Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 27. ágúst 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. JeiðarL Snúum vöm í sókn í nýjasta tölublaði þjóðmálarits Sambands ungra framsóknarmanna, „Sýn“ er að finna athyglisverða grein eftir Helga Pétursson blaðafulltrúa, þar sem hann fjallar um áróður þann sem beitt hefur verið gegn Framsóknarflokknum á undanförnum árum. Helgi segir m.a.: „Það vill svo til að til þess að Framsóknarflokkur- ínn eigi menn á þingi og nái þannig fram sínum málum, þarf hann að fá atkvæði kjósenda. Og til þess að við njótum atkvæða kjósenda, þurfa þeir að vita hver okkar staða er, hver okkar þáttur er í stjórn og sögu þessarar þjóðar. Andstæðingum okkar hefur tekist að snúa því tímabili sem flokkur- inn hefur átt aðild að ríkisstjórnum, - einu mesta framfaratímabili í sögu þjóðarinnar, upp í and- hverfu sína og kalla það „Framsóknaráratuginn", með neikvæðum formerkjum. Þeir komast upp með það. Þeir hafa auðvitað ekki haldið því á loft, að Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur þorað að takast á við þau vandamál sem við hafa blasað undanfarin ár. Þeir hafa miklu frekar reynt að klína á Framsókn- arflokkinn öllu því sem miður hefur farið á þessu tímabili, sem vissulega er margt, enda hefur víða verið borið niður. Þeir hafa hins vegar gert lítið úr því að Framsóknarflokkurinn hefur ekki starfað einn allan þennan tíma, - allir stjórnmálaflokkarnir hafa komið nærri ríkisstjórnum undanfarin ár. Þar hefur vissulega margt mátt betur fara, en þar er ekki við Framsóknarflokkinn einan að sakast. Ungu fólki er gjarnan bent á það núorðið, af and- stæðingum okkar, að Framsóknarflokkurinn sé afturhaldssamur og þröngsýnn. Minna er látið með það að í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar hafa orðið einhverjar þær mestu breytingar í lífi þjóðarinnar, sem orðið hafa undanfarna áratugi, svo miklar að fólk áttar sig kannski ekki á þeim. í stjórnartíð ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar hefur verið unnin sigur á einum mesta böl- valdi sem sótt hefur að þjóðinni, óðaverðbólgu. í stjórnartíð Steingríms Hermannssonar hefur öllu fyrirkomulagi á sjávarútvegi verið gjörbreytt. í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa verið gerðar stórkostleg- ar breytingar á ríkisrekstri, í peningamálum og bankamálum og nýsköpun í atvinnulífi hefur verið sett á oddinn. Allt er þetta gert fyrir tilstilli Fram- sóknarflokksins í ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar. Það er ekki von til þess að andstæðingarnir haldi þessu á lofti. “ Þessi orð Helga Péturssonar eru orð í tíma töluð. Framsóknarmenn verða að taka sér tak og vinna markvisst að því að verjast þeim ósanngjarna áróðri sem pólitískir andstæðingar flokksins hafa haft í hávegum. Máttur fjölmiðla er mikill og allir vita hvílík áhrif góð áróðurstækni hefur. Framsóknarmenn hafa ekki lært að notfæra sér fjölmiðia á sama hátt og pólitískir andstæðingar þeirra. Það hefur komið niður á fylgi flokksins á undanförnum árum. Það er kominn tími til að snúa þessari þróun við. Snúum vörn í sókn. BB. _j/iðtal dagsins. Sighvatur Karlsson og Auður Björk Ásmundsdóttir í garðinum við Húsa- víkurkirkju. Sighvatur Karlsson, guðfræðingur: „Ef Guð er með okkur, hver er þá á móti okkur?“ Viðtal dagsins er við Sighvat Karlsson guðfræðing sem er eini umsækjandinn um Húsa- víkurprestakall. Sighvatur er jReykvíkingur, fæddur 12. feb. 1959. Hann útskrifaðist frá Háskóla íslands 1. mars sl., en hefur starfað á Elliheimilinu Grund síðan um áramót, en síðastliðin 3-4 ár hefur hann verið nokkurs konar matvinn- ungur á heimilinu, heimsótt fólkið og stundum séð um morgunbænir. Á námsárunum vann Sighvatur í sjö sumur í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Sighvatur er kvæntur Auði Björk Ásmundsdóttir sem er matartæknir að mennt og vinnur sem slík í eldhúsi Borgarspítalans. Auður er einnig Reykvíkingur og jafn- aldra Sighvats, Jiau eiga þriggja ára dreng, Ásmund. Fyrst er Sighvatur spurður um tildrög umsóknar sinnar um Húsavík. „Það var svolítið skemmtilegur aðdragandi að því, í sumar ákváðum við að fara í hringferð um landið og skoða í leiðinni Heydalsprestakall í Breiðdal. Á leiðinni stoppuðum við m.a. á Kirkjubæjarklaustri, Höfn í Hornafirði og Djúpavogi, en þar hittum við fyrir kunningja minn sr. Sigurð Ægisson og þar frétt- um við að enginn væri búinn að sækja um Húsavíkurprestakall sem kom mér mjög mikið á óvart. Við fórum samt og skoðuðum Heydali og leist sæmilega á stað- inn en þá ákváðum við að koma við á Húsavík. Komum hingað í leiðindaveðri, þoku og rigningu en samt fannst mér bærinn ein- hvern veginn virka vel á mig. Við höfðum komið við hjá sr. Sigurði á Grenjaðarstað og hann hvatti mig til að skoða Húsavík, þar væri góður staður og gott fólk. Ég hef alltaf heyrt að Þingeyingar væru ákaflega hressilegt og skemmtilegt fólk og innan um slíkt fólk líður mér vel, er sjálfur frekar félagslyndur og gæti ekki hugsað mér að vera einn í heirn- inum. Ég ákvað að sækja um Húsa- vík fyrst enginn hafði sótt um, en þegar ég kem á Biskupsstofu með umsóknina þá er Torfi Stefáns- son búinn að sækja um. Samt ákveð ég að láta bréfið fara í hendur biskupsritara. Þegar umsóknarfresturinn var liðinn og ég, guðfræðingurinn stóð eftir sem eini umsækjandinn, en Torfi hafði dregið umsókn sína til baka, þá fannst mér þetta vera sérstök handleiðsla Guðs. Upphaflega fékk ég köllun til þessa starfs og með því að fara út í starfið er ég að hlýða þessari köllun sem ég fékk fyrir sex árum, að fara út á akurinn, boða Guðs orð og þjóna fólkinu, starfa sem prestur eins vel og ég get. Ég held að Guð vinni á ólíkan hátt með okkur mannfólkið, þó að hann eigi sitt erindi við okkur öll. í fyrstu þegar mér fannst Guð vera að grípa inn í mitt líf var ég ekki alveg sáttur við að Guð væri að tala við mig, vildi ekkert við Guð tala, vildi bara vera ég sjálf- ur og fara eftir þessu gamla; hver er sjálfum sér næstur, og lifa eftir því. En ég komst aldeilis ekki upp með það. Guð hafði eitthvað annað að segja, ég hafði beðið hann um staðfestingu á þessari köllun og hana fékk ég. Ég hef fundið fyrir handleiðslu Guðs og er afskaplega þakklátur fyrir að Guð hafi veitt mér þetta tækifæri á Húsavík, finnst eins og hann hafi lokið upp fyrir mér dyr- um og sagt sem svo: „Jæja Sig- hvatur, stattu þig nú drengur“.“ - Nú eruð þið komin aftur til Húsavíkur í betra veðri, hvernig líst ykkur á land og fólk? „Þetta er ákaflega góður stað- ur hérna, frábært bæjarstæði og fallegt. Ég hef aldrei átt heima utan Reykjavíkur og sumir prest- ar segja að ég ætti frekar að fara á einhvern minni stað þar sem ég gæti gert mínar vitleysur í friði, í stað þess að koma í þessa stóru og glæsilegu kirkju og fara að þjóna við altarið. En ég treysti mér alveg til þess, því ef Guð er með okkur, hver er þá á móti okkur? Maður verður að hafa djörfung og kjark til að takast á við þetta starf og mér finnst ákaf- lega gott að ég sku ekki standa einn, það er að segja: Ég hef Guð og Auði mína í verki með mér, það er ég sannfærður um, það er gott fólk hér í barnastarfinu og öðrum störfum safnaðarins. Ég veit að Húsvíkingar eru gott og jákvætt fólk, opið fyrir nýjum vindum og hressandi blæ í kirkju- legu tilliti. Ég vona að Húsvík- ingar taki okkur vel og hafi þolin- mæði fram á veturinn meðan ég er að komast inn í starfið. Okkur líður afskaplega vel hérna núna. Við gengum þessa rómantísku leið upp með Búðaránni og ég óska ykkur til hamingju með þennan gróðursæla reit sem skrúðgarðurinn er, hann á eftir að blómstra." - Þó að þú sért eini umsækj- andinn þurfa að fara fram prests- kosningar. „Ég vona að Húsvíkingar sýni ekki sinnuleysi, mér er ljóst að margir sem gjarnan vildu kjósa eru að heiman en ég vildi hvetja þá sem heima eru til að neyta atkvæðisréttar síns, minnast þess að ungur guðfræðingur er að sækja hér um starf og það gæti fært kirkjulífi hér á staðnum víta- mínsprautu, en slíkt gerist ekki nema með þátttöku safnaðarins. Þegar kjósandi fer á kjörstað er hann þátttakandi í safnaðar- starfi, finnur til ábyrgðar og er ekki sama hvern hann velur til þjónustu. Hvaða starfi sem fólk gegnir vill það fá góðar móttökur og persónulega mundi mér þykja mjög vænt um að fá lögmæta kosningu. Ég vona að fólk og fjölskyldur á Húsavík ræði þessi mál og ákveði að smala fólki á kjörstað. Ég lofa Húsvíkingum að gera mitt besta til að kirkjulíf á staðnum blómgist og vaxi því það er hægt að gera mjög skemmtilega hluti ef allir eru opnir fyrir nýjungum. Kirkjan er ekki í eðli sínu steinrunnin stofn- un heldur lifandi samfélag. “ - Áhugamál þín, hverju mun presturinn sinna í tómstundum? „Ég mundi gjarnan vilja taka þátt í kórstarfi, því ég hef áhuga á söng og stundaði söngnám í Söngskóla Sigursveins D. Krist- inssonar í þrjú ár. Ég fer mikið í sund og hef einnig áhuga á að vinna með ungu fólki. Á mínum yngri árum stundaði ég borðtenn- is, hér á staðnum er að rísa nýtt og glæsilegt íþróttahús og ég gæti vel hugsað mér að þjálfa borð- tennislið, það gæti verið skemmtilegt og ég hefði gott af að hreyfa mig.“ Að lokum sagði Sighvatur: „Ef ég næ kosningu komum við hjónin hingað í október og þá er að hefjast handa. Ég hef mik- inn áhuga á barna- og unglinga- starfi, einnig þjónustu við sjúka og aldraða en hér er gott sjúkra- hús og elliheimili. Þessu vil ég öllu sinna. Ég ætla að hafa það að markmiði mínu að gefa mig að fólkinu og minna okkur þannig á að við erum öll eitt í Jesú Kristi." Prestskosningarnar á Húsavík eru ákveðnar sunnudaginn 14. sept. Á kjörskrá eru 1820 manns, þannig að til að kosningin verði lögleg þurfa 910 að kjósa og til að Sighvatur nái lögmætri kosningu þurfa 455 kjósendur að greiða honum atkvæði sitt. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.