Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 17
5. september 1986 - DAGUR - 17
m. Wuti
Föstudagur. Heima á Fróni þýðir
það fjör, byrjun á helgi. Ég velti
fyrir mér hvernig helgin yrði í
París, hjá okkur skvísunum frá
íslandi sem var raunar helgi alla
ferðina.
Dagurinn byrjaði með Ver-
salaferð. Versali þekkja flestir og
mér dettur ekki í hug að segja
sögu þeirra hér, hún er löng, og
þið finnið hana í fjölmörgum
bókum sem skrifaðar hafa verið
um þessa miklu konungshöll.
Herbergi hallarinnar eru með
ólíkindum mörg, en við heim-
sóttum aðeins 22 þeirra sem fræg-
ust eru. Skemmtilega franska
leiðsögukonan okkar leiddi okk-
ur í gegnum herbergin sem mér
fyndist nú réttara að kalla sali, og
sagði okkur sögur af óhófslífi
kóngafólksins sem þarna bjó.
Efniviður skrauts hallarinnar er
að mestu leyti gull og marmari og
í síðustu sölunum var ég komin
með glýju í augun af öllu þessu
gulli. Það er erfitt að ímynda sér
að það skuli hafa verið lifandi
manneskjur sem þarna bjuggu.
Eftir að hafa marserað um sal-
ina og staðið augliti til auglitis við
myndir af „Lúðvíkunum"
þremur, héldum við út í garð.
Garðurinn er yndislegur, bæði
gróðurinn og þau mannvirki sem
hann prýða. Fegurðin utan dyra
var ekki jafn yfirþyrmandi og að
innan og ég hefði viljað hafa mun
meiri tíma til að spássera um
garðinn, en dagskráin var þétt,
það var margt sem átti að reyna á
aðeins einni viku í París. Af þeim
sökum héldum við heim á hótel
til að snarla eitthvað því eftir
hádegið var á dagskrá að upplifa
tyrkneskt kvennabað, og það er
nokkuð sem engin okkar vildi
missa af.
Áfangastaðurinn var í 4. hverfi
á rue des Rosiers, baðið fræga
Hammam Saint-Paul. Við höfð-
um nú heyrt ýmsar draugasögur
af ótrúlegri virkni þessara bað-
hátta, en vantrúaðar héldum við
af stað.
Á leiðinni gengum við reyndar
fram hjá mosku sem aragrúi
spariklæddra hindúa streymdi út
úr. Að koma þar var eins og að
hafa óvart reikað inn í aðra
heimsálfu. Sjónvarpsfréttakona
sem þarna var stödd sagði okkur
að þeir ættu sinn helgidag, föstu-
dag, og því væri svo fjölmennt.
Áfram var haldið, gengið og
gengið. Loks var svo komið að
því að stíga inn í helgidóminn
þ.e. baðið. Pað var tekið á móti
okkur með pompi og prakt, við
fengum lykla að skápum sem
við vorum lokaðar inni í, í þeim
tilgangi að skrýðast alveg stór-
kostlegum einkennisbúningum
(því miður voru myndatökur
bannaðar). Búningurinn saman-
stóð af risastórum hvítum serkj-
um sem höfðu notkunargildi sem
handklæði, fjólubláum lenda-
vafningum og plastsandölum.
Stórglæsilegar stormuðum við
svona útbúnar í kjallarann og
byrjuðum á því að fara í sturtu.
Hammam gufan var næst á
dagskrá, en hún er aðalatriðið í
fegrunarmeðferð þessari. Þetta
er einhvers konar myntugufa sem
hefur þau ótrúlegu áhrif að eftir
samkvæmisdama hélt uppi stans-
lausu fjöri og sá til þess að hópur-
inn okkar fékk alla þá athygli
sem hægt er að hugsa sér.
Ég borðaði súrsætan asparagus í
forrétt, kálfakjöt í Normandie-
sósu sem aðalrétt og Grand Mar-
nierís í eftirrétt, allt saman ljóm-
andi gott. Skemmtiatriðin voru
til fyrirmyndar, stanslaust til kl.
2.00 um nóttina og skemmtikraft-
arnir þarna fá sér sko engar
„smókpásur". Fyrsta atriðið var
galdramaður, persónulega hef ég
nú ekkert gaman af þeim, en
þessum fyrirgafst, hann var svo
sætur. Pví næst kom eftirherma
(greinilega þeirra Ómar
Ragnars). Hann brá sér í allra
kvikinda líki, og það er langt síð-
an ég hef verið komin eins nálægt
því að p . . . í buxurnar og þegar
hann hermdi eftir Nönu Mou-
skori. Eftir að hann hafði lokið
sér af var komið að rúsínunni í
pylsuendanum, rokkurum sem
þarna eru búnir að rokka í nokk-
ur ár, og það get ég sagt ykkur að
það var ekki nokkur leið að sitja
kyrr, ísinn hristist ofan í mig.
Þegar klukkan var allt í einu
orðin 2.00 og ég bara rétt byrjuð
að skemmta mér ákváðum við
tvær sem vorum allra harðastar í
skemmtanalífinu að skella okkur
í kjallara sama húss, en þar er
leikinn braselískur jass. Um leið
og við stóðum í neðstu tröppunni
mætti okkur suðrænt andrúmsioft
eða réttara sagt loftleysi og hita-
svækja, en tónlistin var svo seið-
andi að við ákváðum að gleyma
óþægindunum. Það var bara
eins og við værum komnar á kjöt-
kveðjuhátíð í Rió, fólkið liðaðist
áfram í „sömbu" og hljómsveitin
var svo ævintýralega góð að ég
trúði varla eigin eyrum.
Þegar svitinn var farinn að
boga af okkur komum við auga á
stórar ávaxtasafaskálar, á einni
þeirra stóð banan, annarri
sitron, og á þeirri þriðju eitthvað
óskiljanlegt. Eftir að hafa dáðst
nokkra stund að því hvað það
væri stórkostlegt að þarna sæist
ekki vín á nokkrum manni, allir
drykkju djús, vorum við stað-
ráðnar í að svala þorsta okkar og
kaupa okkur sítrónusafa. Okkur
fannst að vísu dálítið sárt að
þurfa að borga heila 50 franka
(300 kr.) fyrir eitt djúsglas en lét-
um okkur hafa það, þorstinn var
mikill. Ég skellíi glasinu að vör-
um mér og fékk mér vænan gúl-
sopa, en þvílíkur eldur, þegar ég
náði andanum aftur fengum við
dömurnar nett hláturskast, þarna
var komið eldvatn hið ógurleg-
asta, íslenska brennivínið er bara
eins og móðurmjólk samanborið
við það.
Þegar við höfðum jafnað okk-
ur röltum við heim á leið og
röbbuðum um það á leiðinni að
þarna gengjum við tvær einar túr-
istakellingar og örugglega fullt af
misindismönnum út um allt. í
hvert skipti sem við sáum fólk
ætluðum við að setja upp svipinn
alvarlega, algjöran sparisvip, en
vorum búnar að vanda okkur svo
lengi, að þegar við mættum fólk-
inu skelltum við upp úr.
Það voru þreyttar konur sem
lögðust til svefns þessa laugar-
dagsnótt í París.
Frh. í næsta helgarblaði.
Frá Versölum.
að hafa verið í henni í smástund
byrjar öll hörð húð og dautt
skinn að flagna af, og með því að
nudda létt á sér húðina koma
haugar af ógeði út, en það er síð-
an spúlað af með hálfgerðri
slökkviliðsslöngu. Ég veit að þið
haldið að ég sé að ýkja, þetta er
ótrúlegt. Það er hreint eins og
maður hafi aldrei farið í bað fyrr,
endalaus skítur. Meðferðin er
endurtekin nokkrum sinnum, og
farið í „sauna“ á eftir ef vill, til að
svitna burtu restinni af skítnum.
En ekki var allt búið enn, við tók
nudd með grófum snærishanska
frá toppi til táar. Að því búnu
svömluðum við um stund alls-
naktar í kaldri sundlaug.
Það er hægt að kaupa alls kyns
aukameðferðir þarna', s.s. leir-
maska, hand- og fótsnyrtingu,
hárgreiðslu, nudd og fleira en
við létum okkur nægja að setjast
upp í hvíldarsalinn, sötra heilsu-
drykki, hlusta á þægilega tónlist
og föndra við neglurnar á okkur.
Svei mér þá, ég hélt á tímabili að
ég hefði villst inn í „Dallas“ eða
„Dynasty“ hvílíkur lúxus.
Eftir að hafa eytt 4 klukku-
stundum í þessum ævintýraheimi
héldum við út með silkihúð. Á
heimleiðinni stóð ég sjálfa mig að
því að skima eftir einhleypum
olíufurstum, og horfa löngunar-
augum á silkidragtir í búðar-
gluggunum.
Um kvöldið héldum við áfram
að láta okkur dreyma um heldri
manna líf, þar sem við spásseruð-
um um Camps Elysees, og
mændum á Dior dragtir í búðar-
gluggunum. Áður en ég fór að
sofa strauk ég létt yfir húðina á
handleggjunum á mér, hún var
mjúk eins og barnsrass.
Tíminn flaug áfram, það var
kominn laugardagur og ég rétt
komin til Parísar. Þvílíkur laug-
ardagur, við vorum nefnilega
staðráðnar í að nota allan daginn
í þá skemmtilegu iðju að eyða
peningum. í París er nefnilega
stærsti flóamarkaður í Evrópu,
St. Quen markaðurinn, og þang-
að var haldið.
Ef eitthvað er sérstaklega gert
til þess að ýta undir brjálsemina
og kaupæðið í manni þá er það St.
Quen, en þvílík nautn. Heilu
göturnar af leðurfatnaði, aðrar af
skóm, o.s.frv. Hápunktur versl-
unarferðarinnar var þó veitinga-
;hús sem við heimsóttum í
hádeginu. Þessi ótrúlegi matsölu-
staður er falinn bak við Coke-
auglýsingar og alls kyns dót, og
við komumst aldrei að því hvað
staður þessi heitir, en hann er
víst búinn að vera óbreyttur í tugi
ára. Sigurður Pálsson og Kristín
Jóhannesdóttir fundu hann fyrir
tilviljun fyrir nokkrum árum. Það
var svo sannarlega ekki maturinn
sem laðaði okkur að staðnum,
kjúklingarnir flutu út af diskun-
um í eigin fitu, og rækjurnar voru
komnar vel til ára sinna. Það er
hins vegar annað sem staðurinn
hefur upp á að bjóða. Þarna inni
syngur nefnilega eftirlíking af
Edith Piaf og það er ótrúlega vel
heppnað. Undirleikarinn hennar
kitlaði hláturtaugar okkar án
afláts, hvort sem þið trúið því
eða ekki var hann með ásaumað-
ar augabrúnir og hárkolluna
öfuga á höfðinu, dálítið skraut-
legur sá gamli.
Þarna inni lét ég ævagamla
spákonu, sígauna, lesa í lófa
minn, ég ætla ekkert að segja
ykkur hverju hún spáði en hún
var nösk á fortíðina.
Kl. 6.00 héldum við klyfjaðar
heim. Það reið á að drífa sig, því
stuttur tími var til stefnu fram að
samkvæmislífi kvöldsins. Nú
skartaði hver sínu besta því þessu
kvöldi skyldi eytt „hjá Felix“
(Chez Feliz) en það er veitinga-
staður í „latínuhverfinu" sem
býður upp á fínan og dýran mat-
seðil, en í kaupbæti eru stanslaus
skemmtiatriði allt kvöldið.
Henrietta Heiniken fór með okk-
ur út að borða þetta kvöld því
Helga komst ekki. Þessi alvana
Edith Piaf II.