Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 7
25. september 1986 - DAGUR - 7 .spurrilng vikunnac_________________ Anna Guðmundsdóttir, Ferðaskrifstofu Akureyrar - Hafa margir unglingar fariö til útlanda í sumar? „Já, það hafa fleiri farið í sum- ar en í fyrrasumar. Þetta er sennilega vegna þess að nú er boðið upp á standfargjöld til Evrópu og Skandinavíu fyrir yngri en 26 ára. Þá er hægt að bóka sig með dags fyrirvara og borga bara aðra leiðina út fyrst en kaupa sér farseðil aftur heim úti. Síðan er mjög vinsælt hjá þeim sem fara svona út að kaupa sér mánaðar lestarkort. Þessi ferðamáti er mjög frjáls og margir notfæra sér hann.“ - Hvað kostar þetta? „Þetta miðast við gengi og get- ur þess vegna sveiflast aðeins til - en síðast kostaði önnur leiðin til Luxemborgar, sem er mjög vinsæl, 6.960 kr. með standfar- gjaldi og mánaðarkort í lestarnar kostaði 8.200.“ - Eftir hverju sækist unga fólkið helst? „Það sækist aðallega eftir því að geta ferðast frjálst, farið þang- að sem því dettur í hug og skoð- Anna Guðmundsdóttir. Elvar Birgisson. að það sem það langar að sjá. Þess vegna eru ferðirnar sem ég nefndi áðan vinsælar. Svo eru einstaka unglingar sem fara í sólarlandaferðir, þeir fara þá oft með smáum hópum, oft með vin- um eða skólanum." - Er nokkuð um að unglingar fari til útlanda og ferðist þar um á puttanum? „Það er eitthvað um að fólk ferðist þannig þar sem lestarkort- in gilda ekki, en þetta hefur minnkað mikið síðan boðið var upþ á þau.“ - Bjóðið þið upp á einhverjar sérstakar ferðir í vetur? „Ekki neinar sérstakar, það er lítið um að unglingar fari í ferða- lög yfir veturinn. Námsmenn er- lendis geta nýtt sér hoppfargjöld- in út, og síðan er boðið upp á svokallað jólatex en það er miði sem gildir heim og út aftur og er ódýrari en að kaupa ferðirnar sitt í hvoru lagi. Síðan eru það „borgarpakkarnir" sem við bjóð- um upp á, sólarlandaferðirnar og svo má ekki gleyma skíðaferðun- um.“ - Er algengt að fólk fari aftur og aftur á sömu staðina? „Já það er mjög mikið um það ef því líkar vel - þá vill það helst ekki fara neitt annað." Þórunn Harðardóttir. - Ungt fólk sem fer út, fer það flest í hóp, með fjölskyldu, eða einsamalt? „Það fer eftir því hvernig ferðin er, það er algengast að það fari í sólarlandaferð með fjölskyldunni - eða með hópferð sem gefur afslátt. ( lestarferðirnar vilja þau fara ein og sjálf með minni vina- hóp, t.d. 2-3 sarnan." - Á hvaða tíma sumarsins fara flestir í utanlandsferð? „Það er mest í ágúst og sept- ember, þau stíla mörg upp á að koma passlega heim i skólann.“ Þórunn Harðardóttir framkvæmdastjóri Öndvegis - Hvaða ferðir bjóðið þið upp á? „Það gengur rúta héðan frá Öndvegi til Árskógsstrandar, Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Húsa- víkur alla virka daga - og við keyrum líkatil Vopnafjarðar, með viðkomu á Húsavík og fleiri stöðum, einu sinni í viku.“ - Er mikið um að unglingar ferðist með ykkur? „Það er töluvert um það. Nú er sá tími nýliðinn þegar margir krakkanna á þessum stöðum koma í hópum hingað í bæinn og versla inn fyrir skólana. Skólafólk frá þessum bæjum, sem stundar nám á Akureyri, ferðast líka oft með rútunum um helgar." - Er ekki mikið ódýrara að fara með rútu til þessara staða, heldur en flugi? „Jú það munar töluvert miklu. Með rútu kostar t.d. 370 kr. til Húsavíkur, 200 til Ólafsfjarðar og 150 kr. til Dalvíkur." - Hvernig er það með öræfa- ferðir? „Við vorum með ferðir á Herðubreið sem nær bara útlendingar sóttu, síðan vorum við með það sem kallað er „sight seen“ um Fnjóskadal og þar sáust engir unglingar. Svo höfum við útvegað rútur í ferðir upp [ Öskju og á Kverkfjöll, það fóru engir unglingar í Öskjuferðirnar en nokkrir á aldrinum 15-18 ára fóru upp í Kverkfjöllin. Unglingar virðast yfirleitt hafa lítinn áhuga á að fara í svona öræfaferðir, það er kannski vegna þess að þeir vita ekki hvernig þær eru.“ - Til hvaða staða fara flestir? „Það er mest um að fólk fari til Húsavíkur, enda er mesti fólks- fjöldinn þar af þessum bæjum og flestar ferðir þangað. Það er nokkuð algengt að með Húsavík- urrútunni komi krakkar sem eru að fara í tannréttingar hér.“ Hefur þú gengið á Súlur? En önnur fjöll? Heiða Steingrímsdóttir Nei. Ég er ofboðslega mikið fyr- ir það að sitja. Það er allt i lagi að fara í gönguferðir en ekki á fjöll. Stefán Skagfjörð Já seinast á laugardaginn. Ég hef ekki tölu á því hvað ég hef farið oft. Ég hef farið á nokkur fjöll hér í Eyjafirði og Þingeyjar- svslu Guðmundur Þorgilsson: Nei það hef ég ekki gert en það getur vel verið að ég geri það einhvern tíma. Áður fyrr gekk ég svolítið á fjöll vestur i Skagafirði. Karl Hjaltason Já, þó nokkuð oft en ekki nú orðið. Ég fór mikið með ferðafélaginu í gönguferðir meðal annars á fjöll. Ég veit ekki hvort ég fer aftur, maður veit aldrei. Anna Fía Finnsdóttir Nei. Það stendur ekki til. Ég hef bara farið í jeppaferðir en ekk- ert gengið á fjöll.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.