Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 14

Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 5. september 1986 erlendur vettvangur- - í tekkskógum Norður-Thai- lands sitja stórvöxnustu nemendur heims á skólabekk. Eftir sex ára nám eru fílar útskrifaðir sem „faglærðir skógarverkamenn“ Plai Kampang (skírður eftir þorpinu sem hann fæddist í) er oftast í vondu skapi þegar hann er vakinn klukkan sex á morgn- ana. Úrillur kastar hann til höfð- inu með strítt unglingshárið standandi út í allar áttir og stapp- ar rymjandi niður fætinum. Aug- unum, sem venjulega eru svo blíð og róleg, gjóar hann gremju- lega til kennarans. En hann bíður hinn þolinmóðasti, þangað til þessi hálfvaxni unglingur hefur rasað út. Plai Kampang er átta ára nem- andi í eina skólanum sinnar teg- undar í heiminum - starfsþjálfun- arskóla fyrir fíla í Pang-la, mitt inni í tekkskógum Norður-Thai- lands. Um þurrkatímann á hverju ári tekur skólinn við hálfri tylft þriggja til fimm ára gamalla nýnema til sex ára náms, sem lýk- ur með „starfsréttindum“ sem faglærður skógarverkamaður. Jafnvel núna á tímum fjór- hjóladrifs-farartækja, getur skógarhöggið ekki verið án fer- fætlinganna. Á stöðum sem varla er nokkur leið að ryðja veg gegn- um viðarþykknið fyrir skógar- höggsmenn með vélsagir og dráttarvélar til að flytja trjástofn- ana burt, þramma fjórfættu fer- líkin hiklaust í gegn. Eftir starfs- ævina er þeim launuð dygg þjón- usta með elliframfærslu, sem er a.m.k. jafngóð þeirri sem tvífætt- ir Thailendingar njóta. Sextugir að aldri losna fi'larnir við aktygin og þiggja sem ellilífeyrisþegar fría umönnun og læknishjálp til æviloka, oftast um sjötugsaldur- inn. En þótt skógarverkafólkið njóti góðra daga í ellinni, verður það að þola ýmislegt mótlæti við upphaf skólagöngu í bernsku, og þá fyrst og fremst aðskilnaðinn frá mæðrum sínum. Það var fyrir um 100 árum að breskir timburkaupmenn í Thai- landi hófu tamningu villtra fíls- kálfa, en þá hafði hún lengi tíðk- ast í Indlandi og Burma. í dag eru hins vegar nemendurnir allir afkvæmi taminna foreldra, sem þó hafa varðveitt náttúrlega ást foreldra til barna. Fyrst er móðirin hlekkjuð við risavaxið tré sem hún getur hvorki í bræði né angist losað sig frá. Síðan er barnið hennar rekið inn í trégirðingu, þar sem það verð- ur að dúsa þangað tii bæði hafa róast, oft ailmarga daga. Á með- an skelfur þorpið af trampi henn- ar og reiðiöskrum. Til þess að létta aðskilnaðinn eru dýralæknar fíla- skólans nú aftur farnir að nýta sér forna aðferð. Peir láta innfæddan „lækningamann“ sjá um fóðrun- ina, en hann bætir gras- og syk- urreyrsmáltíðirnar með dular- fullri blöndu af rótum, blöðum og sveppum, sem hefur deyfandi og róandi áhrif á móður jafnt sem barn. Þegar fílskálfurinn er kominn í þjálfunarskólann hittir hann mahout, þ.e. kennarann sinn til- vonandi. Hér hefur hver nem- andi einkakennara, nokkuð sem er óhugsandi í skólum mennskra barna. Eftir lokaútskrift heldur hver fagverkamaður sínum mahout sem verkstjóra í framtíð- arstarfinu. Fyrsti fundur nemanda og kennara ræður um það úrslitum hvort þeir eyða starfsævinni sam- an upp frá því. Fílar sjá illa, og stærð eyrnanna er ekki í neinu hlutfalli við heyrnina. En lyktar- skyn þeirra er ótrúlegt. Fíllinn verður að þýðast lyktina af sínum mahout, ef þeir eiga að geta unn- ið saman alla ævi. Það merkir þó ekki að aldrei hlaupi snuðra á þráðinn milli þeirra. „Fílabörn eru eins og mannabörn,“ útskýrir skóladýralæknirinn Preecha Phongkum. „Stundum eru þau glöð og kát, stundum niðurdreg- in; stundum eftirlát, stundum þrjóskufull. Að eðlisfari eru þau löt og værukær." Einstöku sinn- um verða þau líka skyndilega óútreiknanleg og jafnvel árásar- gjörn. Pá getur komið fyrir að mahout fái vel útilátið rana- eða skögultannarhögg. Raunar eru aðeins karldýr Asíufílsins með skögultennur, á móti báðum kynjum afríska fílsins. Það er þó afar sjaldgæft að svona árekstrar verði svo alvarlegir að leiði til skilnaðar fíls og mahouts. Venjulegur skóladagur hefst með því að nemendurnir eru leiddir frá svefnstöðunum í skóg- inum heim í morgunleikfimina í skólaportinu. Á eftir fá þeir tyrst að sprauta nokkrum rana- fyllum af ryki og sandi yfir kroppinn, eru síðan vandlega kembdir og stroknir af mahout og loks reknir í bað í ánni. Að öllu þessu loknu byrjar þjálfunin. Skipanir glymja, og ekki dugir annað en að hlýða þeim. Að öðrum kosti má eiga von á höggum til áréttingar. Skipunin ma merkir „áfram gakk“, how „staðar nem“ og nan „aftur á bak“. Þeir lengra komnu vita líka að map merkir að setjast, song að krjúpa og nim að rísa á fætur. Auk þess læra dýrin að bera mahout, hjálpa honum til að komast á bak og að venjast þungu járnkeðjunum sem þau draga trjástofna með síðar. Þetta er aðeins undirstöðu- námsefnið, en tekur þó marga Sund er daglega á stundaskránni. Þá eiga kennararnir heldur ekki frí. Þeir þurfa meðal annars að þvo börnunum bak við eyrun! Sá sem missir trjástofn fær einn bak við eyrun. Meistarinn fylgist með hverju ranataki við flutning á tekkviðarstofnum í æfingatímunum. Fílabörn eru ekki alltaf í skapi til að læra fremur en mannabörn. Hér þrammar hinn átta ára gamli Plai Kam- pang gegnum skólaportið og rífst og skammast af því að hann á að fara í tíma. mánuði og alltaf samkvæmt sömu stundaskrá: Sex klukkustundir kennsla og skógartrimm eftir hádegið (með trjádrumb bundinn við annan afturfótinn til að dýrin hlaupi ekki of langt í burtu). Sumarfrí er yfir hitatímann í mars, apríl og maí, og svo er auð- vitað frí á öllum hátíðisdögum Búddatrúarmanna. Hið eiginlega sérnám til fag- verkamanns við tekkviðarhögg hefst oftast á þriðja skólaári. Við síerfiðari verklegar æfingar í skóginum eru lærlingarnir þjálf- aðir til að leysa þrautir sem hver sirkusfíll gæti verið fullsæmdur af. Þeir smeygja sér liðlega milli trjánna með mahout og tækja- búnað á bakinu, með rana og skögultönnum brjóta þeir laus tré sem sagað hefur verið í, og ef þau eru of þung fyrir einn draga þeir þau tveir og tveir í gegnum kjarr- þykknið með ótrúlega samhæfð- um hreyfingum, og hlaða þeim loks upp í reglulegan stafla. Eft- ir enn meiri þjálfun leysa þeir verkefni sem ekkert vélknúið far- artæki ræður við. Þeir draga risa- stóra tekkstofna með keðjum gegnum frumskógarþykknið og ryðja sér braut um leið. Þannig flytja þeir þá á staði þar sem jarð- ýtur eða þungaflutningatæki geta tekið við þeim. Flestir mahoutar eru kvæntir. En allan þann tíma sem þeir eyða með fílunum, fyrst í skólanum og síðar í skógarhöggs-búðunum, hitta þeir fjölskyldur sínar sjald- an þótt þær búi í nálægum þorpum. Það er því kannski ekk- ert undarlegt þótt sumir mahout- ar kynnist fílnum sínum nánar en eigin börnum. „Fílarnir elska mahouta sína,“ skrifaði Dr. Amnuay Corvanich, sem Iengi var yfirmaður thai- lenskra skógarmála, í úttekt á virkni starfsmannahópa sinna. Og þessi hörkutól bregðast við af mikilli viðkvæmni ef meistari þeirra á erfitt. Þetta kemur skýrast í ljós þeg- ar mahout kemur aftur úr heim- sókn til fjölskyldu sinnar. Þá er hann stundum í leiðu skapi - af því að skilnaðurinn var erfiður eða vegna einhvers ágreinings við konu eða börn. Ferfætti vinnufé- laginn sýnir strax merki um áhyggjur sínar. Hann lætur eyrun hanga og neytir hvorki matar né drykkjar. Annars má reikna með að fullvaxinn fíll hesthúsi tveim og hálfum hestburði af grasi á dag ásamt 100 lítrum af vatni. í þessu ástandi lætur hinn áhyggju- fulli fíll ekki einu sinni freistast af uppáhaldsmatnum sínum, syk- urreyr. Auk þess ann hann sér

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.