Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 16
BBC - Master tölvan Kjörin fyrir: ★ Skólann m"i * f * £ + Heimnið Tölvutæki sf. + Grúskaraim Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-26155 Siglufjörður: Fólk vantar til starfa „Okkur vantar hér mikið af fólki bæði í sjávarútveginn og iðnaðinn. Ég nefni þcr sem dæmi að það er nær útilokað að fá iðnaðarmenn til að vinna fyrir sig. Það er búin að vera geysilega mikil vinna hér í sumar og haust og okkur sár- vantar Ieiguíbúðir til að geta tekið við fleira fólki í bæinn,“ sagði Kristján J. Möller forseti bæjarstjórnar þegar Dagur spurði hann um atvinnuástand á Siglufirði nú á þessum haust- dögum. Mikil peningalykt er í bænum þessa dagana sem kemur úr Ioönubræðslunni og einnig er nóg aö gera við vinnslu rækju í Sigló og bolfisks í fiskvinnsluhúsunum. Kristján kvað nokkrar konur inn- an úr Fljótum hafa unnið í Sigló í sumar og svo virtist sem það færi í vöxt að Fljótamenn sæktu vinnu til Siglufjarðar. Er það eitt atrið- ið í viðbót sem knýr á unt betra fyrirkomulag við snjómokstur sem nokkuð hefur verið til umræðu undanfarin ár. Pá sagði Kristján að ef fólk hefði áhuga á að flytja til bæjarins væri ágætis húsnæði til sölu á góðu veröi og eins og áður sagði nóg að gcra. Pess má að lokum geta að þeg- ar bygging íþróttahússins var boðin út fyrir stuttu voru þrjú til- boð sem bárust frá byggingaaðil- um í bænum töluvert yfir kostn- aðaráætlun og telja kunnugir að það hafi stafað af þenslu á bygg- ingamarkaðinum í bænum. -þá Lóðin við Lundarskóla: í dag kl. 17.30 hefst á Akurcyrarvclli landslcikur íslands og Tékkóslóvakíu og mætast þar lið þjóðanna skipuð leik- mönnum 21 árs og yngri. Myndin er tekin af íslenska liðinu er það æfði á KA-velli í gær. Mynd: kk Minkaskínn hækka um 45% A skinnauppboði í Kaup- mannahöfn í lok síðustu viku urðu miklar hækkanir á verði minkaskinna frá maíuppboð- inu í vor. Að sögn Jóns Ragn- ars Björnssonar hjá Sambandi íslcnskra loðdýraræktenda voru menn búnir að spá 15- 20% hækkun, en hún varð mun meiri eða 45% frá mats-l verði skinnanna í vor. Jón sagði að fyrir þau rúmlega 6000 skinn sem seld voru á upp- boðinu hefðu fengist að meðaltali 186 krónur danskar, en á sept- emberuppboðunum væru alltaf seld lökustu skinnin, þau sem ekki hefðu selst í maí. Hann kvað yfir 250 kaupendur hafa komið á uppboðið sem væri algjört met og þótt 1,5 milljón skinna væru til sölu hafi það ekki dugað og mönnum sýndist greini- legur skinnaskortur vera á mark- aðinum. Jón sagði menn vera mjög bjartsýna með veturinn þar sem talið sé að minkaskinnum fjölgi aðeins um hálfa milljón á markaðinum í ár, úr 33 í 33,5 milljónir. -þá „Slæmt ástand síðan skólinn tók til starfa“ - segir Jóhann Sigvaldason skólastjóri „Þetta ástand er ekki bundið við þetta eina haust, því svona hefur þetta verið allar götur síðan skólinn tók til starfa. Það sem bjargar okkur nú er gott tíðarfar,“ sagði Jóhann Sig- valdason skólastjóri í Lundar- skóla á Akureyri. Lóð skólans og næsta nágrenni hefur verið til vandræða um lang- an tíma. Þarna hafa m.a. verið framkvæmdir á vegum KA sem fékk úthlutað svæði norðan við Lundarskóia. Félagið hefur líka fengið lóðina austan skólans og verið að safna þar mold, sem verður væntanlega notuð undir grasvöll, sem byggja á næsta Þessir hressu krakkar urðu á vegi Ijósmyndarans ■ Stapasíðunni. sumar. Framkvæmdir sem snúa að bænum hafa dregist úr hömlu á þessu svæði. Skólanefnd Akureyrar fjallaði á fundi sínum þann 17. septem- ber um lóð skólans og næsta ná- grenni. Segir m.a. í álytkun nefndarinnar „að aðstæður á og við Ióð skólans séu í slæmu ástandi í haust. Skólafulltrúa og skólanefndarformanni er falið að ræða við bæjarverkfræðing, til að tryggja þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru fyrir veturinn." „Lóð skólans sjálfs er ófrá- gengin að mestu leyti og eru menn ósáttir við það. Einnig lýst okkur illa á þá moldarhauga sem eru austan við okkur. Sérstaklega þegar fer að blotna. Þetta hefur verið svo slæmt á undanförnum árum að þurft hefur að draga börn upp úr moldarflögunum í kringum skólann. Einnig þótti okkur illa farið með okkur þegar hluti götunnar úr Þingvallastræt- inu í átt að skólanum var malbik- aður. Við reiknuðum með því að við fengjum tengingu alveg að skólanum. Mér skilst að fjárveiting til þess verks hafi ver- ið skorin niður og erum við ósátt við það,“ sagði Jóhann. KristinnKristinsson starfsmað- ur KA, ságoi að mold væri ekið í þetta svæði þegar hún byðist og væri lítið hægt að gera í málinu núna. Þetta er sama sagan þar sem um einhverjar framkvæmdir er að ræða, hvort sem það er á vegum íþróttafélaga eða bæjarins sjálfs. Hugmyndin er að fara út í framkvæmdir á þessum stað á næsta ári,“ sagði Kristinn. gej- Blönduós: Næg atvinna Mikil afvinna er nú á Blöndu- ósi og hafa sum fyrirtækin á staðnum þurft að auglýsa ítr- ekað eftir starfskröftum. Sést hafa auglýsingar eftir trésmið- um, starfsfólki á prjónastofu og hjá hreppnum, þá er vitað að þörf er fyrir fleiri járniðnað- armenn hjá vélsmiðjunni auk þess sem mjög mikil vinna hef- ur verið hjá Særúnu h/f vegna góðrar rækjuveiði undanfarið. Þegar haft var samband við verkstjóra í sláturhúsinu sagði hann að hjá þeim væri óvenju mikið um nýtt starfsfólk að þessu sinni og taldi hann það tvímæla- laust merki um gott atvinnu- ástand í héraðinu. Mjög mikil vinna hefur verið hjá trésmiðum á Blönduósi að undariförnu og verkefni virðast vera næg fram- undan, þá hefur vinna í vélsmiðj- unni verið jöfn og góð og þar vantar nú járniðnaðarmenn til starfa. Hjá Pólarprjón vantar fólk til vinnu á prjónastofu og nýlega auglýsti Blönduóshreppur eftir starfsmanni við áhaldahús hreppsins. Það h'ta því margir björtum augum fram á veginn á Blönduósi þessa dagana og ekki síst þegar það er haft í huga að á komandi vetri mun nýtt og glæsi- legt skip bætast í flota heima- manna og mun tilkoma þess hafa í för með sér þó nokkuð mörg ný atvinnutækifæri á ýmsum sviðum. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.