Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 27.08.1986, Blaðsíða 7
27. ágúst 1986 - DAGUR - 7 Myndir og texti: Þórhallur Ásmundsson Jóhannes og Anna að hreinsa til í eldhúsinu. Verið að rétta vcgginn af með því að skera úr honum. þjóðminjavörður. Þó er ég ekki með þessu að skora á Þór Magn- ússon þjóðminjavörð að vinna þessi verk. En hann var fyrir- myndar maður hann Kristján heitinn," sagði Jóhannes að lokum. Aðstoðarmaður hans, Anna Margrét Stefánsdóttir, sagðist eiga ættir sínar að rekja í Skaga- fjörðinn. Faðir hennar hefði fæðst í Eyhildarholti, en hún væri fædd í Rangárvallasýslunni. Hún sagðist hafa gaman af að dunda við svona hleðslu og hafi farið á námskeið á Kjalarnesinu sem hópur áhugamanna um forn- hleðslur stóð fyrir. „Það var nátt- úrlega lítið sem maður lærði af því að gagni. Mér finnst bara synd ef þetta handbragð er að deyja út með kynslóðinni hans Jóhannesar. Það er orðið baga- legt hvað fáir kunna þetta og jafnvel ætti að styrkja fólk sem vill læra þetta handbragð. Ef við ætlum að geta tekið sómasamlega á móti ferðafólki sem kemur til að skoða land sögunnar, þá verð- um við að geta sýnt þeim mann- virki og annað tengt sögunni. Eins finnst mér mjög sniðugt að nota þetta gamla handbragð í annað en húsabyggingar, garð- hleðslur og annað á lóðum sem Jóhannes hefur verið að gera.“ -þá Þórarinn Vilbergsson, Vitum ekki hvað verkefnaskortur er - segir Þórarinn í Dráttarbraut Siglufjarðar Það var mikið um að vera niður við hafnargarðinn á Siglufirði á dögunum þegar blaðamaður Dags var þar á ferðinni. Siglfirðingur ný- kominn og orðinn mikið og glæsiiegt skip sem verið var að gera klárt á veiðar. Þá var verið að landa úr Sigluvíkinni sem hafði komið að landi með fullfermi. Við hafnar- bakkann er Dráttarbraut Siglufjarðar, gamalt og gróið fyrirtæki með sína aðstöðu. Þar höfðu menn í nógu að snúast en Þórarinn Vilbergs- son verkstjóri gaf sér samt tima til að spjalla aðeins við blaðamann. Aðspurður sagðist Þórarinn vera fæddur Stöðfirðingur og vera orðinn löggilt gamalmenni 67 ára. Hann hefði komið hing- að frá Akureyri, þar sem hann hafi lært tréiðn, árið 1945 til að vera verkstjóri við byggingu Síldarverksmiðja ríkisins sem voru byggðar hérna árin 1945- 46. Dráttarbrautin hafi verið stofnsett um 1940 og hann hafi tekið hana á leigu fyrir tuttugu árum. Síðan hafi Byggingafé- lagið Berg keypt fyrirtækið fyrir fjórum árum og Dráttarbrautin því rekin í tengslum við það fyrirtæki í dag. Þórarinn sagði nóg að gera bæði hjá Dráttar- brautinni og Bergi. Alveg feiknamikið að gera hjá þeim í slippnum í sumar og búið að lofa verkum langt fram á vetur. Þetta væri svo sem ekki óvana- legt hjá þeim í slippnum, þeir hefðu alltaf haft nóg að gera og vissu ekki hvað verkefnaskortur væri. „Við getum tekið allt að 150 tonna skip upp í slippinn og þjónum meirihluta þessarar stærðar bátaflotans alveg frá ísafirði og vestur á Drangsnes. Já,ég tel okkur vera vel í stakk búna til að sinna þessum verk- efnum. Við erum með góða smiðju hérna sem við höfum haft góða samvinnu við í sam- bandi við alla vélavinnu, Véla- verkstæði Jóns og Erlings. Sér- staklega í sambandi við stærri verkefni eins og t.d. í vetur þeg- ar sjór skemmdi brýrnar bæði á Sigluvíkinni og Sveinborginni,“ sagði Þórarinn Vilbergsson. Þá kvað hann mjög gott atvinnulíf vera á Sigluíirði og búið að vera það lengi. Þar hefðu allir nóg að gera. -þá Frá dráttarbrautinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.