Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 19. nóvember 1986 SUNNUDAGASKOLIIHUSA VIKURKIRKJU Sr. Sighvatur Karlsson: s „Eg er kominn til að boða Sr. Sighvatur Karlsson. „Hópurinn er fjölmennur mið- að við stærð bæjarins. Við þurf- um fljótlega að setjast niður og skipuleggja starfið og það er mjög gaman fyrir mig að koma þar sem svona mikið starf er fyrir hendi að þurfa ekki að byrja á að byggja það frá grunni. En nýtt efni frá Æskulýðsnefnd þjóð- kirkjunnar er gott að koma með, það vekur mikla athygli og er nauðsylegt hjálpartæki við að útbreiða fagnaðarerindið.“ - Hvernig verður æskulýðs- starfi við kirkjuna háttað í vetur? „Við Gunnar Rafn Jónsson höfum í hyggju að halda fundi í Æskulýðsfélaginu hálfsmánaðar- lega. Við munum nota aðstöðuna í félagsheimilinu sem unglingarn- ir voru að laga til og við munum virkja unglingana sjálfa til að undirbúa fundina. Gunnar hefur mjög mikla reynslu af æskulýðsstarfi og ég held að það sé mikilvægt að ná til unglinganna með fagnaðarerind- ið, inn í þann hugarheim sem þau lifa og hrærast í. Fermingarbörn- in lifa nú á miklu mótþróaskeiði, allir eru ómögulegir, skólinn og kennararnir, þeim finnst enginn skilja sig og kirkjan verður að reyna að koma til móts við þau með sitt fagnaðarerindi við þess- ar aðstæður. Samfara starfi mínu að barna- og æskulýðsmálum, hef ég mik- inn hug á að efla þjónustu við sjúkrahúsið og elliheimilið og vera þar reglulega með messur. Auk þess hef ég mikinn áhuga á að heimsækja ellilífeyrisþega í heimahúsum sem fáar heimsókn- ir fá. Ég vann í níu mánuði á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og þar fékk ég góða þjálfun, mér líður vel með öldruðum og þeir eiga það síst skilið að vera skildir útundan í okkar þjóðfélagi. Eins og þjóðfélagið er í dag vinna flestir úti og ellilífeyrisþeg- ar eru einir heima eða eru settir á stofnanir og oft gleymist að það sem við eigum í dag er þessu fólki að þakka. Ég held að mikil þörf sé á að efla starf á meðal aldraðs fólks, hvort sem væri með stofnun félags aldraðs fólks og eða með auknu samkomuhaldi fyrir aldr- aða þar sem það fengi tækifæri til að hitta og kynnast fleira fólki. Ég er kominn til að vera þjónn þessa safnaðar og ég vil ekki vinna eingöngu sem skrifstofu- maður sem gefur út ýmis vottorð, heldur vil ég vinna úti á meðal fólksins." IM Börnin hlusta á sögu og syngja. Börnin syngja af mikilli fagnaðarerindiðu Sr. Sighvatur Karlsson tók formlega við embætti sóknar- prests á Húsavík sl. sunnudag er sr. Örn Friðriksson prófast- ur las vígslubréf hans við messu í Húsavíkurkirkju. Sr. Sighvatur hafði þá starfað þrjá sunnudaga við sunnudagaskól- ann og aðsókn að honum var alltaf svipuð, um 350 manns mættir til kirkju, en það hlýtur að teljast góð aðsókn í bæjar- félagi þar sem búa tæplega 2500 manns. Sr. Sighvatur er spurður hvernig honum lítist á barnastarfið við Húsavíkur- kirkju. „Mér líst ákaflega vel á það, kirkjan fyllist í hverjum sunnu- dagaskóla og ég hef ekki kynnst svona almennri þátttöku í slíku starfi í Reykjavík. Ég pantaði 200 kirkjubækur en þær runnu út tvo fyrstu sunnudagana, síðan pantaði ég viðbót sem strax var uppurin og enn varð ég að panta meira. Mér finnst ákaflega dýrmætt að koma hingað að þessu barna- starfi sem hafið er í kirkjunni. Ég sé að krakkarnir eru mjög áhuga- samir og kunna mikið af hreyfi- söngvum. Uppeldishlutverk barnaskólans hefur mikið að segja því þar eru börnunum kenndir söngvar, þau fara í söng- tíma þar sem þau syngja og hreyfa sig mikið, síðan fara þau í sunnudagaskólann með foreldr- um sínum og þar halda þau áfram að syngja. í lok hvers sunnudaga- skóla ætlum við að láta börnin syngja söng sem þau hafa lært í barnaskólanum til að tengja bet- ur saman veru þeirra í þessum skólum, ég held að tengsl skól- anna og kirkjunnar séu mjög dýrmæt." - Ert þú með hugmyndir um að breyta barnastarfinu á ein- hvern hátt? „Eftir því sem ég verð reynsl- unni ríkari kem ég ef til vill með skemmtilegt efni. Það getur verið að ég reyni að virkja krakkana til að leika það þema sem fjallað verður um í tímunum. Þetta yrði æft fyrirfram og börnin mundu sýna það efni sem sögumaður væri að fjalla um. Annars sýnist mér börnin sem sækja sunnudagaskólann hér vera talsvert yngri en þau börn sem sækja sunnudagaskóla þar sem ég þekki til í Reykjavík, ég hef mikinn áhuga á að þessi börn haldi áfram að sækja kirkju þegar þau stækka.“ - Hvað heldurðu að þessi mikla aðsókn að sunnudaga- skólanum þýði, trúarvakningu? „Með nýjum kynslóðum koma ný viðhorf og mér finnst vera að skapast annars konar viðhorf til kirkjunnar heldur en verið hefur undanfarinn áratug. Ég er hingað kominn til að boða fagnaðarer- indið og ég ætla að reyna að koma efninu til skila, til barn- anna, þannig að þau fari með eitthvað heim til sín. Ég held að það sé alveg nauð- synlegt að fagnaðarerindið kom- ist til skila á sem einfaldastan hátt í hjörtu barnanna, því þau eru hvað móttækilegust og það er mjög skemmtilegt að vinna þetta starf.“ - Nú starfar hópur fólks við barnastarfið, er óvenjulegt að fólk taki virkan þátt í safnaðar- starfi á þennan hátt?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.