Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 12
Þjónusta fyrir háþrýstislöngur olíuslöngur og barka Pressum tengin á Fullkomin tækni vönduð vinna - vegna hátíðarinnar 17. júní“ segir Skúii Lórenzson „Þessi beiðni kom vegna þess að kostnaður við hátíðahöldin var það mikill að félagið hefði fengið lítið í sinn hlut, þrátt fyrir að 50-60 manns hafi unnið að undirbúningi dagsins,“ sagði Skúli Lórenzson, sem stjórnaði 17. júní hátíðinni á Heimilið 86: Kynning á sjávarútvegi „Sjávarútvegsráðuneytið ætlar að vera með bás á Heimilissýn- ingunni, til að minna fólkið í landinu á gildi sjávarútvegs fyrir þjóðina,“ sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráð- herra í samtali við Dag. Halldór sagði að sjávarútveg- urinn hefði lent í neikvæðri umræðu og því veitti ekki af að taka þátt í svona sýningu. „Mér finnst Reykvíkingar sér- staklega þurfa á fræðslu að halda, því í Reykjavík er mikið um fólk sem veit lítið um sjávarútveg. Á sýningunni ætlum við að reyna að fá fólk til að hugleiða hvað sjáv- arútvegurinn hefur upp á að bjóða,“ sagði Halldór að lokum. -SÓL Akureyri í ár. Undanfarin ár hefur venjan verið sú að íþróttafélögin Þór KA og Skátafélag Akureyrar hafa skipst á að sjá um fram- kvæmd þjóðhátíðardagsins í bænum. Hefur bærinn veitt ákveðna upphæð til þess félags sem séð hefur um daginn. í ein- hverjum tilfellum hafa félögin fengið eitthvað fyrir mikla sjálf- boðaliðsvinnu, eftir að hafa borg- að skemmtikröftum fyrir sitt framlag. „Við þurftum að sækja alla skemmtikrafta til Reykjavíkur, auk þess sem við vildum bjóða upp á góða skemmtun, en því miður hefur verið misbrestur á því í gegnum tíðina. Þessu fylgir mikill kostnaður við ferðir, fæði og gistingu, auk launa. Því var lítið eftir þegar dæmið var gert upp. Þess vegna fórum við fram á aukafjárveitingu að upphæð 100 þúsund krónur, sem voru v.eittar af bæjarráði," sagði Skúli. Að þessu sinni voru veittar 580 þúsund krónur til hátíðarinnar og sagði Skúli að tap hefði ekki orðið, „en lítið verið eftir handa félaginu. Með þessari aukafjár- veitingu fær félagið 220 þúsund í sinn hlut og er það of lág upphæð að margra mati, því geysileg vinna er við þetta,“ sagði hann. gej- íþróttahúsið á Siglufirði: Hmm tilboð bámst Á mánudag voru opnuð tilboð í klæðningu, einangrun og frá- gang þakboga íþróttahússins á Siglufírði. Alls bárust fímm til- boð í verkið. Að sögn Þráins Sigurðssonar, bæjartækni- fræðings á eftir að meta þessi tilboð. Tvö frávikstilboð bárust, frá Byggingavöruverslun Kópavogs og Barkareiningum í Hafnarfirði og þrír heimaaðilar buðu í verkið. Með lægsta tilboðið af þeim var Byggingafélagið Berg en hin fyrirtækin sem buðu í verkið voru Húseiningar og Sigurður Konráðsson ásamt fleir- um. Að sögn Þráins er mjög lítill munur á þessum tilboðum, þau eru á bilinu 130-134% yfir kostn- aðaráætlun. Hann sagðist ekki hafa skýringu á því hvers vegna tilboðin hefðu öll verið yfir kostnaðaráætluninni. Kostnaðar- áætlun var miðuð við tvær bygg- ingaraðferðir, annars vegar ein- ingasmíði fyrir 6,399 milljónir en hins vegar hefðbundna bygging- araðferð á 6,927 milljónir. Völdu Berg og Húseiningar einingaaðferðina en Sigurður Konráðsson og fleiri hefðbundnu aðferðina. Þessu verki á að vera lokiðfyrir 1. júlí ánæstaári. -þá Aðeins meiri sól og aðeins fleiri kvenmenn sögðu hádegisdrengirnir við sundlaugina. Mynd: rþb Skagafjörður: Kjötið geymt í héraðinu - minna peningastreymi suður Á hverju hausti hefur hingað til þurft að senda kjöt frá slát- urhúsinu á Sauðárkróki suður til frystingar vegna skorts á frystirými á staðnum. Hefur þetta verið bagalegt auk þess sem talsverðir fjármunir hafa flust úr héraðinu á ári hverju. Engar reglur hafa gilt um leigu á frystigeymslum og hefur stund- um þurft að taka dýrt leigupláss til Ieigu út úr neyð. En í haust þarf lítið sem ekkert að flytja suður til frystingar þar sem kaup- félagið hefur fengið til leigu frystirými í frystigeymslu hjá Melrakka h/f, sem er í byggingu. Á frystigeymslan að verða tilbúin í lok seplember. Það verða allt að 400 tonn af Krossanes: Ný soðtæki í notkun fljótlega „Það er erfítt að vinna við breytingar á verksmiðjunni þegar vinnslan er í fullum gangi, en það er verið að setja upp ný soðkjarnatæki núna,“ sagði Geir Zoéga fram- kvæmdastjóri Krossanesverk- smiðjunnar. Undanfarið hefur verið unnið við uppsetningu á soðkjarnatækj- um, og komast þau í gagnið á næstu dögum. Tækin eru keypt að hluta til frá Noregi og frá Varmaverki í Hafnarfirði. Geir sagði að mikið verk hefði verið unnið að undanförnu við upp- setninguna og væru menn ánægð- ir með að fá þessi tæki í gagnið þar sem gömlu soðtækin hefðu verið ónýt. Verð á nýju soð- kjarnatækjunum er um 15 millj- ónir króna. Um frekari endurnýjun tækja verksmiðjunnar sagði Geir að afkoma yfirstandandi vertíðar réði miklu um það. „Þessi fram- kvæmd var nauðsynleg þar sem gömlu tækin voru ónýt. Okkur langar að gera mikið í sambandi við breytingar og er fyrirhuguð endurnýjun á gufukatli og gufu- þurrkara. Um breytingar á hús- um verksmiðjunnar er ekkert ákveðið. Þó eru til hugmyndir á teikniborðinu og ráðast fram- kvæmdir af afkomu verksmiðj- unnar," sagöi Geir Zoéga. gej- kjöti sem munu verða geymd í geymslum þessum í vetur. Ölafur Friðriksson, kaupfélagsstjóri, sagði hagsmuni þessara fyrir- tækja fara ákaflega vel saman. Að hausti og vetri þegar kjötið mun vera í geymslu hafa þeir Melrakkar litla þörf fyrir þetta geymslupláss undir fóðurvöru sína. Ólafur kvað 1,5 millj. kr. verða eftir í héraðinu í stað þess að fara í greiðslu á frystiplássi fyrir sunnan. Sagðist Ólafur reikna með að í haust mundu falla til 700-750 tonn af kjöti við sauðfjárslátrun og er það því rúmlega helmingurinn af því kjöti sem rúmast í frystigeymsl- um Melrakka þegar þar að kemur. -þá Loðnuverð: „A að vera fijálst“ erfitt að ákveða fast verð til langs tíma. Hins vegar finnst mér það ekki eiga við með bolfisk,“ sagði Halldór að lokum. -SÓL - segir sjávarútvegsráðherra „Loðnuveiðar hafa gcngiö mjög illa. Það hcfur að vísu fundist loðna á Vestfjarðamið- um. Menn eru að vonast eftir góðum markaði fyrir loðnu- hrogn og frysta loðnu, þannig að menn geta kannski vonast eftir betra verði fyrir afuröirn- ar en hingað til hefur fengist,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. Það hafa alltaf verið sveiflur í loðnuverði og það breytist að sjálfsögðu í september, í nýja verðtímabilinu. „Hins vegar hef ég alltaf talið að loðnuverð ætti að vera frjálst. Þá verða menn að koma sér saman um verðið eftir þeim aðstæðum sem búið er við. Og einmitt þegar svona mikil ólga er eins og nú, þá er mjög Akureyri: „Gífurlegur kostnaður“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.