Dagur - 22.09.1986, Page 5

Dagur - 22.09.1986, Page 5
22. september 1986 - DAGUR - 5 „Dilkamir jafnari en áður“ - segir Hörður Frímannsson verkstjóri í Sláturhúsi KEA Þá er byrjað að reka blessuð litlu fjallalömbin til slátrunar. Hversu sorglegt sem það kann að þykja verður ekki hjá því komist, ja, nema allir gerist grænmetisætur og það er nú tæplega útlit fyrir það alveg í bráðina. Slátrun hófst í Slátur- húsi KEA 16. september og mun standa til 21. október. Áætlað er að slátra 36.000 fjár í haust, það er sú tala sem bændur hafa gefið upp, en þegar upp er staðið verður tal- an yfirleitt lægri en áætlað hafði verið. Bændur heimta aldrei allt fé af fjalli, selja líf- lömb og fleira getur komið til. Hörður Frímannsson er verk- stjóri í sláturhúsinu. Hann byrj- aði fyrst að vinna þar 1937, en hefur verið samfleytt síðan 1964 og verkstjóri síðan 1965. Hörður var spurður hvort það væri mun- ur á fé nú og hér áður fyrr. „Já, mér finnst fé mikið hafa batnað. Áður fyrr var meiri mismunur á fé, það er miklu jafnara núna. Það er ræktunin sem þannig hef- ur skilað sér.“ - Nú er alltaf verið að tala um kjötfjöll, er sífellt slátrað fleira fé frá ári til árs? „Nei. Það er um 10% fækkun frá því í fyrra. Þá var áætlað að slátra 39.000 dilkum, en það skil- aði sér reyndar ekki allt. Það sem veldur þessum kjötfjöllum er að hér áður fyrr var flutt út mikið af kjöti, aðallega á Bretlandsmark- að.“ - Fer kjöt héðan út um allt land? „Nei. Við gætum selt allt kjöt af því sem hér er slátrað á svæð- inu, en vegna plássleysis getum við ekki geymt allt kjötið og því fer hluti af því til útflutnings. í fyrra fóru um 100 tonn til útflutn- ings og síðan urðum við að fá svipað magn frá öðrum sláturhús- um.“ Sláturhús KEA var byggt árið 1929 og er því orðið 57 ára Séð yfir salinn. Skepnan er aflífuð, þá tekur við blóðbandið sem er lengst til hægri, síðan er fláningsbandið. Lengst inni í salnum er skrokkurinn hífður upp og innyflin tekin innan úr honum. Þá er hann kominn nokkurn veginn í það horf sem neytandinn fær hann í. gamalt og er víða orðið þröngt. Að sögn Harðar er húsið fremur lítið, svipað að stærð og slátur- húsið á Hvammstanga, á báðum stöðum er slátrað um 1500 dilk- um á dag. „í rauninni gætum við slátrað meira, en höfum ekki aðstöðu til að frysta meira á dag.“ Miklar framfarir hafa átt sér stað í slátrun undanfarin ár. Sama aðferðin var notuð til 1978. Nýja aðferðin miðar að því að gera vinnuna léttari og auka hraðann í vinnslunni. í haust var tekin í notkun ný tegund af fóta- klippum og sagðist Hörður ekki vita til að þær væru til í öðrum sláturhúsum í landinu. Eftir stutt spjall við Hörð sýndi hann blaðamanni það ferli sem fjallalambið fer í sláturhúsinu. Hörður Frímannsson, verkstjóri. Reyndar ekki alveg frá upphafi, heldur hófst ferðin við blóðband- ið, þar sem dilkarnir tóku síðustu dauðateygjurnar, heldur óskemmtileg sjón, en þetta venst víst. Á blóðbandinu eru hausarn- ir skornir af. Af blóðbandinu fer skrokkurinn yfir á fláningsband- ið, þar eru fæturnir klipptir af með klippunum góðu, rist fyrir og fláð. Þá er skrokkurinn hengdur upp, þveginn og innyflin tekin innan úr. Aftur þvegið, snyrt og bógbundið. Næstur er dýralæknir sem metur hvort skepnan hefur verið heilbrigð og ef svo er taka matsmenn við og meta skrokkana í gæðaflokka, sem nánar verður skýrt frá síðar. Eftir þetta er kjötið kælt niður í 6-8 tíma, klætt í plast og grisju og síðan fryst og þar bíður það eftir að verða ljúffengar steikur á borðum landsmanna. Eftir rölt um efri hæðina förum við niður á þá neðri. Þar eru vambirnar losaðar og þvegnar, blóðið sett í tank og kælt, haus- arnir snyrtir og hjörtu, nýru og lifur hreinsað og flokkað. Þar fer einnig fram slátursala. Er blaðamaður Dags var á ferð í sláturhúsinu var Hansína María Haraldsdóttir að meta skrokk- ana, en vanalega er hún að vigta. „Ég var að fitumæla. Við höfum til þess sérstakan mæli sem mælir fituþykktina á síðu. Ef fitan fer yfir ákveðið mark fellur dilkurinn um flokk. Ef fitan fer yfir 12 mm fer hann í svokallaðan O flokk, sem er sérstakur fituflokkur. í haust voru fitumörkin hert og ég get nefnt sem dæmi að í gær fór 4. hver skrokkur í O flokk hjá einum bónda. En bændurnir koma oft með vænstu lömbin fyrst og þetta gæti því átt eftir að lækka,“ sagði Hansína. Auk O flokksins er stjörnuflokkur, sem er bestur og 1., 2., 3. og4. flokkur. Bændur fá greitt fyrir kjötið eftir því í hvaða flokkum það lendir. „í rauninni er besta kjötið af feitu lömbunum. Það er ódýrara og þú hefur þá í rauninni efni á að henda fitunni og færð úrvals kjöt. En neytendur vilja magurt kjöt og þá verður að gera eitt- hvað, fólk virðist ekki hafa áttað sig á að það er hægt að henda fit- unni,“ sagði Hansína og þá vitum viö það. ^ -HJS Dýralæknir metur heilbrigði skepnunnar og síðan eru skrokkarnir gæöa- flokkaðir. Nú vilja neytendur heldur magurt kjöt og því eru mögrustu skrokkarnir bestir. Matsmenn hafa þar til gerðan fltumæli og ef fltan er þykkri en 12 mm fellur skrokkurinn um gæðaflokk. Hansína María er fyrir miðri mynd, líklega að fitumæla. Myndír: hjs Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur veröur mánudaginn 22. sept. kl. 20.30 í Eiðsvallagötu 6. Fulltrúar flokksins í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Herragallabuxur stærðir 30-36 verð kr. 850,00 Handklæði margar gerðir og stærðir. Verð frá kr. 198,00 Hinir margeftirspurðu lappar eru komnir stærðir 26-33 verð kr. 330,00 og stærðir 36-45 verð kr. 368 Stígvél í stærðum 20-48 Gúmmískór stærðir frá 26-46 verð frá kr. 415,00 Vinsamlegast athugið að lokað er í hádeginu en opið á laugardögum frá kl. 10-12 Eyfjorö Hjalteyrargötu 4 ■ simi 22275 VISA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.