Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, fimmtudagur 25. september 1986 179. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Akureyri: Lagnir fyrir boðveitu 7,1 km - verða alis um 10 km þegar framkvæmdum lýkur „Þaö sem við höfum meðal annars verið að gera í sumar er að leggja rör í allar gangstéttir sem ekki eru malbikaðar. I þessi rör er svo mögulegt að íeggja kapalkerfi sjónvarps og símakerfis. Þetta hófst í vor eftir að óskir komu þess efnis að þessi rör yrðu lögð í gang- stéttir sem væri verið að ganga frá undir malbik,“ sagði Arsæll Magnússon umdæmis- stjóri Pósts og síma á Norður- landi. Ársæll sagði að slíkt væri einn- ig gert á Húsavík, Hvamms- tanga, Ólafsfirði og fleiri stöðum á Norðurlandi. „Mest er um þetta á Akureyri og er það gert í samvinnu við bæjarfélagið og stofnanir þess, svo sem Rafveitu, Vatnsveitu og Hitaveitu. Nokkuð er um það að endurnýja þurfi lagnir þessara veitustofnana og er þá tækifærið notað og lagt fyrir boðveitunni í leiðinni,“ sagði Ársæll. Nú þegar er búið að leggja um 7,1 km af lögnum fyrir boðveitu, en reiknað með því að um 10-11 km þurfi til að lagnir verði komn- ar um allan bæinn. Verkiö hefur verið unnið í sumar. Þarna opnast möguleikar fyrir aðila sem þurfa að dreifa efni til fólks, livort sem það er sjónvarp, sími, eða eitthvað annað í þeim dúr,“ sagði Ársæll. gej- ■p—■ Hann var heldur aumkunarverður að sjá litli grísinn í Arnarfelli. Grís fæddist með utanáliggjandi hjarta „Ég þekki ekkert dæmi þessa hjá nokkurri skepnu,“ sagði Jón Eiríksson, bóndi á Arnar- felli í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði, þegar hann sýndi blaða- mönnum Dags nýfæddan grís. Sá var nokkuð sérstæður, því eitt mikilvægasta líffæri hans var utanáliggjandi, nefnilega hjartað. Grísinn fæddist í fyrrinótt og í gær var hann töluvert sprækur. Hjartað sló kröftuglega og mátti greinilega sjá það. Þegar Dagur hafði samband við Ágúst Þor- Ieifsson, dýralækni, sagði hann að þessa væru dæmi hjá flestum dýrum þótt ekki væri hægt að segja að þetta væri algengt. Þarna væri um að ræða van- skapnað sem yfirleitt væri ekki reynt að lagfæra. Dýr með þenn- an fæðingargalla lifðu yfirleitt ekki nema frá nokkrum klukku- stundum upp í nokkra daga. HS Bæjarstjórn Akureyrar: Bærinn leggur ekkí hlutafé í Akur hf. A fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn voru fjölmörg mál afgreidd, flest án umræðna. Fyrir fundinum lá dagskrá í 13 liðum þar sem voru fundargerðir bæjarráðs og hinna ýmsu nefnda bæjar- ins. í fundargerð bæjarráðs frá 18. september, sem bæjarstjórn sam- þykkti samhljóða, var mælt með því að umsókn Svartfugls s.f. um lán að upphæð 3 millj. króna væri vísað aftur til atvinnumálanefnd- ar. Atvinnumálanefnd hafði mælt með því að Svartfugli yrði veitt lán að upphæð 1,5 millj. króna en bæjarráðsmönnum þótti rétt að bankar sæju um slíkar lánveiting- ar þar sem þeir teldu fyrirtækið standa vel. Bæjarstjórn staðfesti einnig synjun um hlutafjárfram- lag bæjarins til Akurs h.f. í fundargerð hafnarstjórnar frá 10. september, mælti meirihlut- inn með því að Bílahöllinni h.f yrði veitt umbeðin heimild til að gera bílastæði sunnan Strand- götu. Minnihluti hafnarstjórnar gerði bókun þar sem hann lagðist gegn þessari afgreiðslu og á fundi bæjarstjórnar tók Heimir Ingi- marsson bæjarfulltrúi upp rökin fyrir þessari bókun og lagði til að málinu yrði vísað til skipulags- Sorpbrennsluver á Akureyri - „Athyglisvert og þýðingarmikið mál fyrir Akureyringa“ „Ráðamenn bæjarfélaga hafa þær skyldur á herðum að vaka yfir velgengni viðkomandi bæjarfélags og tryggja að eðli- leg framþróun viðhaldist á öll- um sviðum þess. Því miður má of víða sjá að þessari skyldu hafa ráðamennirnir brugðist með misömurlegum afleiðing- segir Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri um fyrir allt athafnarlíf bæjar- félagsins og þegna þess“. Þetta segir Wilhelm V. Stein- dórsson orkuverkfræðingur og hitaveitustjóri á Akureyri m.a. í grein í blaðinu í dag. í þeirri grein gerir hann að umtalsefni umræður um hugsanlega sorp- brennslustöð á Akureyri sem fram hafa farið á síðum Dags að undanförnu. Wilhelm segist hafa haft tækifæri til að sjá og fylgjast með slíkum stöðvum erlendis. í lok greinar sinnar segir Wilhelm m.a.: „Hér er uin svo athyglisvert og þýðingarmikið mál að ræða fyrir Akureyringa að þeir hljóta að krefjast þess að hæfum aðilum verði falin nákvæm athugun á hagkvæmni slíks reksturs þar sem tekið verður tillit til allra aðstæðna. Það er skoðun undir- ritaðs að Akurevrarbær eigi að taka forystu í þessum efnum. Ef ekki, þá er ástæða til að hvetja nágrannasveitafélögin til að sýna frumkvæði". Sjá bls. 12 nefndar. Tillaga Heimis var sam- þykkt samhljóða. Tveimur fundargerðum var bætt inn á dagskrá fundarins og voru þær báðar frá því fyrr um daginn. í fundargerð strætis- vagnastjórnar var samþykkt að hefja akstur á leið 6, Glerár- hverfi-Brekkur-Glerárhverfi um Hlíðarbraut og einnig staðfestur afsláttur á fargjöldum til skóla- nema frá 13 ára aldri. í fundar- gerð skipulagsnefndar var sam- þykkt tillaga Hestamannafélags- ins Léttis um reiðleið suður úr bænum og lagt til að gerð yrði ný akstursleið að Verkmennta- skólanum sem yrði suður úr Mýr- arvegi til bráðabirgða. Þetta var allt samþykkt samhljóða. ET Akureyri: Reykur úr potti Laust fyrir klukkan þrjú í gær var Slökkviliö Akureyrar kall- aö að fjölbýlishúsi númer 12 við Skarðshlíð. íbúi í húsinu hafði tilkynnt um reyk sem legði út um glugga á íbúð á efstu hæð hússins. Slökkviliðsmenn þurftu að brjóta glugga til þess að komast inn í íbúðina þar sem húsráðend- ur voru ekki heima. Þeir leituðu þó af sér allán grun strax og inn kom og sagði Tóntas Búi Böðv- arsson að það væri alltaf gert í svona tilfellum. Upptök reyksins reyndust vera í potti sem gleymst hafði á eldavél og var hann fjar- lægður. Talsverðar skemmdir urðu af völdurn reyksins en þó verður að telja það lán í óláni að ekki kom upp eldur. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.