Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 5. september 1986 . I /ya . Nú er aðeins opið um helgar í Laxdalshúsi. En á það skal bent að hægt er að panta hús- ið á öðrum tímum fyrir fundi og veislur hvers konar. Boröapantanir í símum 22644 og 26680 Sjáumst í Laxdalshúsi Atvinnurekendur Höfum dreifingu á vinnusloppum, mislitir og hvítir, fyrir frystihús, sláturhús, kjörbúðir svo og sláturhúsaskyrtur, húfur mislitar og hvítar. Einn- ig íslenska þjóðfánann. Allt er þetta frá saumastofu KS Hofsósi. Borg sf. Fjölnisgötu 4b, 600 Akureyri. S. 96-22536. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Krabbameinsleit Konur 20 ára og eldri Leitarstöðin er tekin til starfa að loknu sumarleyfi. Tímapantanir eru sem áður alla virka daga frá kl. 8.00 til 17.00 í síma 25511. Starfsfólk Krabbameinsleitarinnar. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Framkvæmdasjóður fatlaðra Með tilvísun til laga nr. 41/1983 er hér með auglýst eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra vegna fyrirhugaðra framkvæmda á árinu 1987. Umsóknum, ásamt með greinargerð um fram- kvæmdir, fyrri fjármögnun og áætluð verklok, skal komið á skrifstofu Svæðisstjórnar málefna fatlaðra, Stórholti 1, Ak. fyrir 20. sept. nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Svæðisstjórn- ar í síma 26960 alla virka daga kl. 9.00-12.00. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Vilt þú afla þér aukatekna? Við kynnum að hafa starf sem þér gæti hentað. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra vill ráða til starfa fjölskyldur, sem um skemmri eða lengri tíma gætu tekið til dvalar á eigin heimili fötluð börn eða unglinga. Hámark samfelldrar dvalar hvers einstaklings er 3-5 sólarhringar í mánuði. Hér er um hentugt starf að ræða fyrir heimavinnandi foreldri sem hefur yfir að ráða nægilegu húsrými. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Svæðisstjórn- ar í síma 26960 alla virka daga kl. 9.00-12.00. Nokkur orð af vörum Oft er vitnað í poppstjörnur í greinum eins og þessum eða jafnvel á hinni síkátu rás tvöööö. Hér ætla ég að gefa fólki kost á að læra utan að nokkur gullkorn af vörum Julian Lennon, sem er sonur John Lennon heitins eins og allir vita. Nú, ef menn vilja ekki nota þetta tækifæri til þess að slá um sig í samkvæmum, þá er mér sosum sama. Þá geta þeir bara notið greinarinnar yfir kaffibolla og gleymt henni svo. Sei, sei, sei. „Faðir minn kom mér oft til aö hlæja, enda alveg sérstaklega fyndinn maður. Hann hafði svo- lítið sérstakan gálgahúmor sem fólst í því að gera grín að fólki eða fífla það á annan hátt. Ég má svolítið passa mig, því þetta tók ég uþp eftir honum eins og svo margt annað. Hann var mín fyrirmynd í einu og öllu.“ „Sko, pabbi er ábyggilega í músíkhöllinni á himnum að spila og spinna tónlist með Jimi Hendrix og fleiri köppum eða heimsækja himnesk öldurhús. Alla vega lít ég svoleiðis á hlut- ina. Bíðið þið bara, bráðum kem ég uþp til ykkar og þá verð- ur stuð.“ „(Um son John og Yoko, Sean.) Við sjáumst ennþá frek- ar lítið en ég vona að við verð- um góðir vinir þegar hann stækkar. Ég vona bara að hann verði eins myndarlegur og ég, er hann vex úr grasi." „Draumastúlkan? Þú spyrð ekki um lítið. Dökkleit, blíðlynd og hlý. Kannski samt þannig að votti fyrir Ijósum litum. Sterk- byggð og þolin. Sjálfstæð og alveg robbosslega sæt. Svo þarf að vera gaman að skemmta sér með henni.“ „Mig hefur aldrei langað i neina ímynd. Mér líður best í gallabuxum og nærbol í leti heima hjá mér.“ „Ég er náttúrlega ekkert líkur Prince, en ég er nokkuð vinsæll í Bandaríkjunum. Pöpellinn elskar mig.“ „Fyrstu tvö árin eftir að pabbi dó voru mjög erfið. Bæði fyrir mig og Yoko. Ég var töluvert ringlaður og hún líka. Nú höfum við róast og náð okkur niður. Við skemmtum okkur ágætlega saman.“ „(Um framtíðina?) Kannski gerist ég fjölskyldumaður. Ég veit ekki, ég reyni að horfa ekki fram á veginn heldur lifa fyrir daginn í dag. Kannski klikkast ég og fer að búa á eyðieyju langt frá mönnum og mannvirkj- um, safna hári og skeggi og lifi á róturn."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.