Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 25. september 1986 NÝJU HÚSNÆÐISIÁIiIN: KYNNING OG GAGNLEGAR ÁBENDINGAR FRAMHALD TIL ENN FREKARI ÁHERSLU Hvort sem þú byggir, kaupir nýtt eða notað, gildir ávallt sama meginreglan: Kaupi lífeyrissjóður þinn ekki skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir 55% af árlegum ráð- stöfunartekjum sínum, þá skerðist lánið til þín í hlutfalli við kaup hans. VIÐHVAÐ ERU FRAMAN- GREINDAR LÁNS- FJÁRHÆÐIR MIÐAÐAR? Þær eru allar miðaðar við byggingarvísitölu 270 stig í september 1986 og munu síðan taka breytingum í samræmi við breytingar á henni. Grunntölurnar, sem reiknað er frá, eru frá því í janúar 1986 og þær er að finna í Sam- komulagi aðila vinnumarkaðsins frá 26.2. sl. og lögum nr. 54/1986 um Húsnæðisstofnun ríkisins. SKYLDU- SPARNAÐUR UNGMENNA öllum einstaklingum á aldrinum 16-25 ára, sem ekki hafa formlega undanþágu, er skylt að leggja til hliðar 15% af launum sínum, í því skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygginga. Launþegar á skyldusparnaðaraldri eru hvattir til að fylgjast gaumgæfilega með því að launagreiðendur dragi lögboðinn skyldu- sparnað af launum og geri skil til Veðdeildar Landsbanka Islands. Hafi það brugðist, er þeim bent á að snúa sér til lögfræðings, sem fer með málefni skyldusparnaðar hjá Húsnæðisstofnun ríkis- ins, Laugavegi 77, 101 Reykjavík. Sími: 91- 28500. BREYTINGAR Á LÁNUMÚR BYGGINGAR SJÓÐI VERKAMANNA Lán úr sjóðnum mega nú nema 85% af þeim kostnaðargrundvelli, sem Húsnæðis- málastjórn samþykkir. Heimilt er að hækka lánshlutfallið í allt að 90% ef um sérstaklega erfiðar fjölskyldu- eða fjárhagsástæður er að ræða. Einnig er heimilt að veita sérstök lán til allt að þriggja ára til þeirra, sem eiga í verulegum erfiðleikum með útborgun. RAÐGJAFAR- STÖÐ FYRIR HÚS- BYGGJENDUR OG IBÚÐA- KAUPENDUR Ráðgjafarstöð stofnunarinnar hefur með höndum ráðgjöf til handa lántakendum. Þeim stendur þar til boða þjónusta ýmissa sérfræð- inga, t.d. verkfræðinga, viðskiptafræðinga, lögfræðinga, arkitekta, bókhaldsmanna o.fl. aðila. Fólk er eindregið hvatt til að notfæra sér þessa þjónustu, sem byggir á mikilli reynslu. Stöðin er opin kl. 8-16 daglega, sími 28500. Auglýsing þessi er birt að höfðu samráði og í samvinnu við Félags- málaráðuneytið og Alþýðusamband íslands. HVERNIG GETURÐU FENGIÐ FREKARI UPPLÝSINGAR? Þær geturðu að sjálfsögðu fengið með ýmsu móti. En taktu með varúð upplýsingum, sem berast manna í milli eða söluaðilar veita, þótt vel séu meintar og gefnar í góðri trú. Hafðu samband við Húsnæðisstofnunina sjálfa, sem opin er kl. 8-16 daglega, sími 28500. Auk þess verða á næstunni haldnir kynningarfundir víða í landinu, þar sem sér- fróðir menn um hina nýju löggjöf og fram- kvæmd hennar munu flytja erindi og svara fyrirspurnum. Kynningarbæklingar eru fyrir hendi í Húsnæðisstofnuninni, Félagsmála- ráðuneytinu, Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík og á skrifstofum sveitarfélaga í landinu. Húsnæðisstofnun og Alþýðusambandið hafa ákveðið að hafa sérstakan símatíma í dag kl. 5-8, á morgun kl. 5-8 og næstkomandi laugardag kl. 1-6, óski menn eftir frekari upplýsingum. Sími Alþýðusambandsins er 83044 og sími Húsnæðisstofnunarinnar er 28500. Húsnæðisstofnun ríkisins Laugavegi 77. 101 Reykjavík. Sími 28500

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.