Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 19. nóvember 1986 218. tölublað HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sfmi 23599 Bæjarstarfsmenn Sauðárkróki: Lægri laun en annars staöar? Mikillar óánægju gætir hjá félögum í Starfsmannafélagi Sauðárkróksbæjar með laun sín. Vilja þeir halda fram að eftir gerð sérkjarasamnings sl. vor séu þeir allt að 3-4 launa- flokkum neðar í launum en starfsfélagar þeirra í öðrum bæjarfélögum. Sumir telja að starfsmat sem gert var fyrir ári eigi hér hlut að máli. Helga Sigurbjörnsdóttir for- maður Starfsmannafélags Sauð- árkróksbæjar kvað starfsmatið hafa verið gert til að finna inn- byrðis röðun milli starfa og það megi ekki blanda þessu tvennu saman. Hins vegar hafi starfsmat- ið verið sett beint inn í launa- flokkakerfið eins og það var, við gerð sérkjarasamninganna sl. vor. Síðan hefði komið í ljós að í öðrum bæjarfélögum hefðu neðstu launaflokkarnir sem greitt var eftir áður verið fjarlægðir og sum félög hafi bókanir um að lægstlaunuðu störfin greiðist ofar í launaflokkunum en þau voru grundvölluð. Helga sagði að félagið muni á næstunni óska eft- ir viðræðum við bæinn vegna komandi samningagerðar. Björn Sigurbjörnsson fulltrúi bæjar- stjórnar í kjaranefnd tók undir orð Helgu um að of lágir launa- flokkar séu notaðir og starfsmat- ið nýja sé ekki orsökin fyrir hin- um lágu launum. Björn kvað launin einfaldlega vera allt of lág og gera það að verkum að Sauð- árkrókur væri orðinn láglauna- svæði. Þrjátíu þúsund króna lág- markslaun þyrfti að gera að veru- leika. -þá Akvörðun tekin í margþvældu máli: Eyrarlandsstofa flutt og endurbyggð Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær, með 7 atkvæðum gegn 2, að Eyrarlandsstofa verði flutt inn í Lystigarð Akureyrar og endurbyggð þar. Þar með virðist þetta marg- þvælda mál hafa hlotið endan- lega afgreiðslu, en það hefur verið að velkjast í bæjarkerf- inu mörg undanfarin ár. Miklar umræður urðu um Eyr- arlandsstofu á bæjarstjórnar- fundinum. í máli bæjarstjóra kom fram að kostnaður við að endurbyggja Eyrarlandsstofu er nánast sá sami og að byggja nýtt hús á þessum stað; 2-2,5 milljónir króna. Leitað hefði verið álits starfsfólks Lystigarðsins auk ýmissa annarra aðila, svo sem heilbrigðisnefndar og hjá þeim hefðu fengist jákvæðar umsagnir um þá hugmynd að nýta Eyrar- landsstofu sem vinnuaðstöðu fyr- ir starfsfólk Lystigarðsins. Fyrst og fremst réði það sjónarmið þó ferðinni að verið væri að bjarga menningarsögulegum verðmæt- um frá glötun. Þá kom fram að Húsfriðunarnefnd ríkisins fylgist grannt með framgangi þessa máls og er tilbúin til að hlaupa fjár- hagslega undir bagga ef kostnað- aráætlun stenst ekki. Auk þess mun nefndin annast allan kostn- að af teiknivinnu vegna endur- byggingar hússins. Bæjarfulltrúarnir Sigurður Jóhannesson og Gísli Bragi Hjartarson voru tillögunni and- vígir. Þeir töldu að Eyrarlands- stofa væri með öllu ónýt og drógu það stórlega í efa að endurgerð myndi hún fullnægja þeim kröf- um sem gerðar eru um vinnuað- stöðu almennt. Auk þess væru menn ekki á eitt sáttir um sögu- Iegt gildi hússins. Sem fyrr segir var tillagan um að flytja Eyrarlandsstofu og endurbyggja hana samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2. Tveir bæjar- fulltrúar sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. BB. Mastrið komið á sinn stað, Menntaskólabústaðurinn baksýn. t.h. og Akureyri í Mvnd: RÞB Sjónvarp Akureyri: Útsendingar hefjast fyrir mánaðamót - mastrið komið, beðið eftir sendi Hjá Samveri og Eyfirska Sjón- varpsfélaginu er enn beðið eft- ir sendi frá Frakklandi til þess að útsendingar geti hafist hjá Sjónvarp Akureyri. Að sögn Þórarins Agústssonar fór send- irinn af stað fyrir tíu dögum þannig að hann gæti komið á hverri stundu. I síðustu viku var sett upp mastur við skála Menntaskólans norður í Vaðla- heiði og þar verður sendinum komið fyrir. Að sögn Bjarna Hafþórs Helgasonar sjónvarpsstjóra verð- ur efni Stöðvar 2 sent út viku- gamalt fyrst um sinn, án frétta. Á fundi með tæknimönnum Pósts og síma fyrir helgina var gengið frá málum varðandi send- ingu efnisins út í Vaðlaheiði en þaðan verður það síðan sent út. „Póstur og sími er klár með sinn hlut, við bíðum bara eftir sendin- um. En við segjurn núna að við byrjum fyrir mánaðamótin næstu," sagði Þórarinn Ágústs- son framkvæmdastjóri Samvers hf. í samtali við blaðið í gær. ET Mokkaskinn frá Iðnaöardeild SIS: Gengið frá söiu á allri framleiðslu næsta árs - heildarverðmæti liðlega 600 milljónir „Það er búið að ganga frá sölu á allri framleiðslu sútunarinnar á næsta ári,“ sagði Örn Gúst- afsson forstöðumaður Skinna- iðnaðar Sambandsins á Akur- Slippstöðin hf.: Jöfnunarhlutabréf upp á 25,8 millj. gefin út „A aðalfundi Slippstöðvarinn- ar í vor kom fram ósk um að gefa út jöfnunarhlutabréf, en þess var ekki getið í fundar- boði. Enda var ekki búið að skoða hver hækkunin ætti að verða. Því ákvað aðalfundur- inn að boða til hluthafafundar með haustdögum og hann var haldinn í fyrradag til að sam- þykkja útgáfu jöfnunarhluta- bréfa,“ sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar. Á hluthafafundinum var sam- þykkt að hækka hlutafé úr 64,7 milljónum í 90,5 milljónir. „Þetta þýðir að þrátt fyrir minnkandi verðbólgu undanfarið þarf að meta eignir miðað við þær breyt- ingar sem átt hafa sér stað í pen- ingamálum í landinu. Eignirnar hækka í krónutölu, en svo lengi sem hlutafé stendur óbreytt, minnkar það stöðugt miðað við þróun peningamála. Það má líta á þetta sem leiðréttingu á mati eigna fyrir daginn í dag,“ sagði Gunnar Ragnars. gej- eyri í samtali við blaðið. Örn er nú nýkominn að utan þar sem hann stóð í samningavið- ræðum við kaupendur á mokkaskinnum í Evrópu. Alls eru það um 600 þúsund full- unnin skinn sem samið var um sölu á. Heildarverðmæti þess- ara skinna eru liðlega 600 milljónir króna. Örn sagði að þarna væri um töluvert mikla aukningu að ræða, en á þessu ári er salan um 450 þúsund skinn. Aukningin milli ára er því rúm 30%. Kaupendur að skinnunum eru allir stærstu framleiðendur mokkafatnaður í Noregi, Dan- mörku, Finnlandi, Bretlandi, Þýskalandi og Ítalíu. Sumt eru þetta gamlir viðskiptavinir annað nýir. „Þetta eru alveg þolanlegir samningar og við náðum mark- miðum okkar í magni og nokk- urn veginn í verði líka. Þarna er að koma í ljós árangur af mikilli vinnu í markaðsfærslu í þessum löndum. Við erum búnir að flengja þessi lönd í tvö þrjú ár," sagði Örn. Örn sagði að gæði framleiðsl- unnar hefðu aukist mjög á undanförnum árum og miklir fjármunir hefðu verið lagðir í kaup á vélum og þekkingu á svið- um sútunar. „Við teljum okkur vera komna í hóp bestu sútara í heiminum," sagði Örn. Hann sagði að enn væri eitt óskrifað blað í áætlunum fyrir næsta ár en það væri sala á leðri. Iðnaðardeildin væri vel í stakk búin til að hefja slíka framleiðslu en hráefni skorti. Hann sagði að ekki yrði farið að flytja inn hrá- efni fyrr en staða markaða hefði skýrst. „Afkomuhorfur á næsta ári cru viðunandi ef ekki verða einhverj- ar kollsteypur í efnahagslífinu. Þessi góði árangur byggist fyrst og fremst á því að okkur hefur tekist að auka fullvinnsluna og bæta gfæðin, en einnig á óeigin- gjörnu starfi alls okkar starfsfólks,” sagði Örn að lokum. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.