Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 25.09.1986, Blaðsíða 6
6 — DAGUR - 25. september 1986 „Já, það er nú töluvert að gera. Það er mest um smáóhöpp eins og skurði, mínnf brot og vinnu- slys,“ sagði Oddgeir Gyifason kandldat á Slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins þegar við inntum hann eftir hvort mikið væri að gera. Oddgeir sagði að mest væri að gera á morgnana, frá átta og fram undlr eitt, þegar fólk kæmi aftur í eftirlit - en auðvitað yrðu slys allan sólarhringinn og helg- arnæturnar væru oft slæmar. Þegar við inntum hann eftir hvort einn aldurshópur kæmi oftar á Slysadeildina en annar sagðist hann ekki merkja það, þó fannst honum fólk á aldrinum 15-20 ára minnst áberandi. Það helsta sem væri einkennandi fyr- ir unglingana væri kannski að þeir fótbrotnuðu oftar en aðrir - eftir að hafa veríð i fótbolta. Oddgeir sagði að um helgar kæmi mest ungt fólk, sem hefði þá oft verið að skemmta sér. Það bæri svolítið á því að þetta fólk væri ölvað, en það væri yfirleitt allt í góðu lagi og sjaldan kæmu upp vandræði vegna ölvunar. Hann sagði það ekki algengt að þeir sömu kæmu aftur og aftur með svipuð meiðsl og þegar við snérum okkur að óvenjufegu til- fellunum sagði hann þau helst vera þegar þyrfti að fjarlægja ótrúlegustu hluti úr vitum fólks. Hann vitnaði í þess konar „hlutasafn“ fyrir sunnan, sem sýnt hefði verið í siónvarpinu um daginn, og sagði að vel mætti koma upp hliðstæðu safni hér. Þegar blaðamaður kvartaði I lokin yfir að hafa lent í þvi að biða, voðalega lengi, á slysa- varðstofunni, sagði Oddgeir aðstöðuna litla og að þarna væri oft þröngt. Á vakt væri einn aðstoðarlæknir en hjúkrunar- fræðingur og sérfræðingur væru á bakvakt. Hann sagðist hafa unnið á sambærilegri deild fyrir sunnan og þar væri algengt að biðin væri mikið lengri en hér, oft 2-3 tímar. Þeir slasaðri sætu fyrir hinum að komast að. um ferðalög í ferðalaaag, í ferðalaaag. Ég fer í ferðalag bara strax í daaag. (Eiríkur Fjalar) Páll Jakobsson. Það eykst jú stöðugt að fólk drífi sig í ferðafötin og leggi land, nú eða lönd, undir fót. Okkur fannst því tilvalið að taka þetta fyrirbæri, ferðalög, til umfjöllunar - og gerum það hér með María Tryggvadóttir og Sigrún Asgrímsdóttir - Ferðuðust þið eitthvaö í sumar stelpur? María: „Já, ég fór hringinn með pabba og mömmu, suður í nokkra daga með bróður mínum og í Mývatnssveit. Svo fór ég í stuttar útilegur með skátunum og svoleiðis." - Hvað með þig Sigrún? „Ég fór austur á land að passa í mánuð á meðan sauðburðurinn stóð yfir, svo fór ég á skátamót í Viðey og síðan fór ég til Horna- fjarðar í stutt stopp.“ - Hvernig var veðrið í þessum ferðum? „Það var alltaf mjög gott.“ - Voru þetta nokkuð dýrar ferðir? Sigrún: „Já skátamótið var fer- lega dýrt.“ María: „Þetta var ekkert svo dýrt." - Hvað finnst ykkur skemmti- legast á svona ferðalögum? „Að hitta frændfólkið, fara í berjamó, sund og f fjósið. Síðan er lika bara gaman að skemmta sér.“ - Hafið þið einhvern tímann komið til útlanda? Ekki Sigrún en María hafði far- ið út. „Ég hef tvisvar flogið til Nor- egs og farið sama hringinn þaðan, til Sviþjóðar, Danmerkur og Þýskalands. Það var æðis- lega gaman í bæði skiptin." - Finnst ykkur það ekki auk- ast að unglingar fari til útlanda? „Jú og þá aðallega að þeir fari til sólarlanda eða í sumarhús í Hollandi." Páll Jakobsson - Ferðu oft í ferðalög Páll? „Nei, ég fer svona að meðaltali einu sinni á ári.“ - Ferðastu þá bara yfir sumartímann? „Já.“ - Hvert ferðu helst? „Ekkert ákveðið." - Tekurðu yfirleitt Ijósmyndir á ferðalögum? „Já, en mér finnst ekki nauð- syn að hafa myndavélina með.“ - Hvað finnst þér mikilvægast að hafa með á góðu ferðalagi? „Það er misjafnt eftir því hvert ég fer.“ - Með hverjum ferðastu oftast? „Félögum mínum." - Hefurðu einhvern tíma farið í öræfaferð? „Nei, ég hef engan áhuga á því.“ - En til útlanda? „Nei, en það er aldrei að vita hvort maður fer.“ Elvar Birgisson - Fórst þú í einhver ferðalög í sumar? „Ég fór í Vaglaskóg um versl- unarmannahelgina. Síðan fór ég tvisvar til Reykjavíkur og þá til Vestmannaeyja í annað skiptið." - Hefurðu ferðast mikið um landið? „Já þó nokkuð mikið, en ég hef líka farið út.“ - Hvert út? „Ég hef fariðtil Hollands, Belg- íu, (talíu, Sviss, Austurríkis, Lux- emborgar, Þýskalands og Frakklands." - Fórstu þá með foreldrum þínum? „Já, bróðir minn og bræður mömmu voru líka með í ferðinni. Við fórum til allra landanna í sömu ferðinni - keyrðum á bíla- leigubíl um Evrópu." - Til hvaða lands fannst þér skemmtilegast að koma? „Hollands, það var gaman að vera ( sumarhúsunum og félags- lífið þar var gott.“ - Ætlar þú að ferðast mikið f framtíðinni? „Já, mig langar mest til Eng- lands eða Bandaríkjanna." María Tryggvadóttir og Sigrún Ásgrímsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.