Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 25. september 1986 þess affallsvatns sem Hitaveitan hefur yfir að ráða í dag. Yrði hér um að ræða um 20 m. kr. sparnað í fjárfestingu fyrir Hitaveitu Akureyrar. Kostnaður og framleiðsluverðmæti Sorpdrifið varmaorkuver sem uppfyllti ströngustu kröfur nútímans og hentaði Akureyrar- bæ og næsta nágrenni kostar um 60 m. kr. Rekstrarkostnaður þess á ári án afskipta og vaxta liggur nærri 5 m. kr. Rekstrarkostnaður núverandi sorphauga Akureyrar er um 3,5 m. kr. á ári. Framleiðsluverðmæti þeirrar varmaorku sem orkuverið gæti framleitt, metið á grundvelli gjaldskrár Hitaveitu Akureyrar er 22 m. kr. á ári. Er þá ekki lagt mat á hið óumdeilanlega mikla verðmæti sem liggur í frestun vatnsöflunarframkvæmda í lang- an tíma. Hvað áynnist fyrir Akureyrarbæ? 1. Öllu tilfallandi sorpi á Akur- eyri (og hugsanlega nágrenni) yrði eytt og núverandi sorp- haugar aflagðir. 2. Fengist um 1000 tonn af gjalli sem er mjög eftirsóknarvert til fyllingar húsgrunna vegna stöðugleika og hás einangrun- argildis. 3. Fengist 2 MW grunnvarmaafl inn á kerfi Hitaveitu Akureyr- ar sem gæti henni 17 GWh varmaorku á ári. Til saman- burðar má geta þess að allt Gerðahverfi II þarf 8 GWh varmaorku á ári til fullrar hit- unar. 4. Hefði áhrif til frestunar á vatnsöflunarframkvæmdum Hitaveitu Akureyrar í langan tíma. 5. Kæmi í staðinn fyrir 20 m. kr. fjárfestingu í varmadælu fyrir Hitaveitu Akureyrar. 6. Skapaði atvinnutækifæri og möguleika nýs atvinnurekst- urs. 7. Gerði Akureyri að hreinni og snyrtilegri bæ og hugsanlega miðstöð þessara mála á Norðurlandi. Niðurlag: Það sem hér hefur verið sett fram er aðeins brot af því sem segja mætti um sorpdrifin varmaorku- ver sem svo mjög hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum. Fyrir marga kann þetta að sýn- ast nýtt og jafnvel ævintýralegt. Rekstur þessara stöðva er ein- faldur og öruggur ef rétt er að málum staðið. Hér er um svo athyglisvert og þýðingarmikið mál að ræða fyrir Akureyringa að þeir hljóta að krefjast þess að hæfum aðilum verði falin nákvæm athugun á hagkvæmni slíks reksturs þar sem tekið verður tillit til allra aðstæðna. Það er skoðun undirritaðs, að Akureyarbær eigi að taka forystu í þessum efnum. Ef ekki, þá er ástæða til að hvetja nágranna- sveitafélögin til að sýna frum- kvæði. Akureyri á haustdögum ’86. Wilhlem V. Steindórsson. Orkuverkfræðingur. Úrtölur og vonleysi Ráðamenn bæjarfélaga hafa þær skyldur á herðum að vaka yfir velgengni viðkomandi bæjarfé- lags og tryggja að eðlileg fram- þróun viðhaldist á öllum sviðum þess. Því miður má of víða sjá að þessari skyldu hafa ráðamennirn- ir brugðist með misömurlegum afleiðingum fyrir allt athafnarlíf bæjarfélagsins og þegna þess. Eitt það hættulegasta sem fyrir getur komið hvað þetta varðar, er þegar hið almenna úrtöluvið- horf nær að festa rætur og breið- ast út í bæjarfélögum, lama við- leitni þegnanna til eðlilegrar bjartsýni og nauðsynlegrar athafna- og framtakssemi. Afleiðingin verður samdráttur á flestum sviðum athafnalífsins með minnkandi atvinnumögu- leikum og þar af leiðandi lækk- andi tekjumöguleikum ásamt leiða, vonleysi, uppgjöf og jafn- vel flótta þegnanna. Þegar svo er komið getur þurft átak til við- reisnar. Aðferðin til lausnar er ekki að fjölga fulltrúm Atvinnuleysis- skrifstofu eða félags- og sál- fræðingum Félagsmálaskrifstofu. Það þarf að ráðast á meinið sem hér er hið almenna úrtöluviðhorf og útrýma því. Útbreitt úrtöluviðhorf þegna bæjarfélaga má oft rekja til vinnubragða og framsetningar sjórnvalda bæjarfélaga á bæjar- málefnum, þótt ekki sé það algilt. Dæmi um hvernig athyglisverð málefni eru fyrirfram gerð von- laus og nánast afgreidd án raka, var umræðan um hugsanlega sorpbrennslustöð fyrir Akureyri í Degi nú fyrir skömmu. Þar sem málið er undirrituðum nokkuð hugleikið og ég haft tækifæri á að sjá og fylgjast með slíkum stöðv- um víða erlendis vil ég fara nokkrum orðum um það sem hér er verið að ræða um. Sorpdrifíö orkuver Þegar talað er um sorpbrennslu- stöð í dag, er í raun verið að tala um orkuver sem knúið er með sorpi. Frá slíku veri er hvort heldur sem er hægt að fá varma- orku eða raforku. í sumum tilvik- um er hvoru tveggja framleitt í sama orkuverinu. Bylting hefur orðið á síðastliðnum áratug hvað varðar fullkomnun þessara orku- vera og sjái maður slíkt orkuver í rekstri kemur upp í hugann, að orðið sorp eigi þar ekkert við svo snyrtileg sem þau eru. Sorpdrifíð orkuver fyrir Akureyri í 15.000 manna bæjarfélagi sem Akureyri er áætlað að 8.000 tonn af sorpi falli til á ári. Brennslu- gildi sorpsins hér hefur ekki verið kannað en liggur nálægt 2400 kca 1/kg af sorpi. Heppilegast yrði að reka orkuverið í 5 daga vikunnar allan sólarhringinn, en loka þvf yfir helgar og hátíðir. Unnið yrði á þrískiptum vöktum og þarf 2-3 starfsmenn við verið á hverja vakt. Skipuleggja þyrfti sorpflutn- inga mjög vel og væri ekki úr vegi að hugsa sér framtakssama aðila, sem stofnuðu og rækju slíkt flutningafyrirtæki. Hugsanlegt væri að Akureyri yrði miðstöð sorpeyðingar á Norðurlandi og að sorpflutningar næðu til allra þeirra þéttbýlisstaða á Norður- landi sem hagkvæmir teldust að sækja sorp til. Brennslan og rekstur þessara stöðva er einföld og hefur ekki valdið vandræðum. Eru þær að jafnaði staðsettar inni í bæjum og borgum, án mengun- arvandræða. Sorphaugar Akureyrar Fram til þessa hefur Akureyrar- bær grafið allt sorp. Er það þekkt og tiltölulega einföld og ódýr lausn, þótt stöðugt fari þeim bæj- um fækkandi sem gera slíkt. Ástæður þess eru margar og má helst nefna að opnir sorphaugar eins og á Akureyri eru ekki taldir samræmast hreinlætiskröfum okkar tíma, en er það þó skoðun undirritaðs að ógeðslegri sorp- haugar en sorphaugar Akureyrar finnist. Það sem vegur ef til vill þyngst í þessu sambandi, er sú mikla orka sem liggur í sorpinu og hve auðvelt það er í dag að nýta hana. Reksrarkostnaður núverandi sorpfutninga Akureyr- arbæjar, er 8 m.kr. á ári. Varmaorkuver Sorpbrennslu eins og þá sem hér að framan hefur verið nefnd er hægt að reka sem varmaorkuver er framleiddi rúmlega 2 MW grunnvarmaafl eða u.þ.b 17 GWh varmaorku á ári. Ef stöðin yrði staðsett neðan núverandi sorphauga Akureyrar nýttist öll orkan inn á kerfi Hitaveitu Akur- eyrar, sem upphitun þess vatns sem þegar er virkjað á Glerárdal. Engin kostnaður sem máli skiptir hlytist af þessari tilhögun fyrir Hitaveitu Ákureyrar. Allar pípu- lagnir og raflagnir eru fyrir hendi vegna fyrri umsvifa Hitaveitu Akureyrar í Glerárdal. 2 MW grunnvarmaafl jafngild- ir u.þ.b. 20 1/sek. borholu sem væri allt að 80° heit og dælt væri stöðugt úr allt árið. Er það sama grunnvarmaafl og núverandi varmadælukerfi getur framleitt. Hitaveita Akureyrar stendur frammi fyrir því innan ekki langs tíma, að stækka núverandi varmadælukerfi. Ef sorpbrennslu- ver hitaði upp virkjunarvatn af Glerárdal eins og að framan greinir, losnaði núverandi varma- dælukerfi er aftur passaði mjög vel sem framangreind „stækkun", til bættrar nýtingar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.