Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 25. september 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÓLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.__________________________ Mikilvægi skinnaiðnaöarins Nú stendur sláturtíð sem hæst, sú uppskerutíð þegar afurðir landsins skila sér og breytast í þau verðmæti sem felast í fæði og klæði, kjöti og ull, sem mennirnir geta nýtt sér beint. Reyndar hefur áróðursstríðið gegn landbúnaðinum verið svo magnað á undanförnum árum að fjöldi fólks er hættur að skilja að þessi atvinnugrein framleiðir verðmæti í stórum stíl og skapar fjölda manns atvinnu, bæði beint og óbeint. Þessu veldur fyrst og fremst of mikil framleiðsla kindakjöts miðað við markaði innanlands og utan. Þetta vandamál hefur farið sístækkandi með mjög breyttum neysluvenjum þjóðarinnar, sem hefur nú miklu meira úrval matvæla að velja úr en áður. Lengst af þessari öld hafa kynbætur sauðfjár einkum beinst að auknum kjötgæðum og meira kjötmagni. Hvað varðar afurðir sauðfjárræktar- innar hafa verðmætahlutföllin staðið þannig um alllangt skeið, að af verðmæti hvers dilks hefur kjöt og slátur skilað um 80%, en ull og gæra um 20%. Ýmis rök benda nú til þess að rétt sé að endur- skoða þessi mál gaumgæfilega og að kynbótum á sauðfé verði í framtíðinni beint meira að bættri ull og gærum en verið hefur. Stafar þetta af erfið- leikum í kindakjötssölunni og einnig því, að ull og gærur eru mikilvægt og eftirsótt hráefni til iðnað- ar hér á landi, sem veitir fjölda fólks atvinnu á ýmsum stigum vinnslunnar. Jafnframt er þessi iðnaður útflutningsgrein, sem sannað hefur til- verurétt sinn. Hann ræðst öðru fremur af sér- stöðu þessara vara og gæðum. Þó að ull og gærur af íslensku fé sé kostamikið hráefni, eins og vel kemur fram í úttekt á þessum málum í Búnaðarblaðinu Frey nýlega, er margt sem betur má fara í framleiðslu þessara vara. Sumt af því varðar meðferð fjárins hjá bændum eða meðferð afurðanna eftir að þær eru komnar í vinnslustöðvarnar. Annað varðar kynbætur fjár- ins og þar byggjast framfarir á árangri í starfi búvísindamanna. Eins og áður var nefnt á sauðfjárrækt í vök að verjast um þessar mundir vegna söluerfiðleika á kindakjöti. Því miður eru ekki miklar líkur á að breyting verði að svo miklu marki í innanlands- neyslunni, sem mestu skiptir, að staða sauðfjár- ræktarinnar eigi eftir að lagast til muna. Hin erf- iða staða hennar er jafnframt mesta ógnun gegn viðhaldi byggðar í sveitum sem liggja fjærst þétt- býli. Eins og fram kemur í Frey er íslenskur skinnaiðnaður einn sterkasti samherji hinna dreifðu byggða í því að öflug sauðfjárrækt verði áfram stunduð hér á landi. Því ber að koma til móts við þarfir hans með eins góðu hráefni og kostur er. Til þess þarf samstarf og samhug bændanna, starfsmanna sláturhúsanna og skinnaiðnaðarins. HS _viðtal dagsins.__________ „Haustfiskurinn var svo tiyggur - hann var alveg gefinn“ - Sighvatur P. Sighvats tekinn tali á gömiu bryggjunni á Sauðárkróki „Það gerði báru á þriðjudag- inn og þá kom þessi drulla í netin,“ sagði hinn gamli sægarpur Sighvatur P. Sig- hvats þegar blaðamaður Dags rakst á hann föstudag einn fyr- ir skömmu þar sem hann var að hreinsa þara úr kolanetum fyrir sunnan skúr á gömlu bryggjunni á Króknum. Og Sighvatur hélt áfram. „Það er orðin svo drullan hérna á grunninu að það er ekkert svipað og það var. Það hefur samt oft komið mun meira en núna, en það er sama það er orðið tíu sinnum verra en það var. Svo er ábyggilegt að Fagranesboðinn er alltaf að ganga upp, landið gengur upp, alla vega bætir ekki ofan á það.“ - Hefur þú alltaf verið á sjónum? „Ég vann í sumarfríunum mín- um hjá símanum hérna áður, elskan. Þetta var ekkert verð á fiskinum og annað að maður fékk aldrei borgað fyrr en eftir áramót þótt við söltuðum þetta að vor- inu.“ - Varstu þá mikið á trillunum? „Já eftir að þær komu um 1930. Fyrst kom gamli Ægir sem þeir keyptu; Abbi heitinn, Val- garð og Mangi Bjarna og síðan keyptu þessir sömu Njörð að við- bættum Sigurjóni heitnum Pét- urssyni sem fórst á honum ’35. Þá keypti Snæbjörn heitinn Andvar- ann og Bjarni og Steindór Öld- una.“ - Var styttra þá á fengsælli mið en er í dag? „Já, þá var fiskur á firðinum, annað var það nú ekki sem var þægilegra upp á að gera út héðan þá en í dag. Þá þurfti alltaf á hverju kvöldi að taka hvern ein- asta bát upp, var aldrei hægt að skilja þá eftir við bryggju. Þeir voru teknir upp með spili eins og er þama,“ sagði Sighvatur og benti á gamalt spil á bryggjunni. „Þetta gekk samt ágætlega, en svo þurftu þeir endilega rétt fyrir fjörutíu að selja annað spilið á Hofsós af því að það var heldur betra en hitt. Ef það væri til núna væri leikur að taka alla litlu bát- ana upp.“ - En fiskurinn var til sagð- irðu? „Já haustfiskurinn var svo tryggur, hann var alveg gefinn, ef þeir höfðu beitu og tíð þá fiskuðu þeir. Eftir að hægt var að frysta beituna var ekkert fiskerí traust- ara en á haustin. En það var oft á tímum meira kraftfiskerí á vorin en það var styttri tími, og mis- jafnara fiskerí en á haustin. Besta fiskeríið sem ég man eftir var ’36 þegar mikil loðna gekk hérna inn á fjörðinn. Við mok- fiskuðum og þá var unnið allan sólarhringinn og hann tók vel á kvenloðnuna. Við tíndum hana úr, það var miklu sterkari lykt af kvenloðnunni og þess vegna hef- ur líklega tekið betur á hana. En það var þannig ár eftir ár að hann hvarf ævinlega um hátíðar. Ef það gerði t.d. stillur og hægt var að róa um jólin þá gekk hann það hratt út að það mátti nú fara meira en lóðarlengdina á hverj- um degi. Það var eins og fjörður- inn hefði verið sópaður með kústi. Og þó það væri prófað eftir hátíðar var ekki vart við einasta fisk. En svo gat komið fyrir að hann hlánaði og gerði sunnanátt, og síldin kom og þá gat hann komið. Það var eins og 1947 þegar síldin var sem mest í Hvalfírðin- um. Þá var ekkert tekið við fiski hérna í húsinu allan janúar. Það viðraði vel þennan mánuð, alltaf hæg austanátt en aldrei logn. Við fórum hérna niður eftir á morgnana og lögðum, svo þeg- ar við vorum búnir að fá okkur kaffisopa verkuðum við fiskinn og seldum þetta allt í bænum og í sveitina, nema það sem við hertum. Og þetta var feiknafal- legur fiskur mikið af golþorski. Þorskurinn fylgdi yfirleitt síld- inni, snéri bara við. Á þessum tíma var alveg undir hælinn lagt hvenær húsin tóku við fiski yfir veturinn og það var erfitt að losna við aflann nema verka hann sjálfir og selja. Seinast þennan vetur man ég eftir að Sveinn Jóhanns sem þá var með fisk- verkun á Hofsósi tók við fiski af okkur. Það var alveg moksíld á firðinum og við fórum með einn fullan bát til Siglufjarðar. Það var vitleysa af okkur að taka ekki skeyti upp á það að mannand- skotinn sagði að við fengjum það sama og hinir, það skipti engu máli með einn bátsfarm, en við vorum með kraðak eða smásíld.“ Sighvatur fór nú að tala um tím- ann þegar síldin var mest og skip- in dældu síldinni í Tröllafoss á miðunum. Síðan var flutninga- skipið Hæringur keypt og þá hafði síldin horfið. Hann sagði það ábyggilegt að nafnið á Hval- fírðinum sé til komið vegna síld- arinnar. Hvalimir hafi haldið síldinni inn á firðinum og ekkert hleypt henni burtu. Alveg eins hafi þetta verið í Noregi og í ein- um firðinum hefði síldin styggst svo og þjappað sér það mikið saman að þeir hafi haldið að hún hafi kæft sig. - En þú varst mikið á togurun- um héma? „Já, ég byrjaði á þeim þegar gamla Drangeyjan kom hingað á sjöunda áratugnum og það eru örfá ár síðan ég hætti á nýju Drangeynni.“ - En nú hefurðu verið að dunda við kolaveiðar, hvernig hafa þær gengið? „Ég er nú bara með nokkur net sem ég ræ með hérna út á grunn- ið á litlu árahorni. Kolaveiðarnar hérna hafa heldur skánað, þetta hefur ekki verið neitt undanfarin ár. En héma áður fyrr var hægt að hafa það gott á kolaveiðunum. Þá var farið á kolann þegar kraft- fiskeríið var búið á vorin og það var svo gott verð á honum, þrisvar sinnum hærra en á þorsk- inum. Þá var ekki óalgengt að fá sex tonn af kola yfir vikuna, sem þýddi að fyrir samsvarandi verð- mæti hefði þurft átján tonn af þorski. Svo lækkaði verðið á kol- anum seinna en er orðið jafnhátt aftur núna. Þetta var sæmilegt á kolanum í fyrra, ég fór nokkrum sinnum með honum Bjössa mín- um og við vorum að fá svona 500- 700 kíló sem var bara ágætt.“ - Sighvatur, hvernig er það, varðst þú ekki sjötugur í fyrra? „Jú, elskan ég varð það.“ -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.