingar á þjóðveg eitt, sem liggur um Blönduós, en ágreiningur hefur verið um það hvort hreppurinn eða Vegagerðin ætti að bera þennan kostnað. Áætlaður kostnaður við gatnagerðarfram- kvæmdir á vegum hreppsins er um það bil 900 þúsund krónur, en þá á eftir að draga frá þann hluta sem ætti að koma úr Byggðastofnun, eða nánar tiltek- ið svokallað þéttbýlisvegafé. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- um verði lokið í kringum næstu mánaðamót. Það er fyrirtækið Borgarverk í Borgarnesi sem sér um lagningu klæðingarinnar. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.