Dagur - 05.09.1986, Page 20

Dagur - 05.09.1986, Page 20
Akureyri, föstudagur 5. september 1986 Mýir réttir á helgarseðli Smiðjunnar 3 umferðaróhöpp urðu á Akureyri í gær og voru 2 fluttir á sjúkrahús. Þetta óhapp hér átti sér stað á mótum Hrafna- gilsstrætis og Þórunnarstrætis. Mynd: rþb Kaupfélag Eyfirðinga: 61 þús. fjár slátrað Akureyri: Tveir harðir árekstrar Þrír árekstrar höfðu orðið í umferðinni á Akureyri fyrir kvöldmat í gær, og voru tveir þeirra mjög harðir. Annar þeirra varð á mótum Norðurgötu og Hjalteyrarbraut- ar. Þar skullu tveir bílar saman. Báðir ökumennirnir voru fluttir á sjúkrahús, talsvert skornir á höfði en annars ekki mikið slas- aðir. Báðir bílarnir voru mjög mikið skemmdir eða ónýtir með öllu. Annar mjög harður árekstur varð á mótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis, þar urðu ekki slys á fólki en bílarnir voru mikið skemmdir. Loks varð árekstur á Þórunnarstræti neðan við lög- reglustöðina en hann var ekki mjög harður og engin meiðsli þar. gk-. Kópasker: Fengur með 14 tonn af rækju - Mikil vinna og unnið á vöktum í rækjuvinnslunni Fengur, skipið sem Útgerðar- félag Kópaskers hefur á leigu frá Þróunarsamvinnusjóði íslands, kom úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir Kópaskersbúa á hádegi í gær. Skipið var með um 14 tonn af rækju sem fer til vinnslu hjá Sæ- bliki. Mikil vinna hefur verið í rækjuvinnslunni undanfarna daga. Þar starfa rúmlega 20 manns, en fimm bátar leggja upp rækjuafla sinn hjá fyrirtæk- inu og í dag var starfsfólki fjölg- að og vaktafyrirkomulag tekið upp. IM „Slátrun hefst hjá okkur þann 16. september og er það á sama tíma og venjulega,“ sagði Óli Valdimarsson slátur- hússtjóri hjá KEA á Akureyri. Hann sagði að um nokkra fækkun yrði að ræða varðandi sláturfé, eða senr næmi 10%. í sláturhúsi KEA á Akureyri verð- ur slátrað 36 þúsund fjár, á Sval- barðseyri verða það 13 þúsund og 5 hundruð og á Dalvík um 11 þúsund og 5 hundruð. Ástæðuna fyrir fækkun taldi hann vera að menn hafi verið að fækka hjá sér sauðfé undanfarið ár og marg- ir alveg hættir nú. „Við erum búnir að selja allt okkar dilkakjöt fyrir löngu og höfum flutt kjöt frá Húsavík, Kópaskeri, Þórshöfn og Vopnafirði. Það er því kær- komið að fá nýtt kjöt núna. Þess má geta að við seljum til útflutn- ings um 100 tonn af kindakjöti á ári og tökum það svo í staðinn hjá kaupfélögunum í kring. Þetta byggist á því að kjöt til útflutn- ings er verkað sérstaklega og Nú er sá tími kominn að bænd- ur fara á fjöll að leita sér lamba. Fyrstu göngur hafa þegar verið gengnar og eitt- hvað er búið að rétta en þó má segja að þessi mikli annatími sé í þann mund að hefjast. Á hverju hausti er töluvert um það að fólk úr þéttbýlinu fari í réttir bændum til gagns eða sér til gamans nema hvort tveggja sé. Fólk á sér þá gjarnan sína rétt sem það fer í ár eftir ár. | hafa ekki öll sláturhús leyfi til að vinna kjöt til útflutnings. Þess vegna þurfum við að gera þetta á | þennan veg,“ sagði Óli gej- Undanfarna daga hafa fjall- skilanefndir verið að ákveða réttardaga og hér á eftir fara þær upplýsingar sem blaðinu tókst að afla um réttir nú um helgina. Frekari upplýsinga um þessi mál er að vænta eftir helgi. Húnavatnssýslur: Hrútatungurétt sunnud. 7. september Miðfjarðarrétt sunnud. 7. september Stafnsrétt dagana 10.-11. seotember Grenjaðarstaður: Lögmæt kosning Laugardaginn 30. ágúst fór fram prestskosning í Grenjaðarstað- arprestakalli. Einn umsækjandi var um embættið, séra Kristián Valur Ingólfsson farprestur á Isa- firði. 587 voru á kjörskrá, 301 kaus. Umsækjandinn hlaut 282 atkvæði, 15 seðlar voru auðir og 4 ógildir. Kosningin var lögmæt. Færri bílar fluttir inn „Það hefur dregið verulega úr innflutningi síðustu vikurnar,“ sagði Sigurður Indriðason hjá bifreiðaeftirlitinu á Akureyri, er hann var spurður um inn- flutning bfla sem skráðir eru hjá embættinu. Á þessu ári hafa verið nýskráð- ir um 400 bílar hjá bifreiðaeftir- litinu. En eins og kom fram fyrr í sumar var búið að skrá rúmlega 300 bíla frá mánaðamótum febrúar og mars, þar til snemma í sumar. En nú hefur sem sagt dregið verulega úr innflutningi. „Ég veit ekki hvað veldur nema menn séu búnir að fá nóg í bili. Þó gæti komið önnur skriða aftur, sérstaklega ef farið verður að selja fyrraárs bíla, því nú eru að koma á markaðinn bílar af árgerð 1987 og getur það breytt miklu, því sagt er að mikið sé til af óseldum bílum af árgerð 1986,“ sagði Sigurður. gej- Þingeyjarsýslur Skógarétt laugard. 6. september Húsavíkurrétt laugard. 6. september Tungugerðisrétt sunnud. 7. september Fjallarétt sunnud. 7. september Víkingavatnsrétt sunnud. 7. september Tjarnarrétt mánud. 8. september Hraunsrétt þriðjud. 9. september ET Réttir að hefjast Landssamtök sauðfjárbænda: Markaðsmálin eru efst á Fyrsti aðalfundur Landssam- taka sauðfjárbænda var hald- inn að Hólum í Hjaltadal helg- ina 23.-24. ágúst. Samtökin voru stofnuð að Hvanneyri í ágúst 1985 og fjalla þau um margvísleg hagsmunamál sauðfjárbænda þó jafnan hafi markaðsmál verið efst á baugi. Á þessu fyrsta starfsári félags- ins hélt stjórnin sex fundi og reyndi hún að fylgja eftir þeim fjölmörgu ályktunum og tillögum sem fram voru bornar á stofn- fundinum. Sem dæmi um þetta má nefna breytingar á kjötmati, bætta meðferð kjöts í sláturhús- um og síðast en ekki síst stórátak í útflutnings- og markaðsmálum. Aðalfundinn sátu 42 fulltrúar auk stjórnar og nokkurs fjölda gesta. Þeirra á meðal var Jón Helgason landbúnaðarráðherra sem flutti ávarp. í skýrslu stjórnar sem lögð var fram á fundinum segir meðal annars í kafla um markaðsmál: „Þegar við framleiðendur vit- um hvaða kjörþyngd markaður- inn bæði hér heima og erlendis vill, ber okkur að leitast við að framleiða þá vöru. Slíkt verður ekki hægt nema með breyttu kjötmati sem tekur mið af þess- um óskum neytenda." Síðar segir: „Sem betur fer búum við íslenskir bændur við innflutn- ingsbann á kjöti en það bann leggur okkur þær skyldur á herð- ar að sinna svo sem hægt er kröf- um markaðarins." Einnig er í skýrslunni minnst á hugmyndir um breytingar á sláturtíma sem að nokkru eru komnar í fram- kvæmd með „léttlömbunum“ svokölluðu. Á fundinum var skipað í nefndir sem unnu að tillögugerð í hinum ýmsu málaflokkum en auk þess komu fram nokkrar tillögur frá einstaklingum. Alls voru sam- þykktar á fundinum um 20 tillög- ur flestar samhljóða. Mestar umræður urðu um tillögu að ályktun um nýjar leiðir og sölu á lambakjöti. Framleiðslunefnd klofnaði í þessu máli og kom til- lagan frá meirihlutanum en minnihlutinn skilaði séráliti. Aö lokum var samþykkt tillaga um þetta efni komin frá þeim sem baugi harðast höfðu deilt á hina fyrri. Tillagan er þess efnis að leita beri allra leiða til að lækka verð á dilkakjöti og er bent á nokkur atriði til lausnar svo sem lækkun á framleiðslukostnaði bænda og milliliðakostnaði. Það sem mest- um deilum olli varðandi fyrri til- löguna var málsgrein sem kvað á um lækkað verð til bænda þ.e.a.s. tekjuskerðingu. Af öðr- um tillögum sem samþykktar voru má nefna þá sem kveður á um bætta meðferð kjöts í slátur- húsum. E.T.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.