Dagur


Dagur - 02.09.1986, Qupperneq 1

Dagur - 02.09.1986, Qupperneq 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 2. september 1986 162. tölublað FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Simi 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Fjárdráttarmálið hjá Pósti og síma: Upphæöin er 7,2 milljónir Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá ríkissaksóknara- embættinu í gær hefur verið gefin út ákæra í fjárdráttarmál- inu sem kom upp á pósthúsinu á Akureyri fyrr í sumar. Málið hefur verið sent til dómsmeð- ferðar hjá sýslumanninum í Eyj afjarðarsýslu. Maðurinn mun vera ákærður fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og hljóðar upphæðin, sem hann er ákærður fyrir að hafa dregið sér, upp á liðlega 7,2 milljónir. Dagur hafði í gær samband við Ólaf Ólafsson hjá sýslum'anns- embættinu en hann neitaði alfar- ið að tjá sig nánar um innihald ákæruskjalsins. JHB Brennuvargur gengur laus „Ég held að ég verði að svara því játandi að okkur grunar að brennuvargur gangi laus í bænum,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri á Akureyri er Dagur ræddi við hann í gær. tækifærið og biðja fólk um að vera á verði, safna ekki eldfimum hlutum og rusli við hús sín, og læsa bæði bifreiðum og híbýlum á nóttunni. gk-. I gær urðu forstjóraskipti hjá Sambandinu, þegar Erlendur Einarsson lét af starfi og Guðjón B. Olafsson tók við. Með þeim á myndinni er stjórnarformaður Sambandsins, Valur Arnþórsson. Mynd: Róben Ágústsson. Steinullarverksmiöjan: hefur aukist Eins og Dagur skýrði frá í gær er talið mjög líklegt að um íkveikiu hafi verið að ræða er eldur kom upp í húsi við Eyrar- veg og í bíl við Fjólugötu fyrir helgina. í framhaldi af þessu hafa vakn- að spurningar um hvort um íkveikju geti hafa verið að ræða ef litið er til fleiri bruna sem orð- ið hafa í bænum á þessu ári. Tómas Búi sagði að menn hefðu ekkert í höndunum sem benti til þess. Hann vildi hins vegar nota Ingvar hættir á þingi Ingvar Gíslason, þingmaður Framsóknarllokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Ingvar tilkynnti þessa ákvörð- un í lok ræðu sinnar á þingi SUF á föstudaginn. „Norðurlandskjördæmi eystra hefur verið og er enn höfuðvígi Framsóknarflokksins. Ég hef tekið þátt í að verja það vígi 9 sinnum, en hyggst nú gera hlé á,“ sagði Ingvar meðal annars. Ingvar á langan og gifturíkan feril að baki. Hann hefur setið á aiþingi í 25 ár og var m.a. menntamálaráðherra í síðustu ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. BB Salan „Þetta eru samningar sem voru í rauninni gerðir í fyrra en það var ekki gengið formlega frá þeim fyrr en í vor,“ sagði Þórður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Steinullarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki, þegar hann var spurður um samninga sem SteinuIIarverk- smiðjan gerði við Ríkisskip fyrir nokkru. Samningarnir kveða á um að allir flutningar á sjó fyrir Steinullarverksmiðj- una verði í höndum Ríkis- skipa. Þegar Þórður var spurður hvernig salan gengi þessa dagana sagði hann að hún væri að aukast mikið. Sagðist hann einnig eiga von á að það ætti eftir að koma kippur í hana samfara breyting- um á húsnæðislánakerfinu. Gerð var áætlun sem hljóðaði upp á sölu á 90 þúsund rúmmetrum af steinull á þessu ári og sagðist Þórður telja að sú áætlun yrði ekki fjarri lagi. Fjórðungsþing Norðlendinga sem haldið var á Siglufirði um helgina var hið fjölmennasta sem haldið hefur verið, en þingið var hið 28. í röðinni. Þingið sátu 85 fulltrúar auk gesta og samtals komu hátt á annað hundrað manns til Siglu- fjarðar til þinghaldsins. Pórður sagði að reiknað hefði verið með að það tæki 2-3 ár fyrir verksmiðjuna að vinna sér fulln- aðarsess á markaðnum og hann sæi ekkert sem ætti að geta kom- ið í veg fyrir að það stæðist. „En við erum alltaf með töluverða vöruþróun í gangi og það tekur tíma að vinna nýjum vörutegund- um sess. Nú eru 2-3 nýjar vöru- Tvö ungmenni voru tekin á Akureyri um helgina með hass í fórum sínum, alls 8 grömm sem þau höfðu ætlað til eigin neyslu. Að sögn Daníels Snorrasonar rannsóknarlögreglumanns á Á þinginu var Valtýr Sigur- bjarnarson bæjarstjóri á Ólafs- firði kosinn formaður Fjórðungs- sambandsins og Jón Guðmunds- son, Óslandi, varaformaður. Aðrir í stjórn eru Gunnar Ragn- ars Akureyri, Adolf Berndsen Höfðahreppi og Jón Dýrfjörð á Siglufirði Umræður um þær tillögur sem tegundir á teikniborðinu hjá okk- ur sem koma væntanlega á mark- að með haustinu og ég á von á að það taki a.m.k. eitt ár fyrir okkur að vinna þeim sess, ef það tekst á annað borð. Það verður að koma í ljós hvað hér er um að ræða en þetta eru allt vörutegundir sem eru nýjar á einangrunarmarkaðn- um. Én það eru erfið uppvaxtar- Akureyri hefur ekki orðið vart við að hass væri í umferð í bæn- um að undanförnu. Þó sagði Daníel að alltaf lægu vissir aðilar undir grun um að hafa fíkniefni undir höndum en erfitt væri að sanna slíkt. gk-. fram voru lagðar á þinginu fóru að mestu fram í nefndum, en til- tölulega litlar umræður urðu um þær við afgreiðslu mála, þannig að óhætt er að fullyrða að góð samstaða hafi verið um málefni Fjórðungssambandsins. I opnu blaðsins í dag er nánar gerð grein fyrir störfum þingsins. G.Kr. mikiö ár í svona rekstri, hann er dýr peningalega, þannig að það er ekki óeðlilegt að reikna með tveimur til þremur árum í upp- byggingarstarfsemi," sagði Þórð- ur Hilmarsson. JHB Á mánudag í síðustu viku landaði Hrúnbakur rúmlega 138 tonnum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Sléttbakur land- aði þann 28. júlí 184 tonnum. Kaldbakur landaði þann 22. júlí rúmlega 131 tonni og Harð- bakur kom að landi þann 20. júlí með rúmlega 267 tonn. Harðbak- ur landaði í gær um 230 tonnum. Starfsmaður útgerðarfélagsins sagðist ekki hafa nákvæmar tölur yfir hversu mikið væri eftir af kvóta togara félagsins, „en það gengur svo sannarlega á hann," eins og hann orðaði það. -mþþ Fjórðungssamband Norðlendinga: Valtýr kjörinn formaður Ungmenni tekin með hass

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.