Dagur - 05.09.1986, Side 19

Dagur - 05.09.1986, Side 19
5. september 1986 - DAGUR - 19 Verk eftir Örn Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson - Þeir félagarnir eru staddir á Akureyri í dag og kynna verk sitt Örn Þorsteinsson og Thor Vil- hjálmsson hafa sent frá sér verkið Spor í spori. Verkið er árangur samvinnu myndlistar- manns og skálds. Spor í spori eru 18 síður Ijóða og 18 mynda og gefur tölusetning til kynna hverju ljóði og hverri mynd sé skipað saman. Örn hefur gert myndirnar og Ijóðin eru eftir Thor. Verkið er gefíð út í 60 tölusettum og árituðum ein- tökum. Thor hefur ort Ijóðin upp á ensku og hægt er að velja um íslenskan eða enskan texta. Flokkurinn er falur í tveimur sérhönnuðum öskjum, er Örn hefur hannað. Er óhætt að fullyrða að þarna er hinn veglegasti gripur á ferðinni, enda til verksins vandað eins og frekast var kostur. Spor í spori kostar 40.000 krónur og segja kunnugir að langt sé í frá að smurt sé á verðið. Peir félagar Orn Porsteinsson Eyjafjarðarprófastdæmi: Héraðsfundur á sunnudag Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis 1986 verður haldinn í Akureyrarkirkju nk. sunnudag og hefst með guðsþjónustu kl. 1.30 e.h. Séra Vigfús Þór Árna- son Siglufirði predikar, en séra Hannes Örn Blandon prestur í Laugalandsprestakalli og séra Þórhallur Höskuldsson Akureyri þjóna fyrir altari. Organisti verð- ur Jakob Tryggvason og Kirkju- kór Akureyrarkirkju leiðir söng. Meðal þess sem rætt verður á fundinum er efnið „vígð og óvígð sambúð“. Framsögumenn verða Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari og séra Jón Helgi Þórarinsson. Verið öll velkomin í héraðs- fundarmessuna og athugið breytt- an messutíma. og Thor Vilhjálmsson hafa nokkrum sinnum undanfarið stillt saman strengi sína og átt með sér listræna samvinnu. Sam- vinna þeirra hófst með bókinni Ljóð Mynd, en sú bók var gefin út aftur á síðasta ári í enskri gerð. Á þessum grunni byggðu þeir sjónvarpsþáttinn Ljóð Mynd í fyrra fyrir íslenska sjónvarpið. Síðan hafa þeir gert enska útgáfu af þeim þætti og einnig sænska að ósk sænska sjónvarpsins, og eru textarnir eftir Thor og fluítir af honum. Þeir Örn og Thor eru nú stadd- ir á Akureyri þar sem þeir eru að kynna verk sitt. Fyrir þá sem áhuga hafa á að ná til þeirra félaga mun best vera að snúa sér til Arnar Inga í Laxdalshúsi, en heimsókn þeirra Arnar og Thors hingað til Akureyrar stendur ein- mitt í tengslum við nefnt hús. -mþþ Helgi Jóseps- son Vápni sýnir í Vín Helgi Jósepsson Vápni sýnir nú 36 verk í blómaskálanum Vín við Eyjafjörð. Sýningin er opin til sunnudags 7. septemb- er og eru öll verkanna á sýn- ingunni til sölu. Er þetta í annað sinn sem Helgi sýnir í Vín, en hann hefur sýnt víða um landið, m.a. þrisvar í Reykjavík, í Færeyjum en oft- ast sagði Helgi hafa sýnt á Vopnafirði þar sem hann er búsettur. Að þessu sinni sýnir Helgi olíumálverk, vatnslitamyndir og snertilist, en slíkrar listar getur sjóndapurt og blint fólk notið til jafns við sjáandi. Myndirnar eru unnar í leir, glerungur settur yfir og festur á plötu með máluðum bakgrunni. Álls eru 9 snertilista- verk á sýningu Helga í Vín. Helgi lauk prófi úr kennara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1974, hann hefur auk þess stundað nám í litamálun við Myndlistaskólann í Reykjavík í einn vetur. Organisti Starf organista hjá Lögmannshlíðarsókn, Akureyri er laust til umsóknar. Starfið getur verið laust nú þegar eða síðar eftir sam- komulagi. Upplýsingar um starfið veita núverandi organisti Áskell Jónsson, sími 96-23978 og sóknarpresturinn séra Pálmi Matthí- asson, sími 96-25962. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar í pósthólf 408, 602 Akureyri fyrir 25. sept. 1986. Sóknarnefnd. Máíverk oq snertilist. HeljlJósefssonSS/ópni Starfsfólk óskast Viljum ráða nú þegar fólk til starfa við sælgætis- framleiðslu. Upplýsingar veitir Sigurður Arnórs- son í síma 22800. Súkkulaðiverksmiðjan Linda. FÓSTRUR og aðrir með hliðstæða menntun/reynslu Vegna forfalla vantar fóstru eða uppeidisfulltrúa að Krógabóli. Við bjóðum spennandi vinnustað, góð kjör, gott starfsfólk (þar af 2 fóstrur) og indæl börn á aldrin- um eins til sjö ára. Lítið inn að Löngumýri 16 Akur eyri (s. 27060) eða hafið samband að kvöldlagi við Halldór 96-25018 eða Örnu 96-22442. Það kemst tilskilaíDegi Áskritt og auglýsingar ® (96) 24222^^ f Herrabúðin Hafnarstræti 92 augtýsir: Stórútsala 30-40% afsláttur Útsalan hefst mánudaginn 8. september. Jakkar frá ............. kr. 3.500 Buxurfrá ............... Irr. 1.365 Karímannaföl frá ... kr. 6.000 Athugið! AIH nýlegar og vandaðar vörur. Skyríur frá............. kr. 565 Ullarstakkar frá .... kr. 3.500 Vattfrakkar frá ...... kr. 5.250 Klæðskeraþjónusta. erruu afnarxtrætU92^Bautahu^uSumtdrL^ími26708r Útsölustaðir Dags í Reykjavík ★Flugbarinn Reykjavíkurflugvelli ★Bifreiðastöð íslands (B.S.I.) ★Bókabúðin Borg, Lækjargötu 2. ★Bókabúð Braga, blaðasala, biðskýli SVR, Hlemmi

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.