Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 5
5. september 1986 - DAGUR - 5 Það máreyna að setja fleiri íslandsmet - Bima Björnsdóttir sunddrottning tekin tali - Góðan daginn Birna. Okk- ur dauðlangar að spjalla dálítið við þig. - Já, allt í lagi. - Nú tókst þú þátt í maraþon- hlaupinu um daginn, varstu eini keppandinn frá Akureyri? - Já, ég held það. Og þykir mér það ansi lélegt. - Hvernig gekk? - Ég hljóp hálft maraþon- hlaup og gekk bara vel. Það rigndi nokkuð fyrsta spölinn en ágætis veður eftir það. Nei, þetta er ekkert óskaplega erfitt ef maður er í góðri æfingu. - Kannski ekki, en það var önnur íþróttagrein sem ég ætlaði að ræða við þig um. Mér skilst að þú sért upprennandi sund- drottning og hafir sett nokkur íslandsmet? - Já, ég hef sett þrjú íslands- met og einhver Akureyrarmet. - Er uppgangur hjá Óðni? - Það má kannski segja það. Nú æfa nokkuð margir og þjálf- ari er Jóhann Möller, en að vísu þjálfar hann okkur bara af því að það fékkst enginn þjálfari, þannig að ástandið er ekki alveg nógu gott. Svo hefur það alltaf verið þannig að krakkar sem byrja að æfa hætta því yfirleitt um 15-16 ára, ef ekki fyrr. Þeir missa bara áhugann. - Pannig að þetta er eins og í fimleikunum; flestir hætta áður en þeir verða fullorðnir. - Já, því miður gefast krakk- arnir upp of snemma. Hætta kannski áður en árangurinn er almennilega kominn í ljós. - Er nokkur tími fyrir aðrar íþróttir? - Jú, ég hef aðeins spilað fót- bolta með KA í 2. flokki. - Snúum okkur þá frá íþrótt- unum að sinni. Hvað ertu gömul og hverra manna ertu? - Ég er þrettán ára og byrja í Gagnfræðaskólanum í haust. Foreldrar mínir eru Björn Axelsson og Anna Karlsdóttir. Nú, svo á ég tvo bræður. Annar þeirra heitir Axel Björnsson. Hann æfir með unglingalands- liðinu í handbolta, eða réttara sagt æfði með því. Hann er víst orðinn of gamall núna. - Fékkstu eitthvað að gera í sumar? - Já, ég vann við mini-golf- brautirnar sem sundfélagið var með. Krakkarnir í félaginu unnu þarna í sumar. Það veitir ekki af að efla sundfélagið. - Var aðsókn þá góð? - Já, hún var bara mjög góð og ágætt að vinna þarna. - Hvað með önnur áhuga- mál. Hefurðu áhuga á tónlist? - Aðeins, ég hlusta nú ekkert mikið á hana. - Pú ert þá ekki forfallin Duran Duran aðdáandi? - Neeei, eiginlega ekki. - En hvað með aðrar skemmtanir. Finnst þér gaman að dansa? - Ja, ég hef nú lítið kynnst því að fara á ball. Krakkar fara oft í Dynheima eftir að þeir eru byrjaðir í Gagnfræðaskólanum, en ég veit ekki, kannski fer ég eitthvað þangað. - Er ekki bærilegt að vera unglingur á Akureyri? - Jú, það er alveg ágætt. Það er gott að búa hér, fallegt umhverfi og skemmtilegt fólk. - Heldurðu að það sé öðru- vísi að búa í Reykjavík? - Já, það er ábyggilega allt annað. Miklu meira stress og svoleiðis. Meira um unglinga- vandamál. - Jæja Birna. Að lokum lang- ar mig að spyrja þig: Ætlarðu að halda áfram að setja íslands- met? - Já, það má reyna það. - Og halda áfram að æfa í mörg ár? - Alveg örugglega. Ég fer ekkert að gefast upp á næstunni. - Pað er gott að heyra. Ég óska þér góðs gengis og þakka þér kærlega fyrir spjallið. Þá er bara að bíða og sjá. SS Gylfi Ægisson leikur fyrir matargesti föstudagskvöld, laugardagskvöld og sunnudagskvöld Pantanir í síma 96-61751. Verið velkomin. 0!^ Veitingahúsið Brekka Húsnæði Til leigu 350 fermetra húsnæði (efri hæð) á góðum stað í bænum. Lofthæð er 3 metrar. Húsnæðið hentar fyrir margháttaða starfsemi - léttan iðnað - skrifstofur - þjónustu - verslun. Sala á húsnæðinu hugsanleg. Tilboð óskast. Upplýsingar í síma 24001. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Nemendur og fyrrum nemendur V.M.A. athugið Vegna fyrirhugaðs bókamarkaðar, vinsamlega skilið inn gömlum bókum á sal tæknisviðs, fimmtudag og föstudag milli kl. 17 og 19, merktum með nafni og verðhugmynd. * Léttum undir, verslum ódýrara * Stjórn Skólafélags V.M.A. FJölskyldutílhod á Súlnabergí sunnudaginn 7. sept. Spergilsúpa, reykt grísalæri með rauðvínssósu Aðeins 360.- Frítt fyrir börn að 6 ára aldri. Hálft verð fyrir börn frá 6-12 ára ★ Laugardagskvöldið 6. sept Kristinn Örn Kristinsson og Lilja Hjaltadóttir leika fyrir matargesti Dansleikur Hin stórgóða hljómsveit Geirmundar Valtýssonar heldur uppl stanslausu fjöri til kl. 03. ATH. Sídastidansleikur hj/ómsvoHar Geirmundar Vaitýssonar á hóteiinu í suntar Matargestir ath. að panta borð tímanlega því síðustu helgar hefur verið uppselt í mat Verið velkomin. HÓTEL KEA ^ AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.