Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 5. september 1986 Knattspyrna helgarinnar Um helgina veðrur næstsio- asta umferðin í 1. og 2. deild á íslandsmótinu í knattspyrnu leikin og úrslitaleikirnir í neðri deildunum fara einnig fram. í 2. deild leika Einherji og Völsungur á Vopnafirði á laugar- dag kl. 14 en leikir UMFN og KA í Njarðvík og Víkings og KS í Reykjavfk fara fram á sunnudag ieiKa sinn síðasta leik í deildinni á laugardag en þá fá þær ÍBK í heimsókn. Leikurinn fer fram á Þórsvellinum og hefst kl. 14. Tónleikar í Húsavíkurkirkju kl. 14. UBK og Þór leika á Kópavogs- velli í 1. deildinni á sunnudag kl. 16. Leiftur og ÍR leika til úrslita í 3. deildinni kl. 14 á laugardag og fer leikurinn fram á Akureyrar- vellinum. KA og Stjarnan Íeika til úrslita í 2. deild kvenna á sama tíma á laugardag og fer leikurinn fram á Stjörnuvelli í Garðabæ. Stelpurnar í 1. deildar liði Þórs Sunnudaginn 7. september halda Guðrún Sigríður Friðbjörnsdótt- ir sópransöngkona og Ulrik Óla- son píanisti og organisti tónleika í Húsavíkurkirkju. Á efnisskránni verða aríur úr óratóríunni Mess- ías eftir Hendel, íslensk og er- Iend lög af nýútkominni plötu Guðrúnar og lög eftir Friðrik Jónsson organista á Húsavík. Tón- leikarnir hefjast klukkan 17.00. IM Köflóttar barnabuxur st. 116-156. Verð kr. 970.- Fóðraðir barnastakkar og buxur úr vinnufataefni st. 116-149. Verð kt. 2280 settið. Barnakuldagallar st. 104-128. Verð kr. 2598.- settið. Stakkar á fullorðna st. S-M-L-XL. Verð kr. 1950. Flauelsbuxur á fullorðna st. 40-48. Verð 850. Opið laugardaga frá kl. 9-12. Eyfjörö Hjalteyrargötu 4 - sími 22275 E V/SA 0 SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Okkur vantar verkstjóra á kvöldvakt (eöa skiptivakt dv./kv.) og flokks- stjóra á dagvakt og kvöldvakt. Æskilegt er aö viökomandi séu vanir meöferö véla. Umsóknarfrestur er til 12. september nk. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 21900 (220-222). Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 $ SAMBAND fSIENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Óskum eftir að ráða fóik til starfa á næturvakt í skinnaiönaöi. Vaktin er frá kl. 01.35-07 aö morgni. Þarna er um tímabundna vinnu aö ræöa, eöa til mánaðamóta nóv./des. 1986. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 21900 (220-222). Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 Flestir þeir sem fylgjast með íþróttum hafa heyrt nöfn bræðranna Garöars og Gylfa Gíslasona en þeir voru (og eru) tveir af okkar bestu lyft- ingamönnum í olymískum lyft- ingum. Þeir bræður hafa nú síðastliðin þrjú ár, búið í Sví- þjóð og fyrir tæpu ári tóku þeir sér sænskan ríkisborgararétt. Garðar var hér á ferð í vik- unni, ásamt sænskri unnustu sinni og Dagur náði tali af honum og spurði hann fyrst hver aðdrag- andinn að því að þeir bræður fluttu út, hafi verið. „Fyrir rúmum þremur árum lentum við Gylfi í útistöðum við Lyftingasamband íslands, þegar lið íslands var valið á Norður- landamótið. Við vorum ekki sátt- ir við niðurröðunina í flokka fyrir mótið. Á þessum tíma, var sænski landsliðsþjálfarinn í lyftingum staddur hér á landi og hann kom m.a. hingað til Akureyrar. Hann frétti af þeim látum, sem þá urðu Garðar og unnusta hans Marie Svensson. Mynd: KK „Mun auöveldara að stunda æfingar" — segir Garðar Gíslason en hann hefur sænskan ríkisborgararétt og það varð til þess að hann bauð okkur Gylfa að koma út til Sví- þjóðar og æfa og keppa þar. Við fluttum út. til Stoíckhólms Restaurant Laut auglýsir: í vetur opnum viö kl. 14:30. Alla daga með okkar glæsilega kaffihlað- borð, sem er síbreytilegt frá degi til dags. Verðið er hlægilegt eða aðeins kr. 190.- og kr. 80.- fyrir böm yngri en 10 ára. Opnum kl. 18.00 fyrir kvöldverðargesti. Á matseöli okkar um helgina finnið þér m.a. ekta uxahalasúpu með rjóma og portvíni kr. 150.- Rjómasoðinn skötusel með kjörsveppum kr. 390.- Grill steiktur nautavöðvi með gini og einiberjum kr. 750,- o.fl. o.fl. Njótið góðra veitinga í rólegu umhverfi. Við stillum verðinu í hóf Ht.STAtKANT i.aut/ Restaurant Laut Sími 22525 og höfum búið þar síðan og æft og keppt með félagi þarna úti, sem heitir Stokkholmspolicen. Þetta er mjög sterkt félag og það besta þarna úti í dag. í Svíþjóð er keppt í deilda- keppni á milli félaga sem stendur yfir frá því í september og fram í febrúar. Keppt er 5. hverju viku á því tímabili og það félag sem nær bestum samanlögðum ár- angri á tímabilinu vinnur deild- ina. Þetta er geysilega mikil og hörð keppni og er hægt að líkja henni við t.d. knattspyrnuvertíð. í fyrra vann Stokkholmspolicen deildina. Við gátum strax tekið þátt í deildakeppninni eftir að við komum út, því ef þú ert Norður- landabúi, ert þú löglegur í deilda- keppnina." - Hvaða vinnu hefur þú stund- að í Svíþjóð? „Við bræðurnir höfum báðir verið í vinnu hjá póstinum, við sundurliðun bréfa og út- keyrslu. Þetta er létt og góð vinna og hún er þægileg með öll- um æfingunum. Þá hef ég einnig verið að læra nudd og er hálfnað- ur með það nám. Þetta er dýrt nám og er kennt í einkaskóla hér en ég stefni á að ljúka því.“ - At hverju fóruð þið út í það að gerast sænskir ríkisborgarar? „Viö vorum farnir að velta þessu fyrir okkur, enda vorum við undir töluverðum þrýstingi að gera það, t.d. frá þjálfaranum okkar sem einnig er landsliðs- þjálfari Svía. Hann sjálfur er Finni en hefur tekið sér sænskan ríkisbogararétt. Enda fór það svo að viku eftir að ég var orðinn sænskur borgari, keppti ég með sænska landsliðinu í fyrsta skipti. Það var í landskeppni við Finna. Þá hefur maður líka miklu betri möguleika á því að æfa vel. Við erum sendir í æfingabúðir, fáum styrki til æfinga og ýmislegt annað. Tíminn sem fer í þetta er alveg rosalegur og eftir að ég gerðist sænskur borgari er þetta allt mun léttara.“ - Hvað er framundan hjá þér í keppni? „Næsta stórmót sem ég stefni á, er sænska meistaramótið sem fer fram í mars á næsta ári. Allar mínar æfingar núna, miðast við það mót. Af því loknu koma svo öll stórmótin, heimsmeistara- mótið, Norðurlandamótið og Baltic-cup. í fyrra varð ég í öðru sæti í 100 kg flokki, á sænska meistaramótinu. Einnig hef ég tekið þátt í Grand-prix mótum, sem eru peningamót.“ - Þú ert þá ekkert á heimleið á næstu árum? „Nei ég á ekki von á því. Ég er aðeins 23 ára gamall og það er sagt að besti aldurinn fyrir lyft- ingamann sé á tímabilinu 25-32 ára. Ég hef stundað lyftingar í 10 ár og það má segja að ég sé búinn að æfa 4-5 sinnum í viku frá því að ég var 15 ára. En það verður að koma í ljós hvað maður endist í þessu. Ég hefði áhuga á því að koma hingað í einhvern tíma og hjálpa íslenskum lyftingamönnum að komast af stað, t.d. að halda námskeið. Maður hefur lært mik- ið um íþróttina á þessum árum og er fús að miðla þeirri þekkingu hér á landi. Mér þætti ekkert ótrúlegt að ég flytti heim þegar ég hætti í lyft- ingum en nú er maður ekki leng- ur einn um ákvarðanatökur, svo það kemur bara í ljós seinna," sagði Garðar Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.