Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 5
19. nóvember 1986 - DAGUR - 5 STJÓRNUN Þrátt fyrir áralöng stjórnunarstörf er öllum lærdómsríkt aö sækja námskeið, deila öðrum af reynslu sinni og komast að hvernig vandamál eru leyst í öðrum fyrirtækjum. Markmið: Að kynna stjórnendum meginreglur stjórnunar- fræðanna, vekja þá til umhugsunar um þann fjölbreytileika sem ríkir í stjórnun, og veita þeim innsýn í eigin stjórnunar- aðferðir og samskipti þeirra við starfsmenn. □ Efni: - Hvað er stjórnun? - Stjórnskipulag og tegundir stjórnunar. - Einstaklingurinn og vinnan. - Upplýsingastreymi. - Verkefnastjórnun. - Skipulagsbreytingar. Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfræð- ingur. Framhaldsnám í rekstrarhagfræði við University of Bridgeport í Bandaríkjunum. Forstöðumaður rekstrarráð- gjafardeildar Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. Tími: 28.-29. nóv. 1986. Innritun og upplýsingar í síma 26155. Tölvutæki sí. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-26155 um aðstoð frá öðrum löndum, vandamál þeirra fátæku og þróunarhjálp virðast svo réttar og dá- samlegar. Hann er svo traustvekjandi og virðist svo heiðarlegur. Hann fer ekki vítt og breitt og safnar pening- um, en fer ekki dult með það að hann vill sjá fólk leggja meira af mörkum. Hann er glaður yfir þeim áhuga sem margt ungt fólk virðist hafa á afdrif- um annarra. Hann býður sjálfum sér á dagheimilið í Stavangri: „Hér hafa líkamlega þroskaheftir, kennarar og foreldrar safnað mörg þúsund krónum (altsvo norskum), og ég vil gjarn- an heimsækja þetta fólk,“ segir hann. „Það sýnir hvað börn og unglingar geta gert fyrir aðra sem eru enn verr staddir en þau sjálf og kannski ' snerta þessi þroskaheftu börn streng í brjósti mér þvf ég átti systur sem var mongólíti." „Gefðu manni fisk og hann getur fætt fjölskyld- una í einn dag. Gefðu honum veiðistöng og hann getur séð fjölskyldu sinni farboða í framtíðinni. Ég gef þeim fiskinn, Ólafur gefur þeim veiðistöng- ina,“ segir móðir Teresa um Ólaf vin sinn. Hún hefur tilnefnt hann til friðarverðlauna Nóbels undanfarin þrjú ár. Ólafur segist ekki búast við að fá þau. Hann hefur hins veg- ar fengið fjölda viður- kenninga fyrir störf sín, svo sem heiðursnafnbót Rauða krossins, Nansens- orðuna og margt fleira. Ólafur vonar að fólk sé hlynnt því að gefa og hjálpa þeim sem mesta þörf hafa fyrir peningana. Það eru þeir fátækustu meðal fátækra. Þetta er náttúrlega bilun sem getur borgað sig / Jesendahorniá DS Vorum að fá fluguhnýtingaefni í miklu úrvali Önglar, fjaðrir, lakk, þynnir, tinsel, hár, vír, tvinni, vax. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 simi 22275 - Takið eftir Ýtuvinna ★ Jarðvegsskipti ★ Fyllingarefni Sparið tíma fé og fyrirhöfn. Til leigu 26 tonna jarðýta í flest verk. Útvegum einnig önn- urtæki t.d. traktorsgröfu, beltagröfu, dráttarbíla, einnig allt fyllingarefni. Tökum að okkur stór sem smá verkefni. Vanir menn, góðar og afkastamiklar vélar. Hringdu og fáðu upplýsingar. Friðrik Bjarnason, heimasími 26380, bílasími 985-21536. Guðmundur Kristjánsson, heimasími 23349, vinnusími k 22333. Skrifin hafa ekki aukið hróður hitaveitustjóra Hér með segi ég upp áskrift minni að dagblaðinu Degi. Undanfarnar vikur hefur fátt komist að á síðum blaðsins annað en umfjöllun um hitaveitumál. Þau mál hafa lengi verið Akur- eyringum mikið hjartans mál vegna óánægju með okurverð á heita vatninu. Nú snúast umræð- ur aftur á móti um hitaveitu- stjórnarmál, og það hvort brott- vikning fyrrverandi hitaveitu- stjóra úr starfi sé réttlætanleg eður ei. Ég ætla mér ekki þá dul að geta lagt dóm á störf fyrrverandi hitaveitustjóra, enda hefur hinn almenni bæjarbúi litla möguleika á að fylgjast svo náið með störf- um embættismanna bæjarins. En þar sem það hefur hreint ekki tíðkast hér í bæ að gefa hátt sett- um bæjarstarfsmönnum reisu- passann á þennan máta, hlýl ég að ganga út frá því að þegar það gerist sé það ekki að ástæðu- lausu. Hitt er svo annað mál að skrif fyrrverandi hitaveitustjóra í Dag undanfarnar vikur hafa síður en svo aukið hróður hans í mínum augum. Miðað við innihald þess- ara greina skyldi maður ætla að enginn nema hann sjálfur hafi nokkurn tíma unnið ærlegt hand- tak við það sem viðkemur Hita- veitu Akureyrar. Það er sama hvort um er að ræða bæjarstjórn- armenn eða starfsmenn einka- fyrirtækja hér í bæ, allir virðast þeir hafa sýnt af sér meiri eða Varasamur vegur Anna Ingólfsdóttir hafði sam- band og vildi vara ökumenn við veginum sem liggur frá Lónsbrú og upp í Kræklingahlíð. Þessi vegur er ekki ruddur á veturna. Anna sagði að vegurinn liti sak- leysislega út sérstaklega neðan frá séð en hann væri í raun vara- samur því þar væri mjög auðvelt að festa sig í sköflum. Anna sagðist sjálf hafa lent í því að festast þarna og hún hefði verið lengi að losna. „Vegurinn er nokkuð úr leið og því getur verið löng bið eftir aðstoð,“ sagði Anna. minni embættisglöp og eða eigin- hagsmunapot. Ég get ekki varist þeirri hugsun að sá maður sem finnur sig knú- inn til að rægja og jafnvel níða fjölda manns opinberlega á þenn- an hátt hljóti að hafa til þess mjög annarlegar ástæður, svo ekki sé meira sagt. Og þá er ég komin að ástæð- unni fyrir því að ég óska ekki lengur eftir að fá Dag inn á mitt heimili. í þessari deilu hefur blaðið tek- ið eindregna afstöðu með öðrum deiluaðilanum og þar með mis- notað gróflega, að mínu mati, þá einokunaraðstöðu sem það óneit- anlega hefur sem eina alvöru fréttablaðið í héraðinu. Mælirinn varð endanlega fullur föstudaginn 31. október þegar blaðið birti helgarviðtal á heilli opnu, rækilega myndskreytt, eins og til að undirstrika þessa afstöðu sína. Þóra Magnúsdóttir. Svar: Wilhelm V. Steindórsson, fyrr- verandi hitaveitustjóri, hafði og hefur sama rétt og aðrir til að koma skoðunum sínum á fram- færi í Degi. Svo er að sjálfsögðu einnig um þá sem hann gagn- rýndi, enda var ekki um einhliða skoðanaskipti að ræða því ýmsir svöruðu fyrir sig. Ákvörðun um viðtai við Wil- heim var tekin á þeirri forsendu að einhverjum þætti e.t.v. for- vitnilegt að kynnast persónunni sjálfri, manninum á bak við hita- veitustjórann. Viðtalið var byggt upp með þetta í huga, en ekki til þess að ræða frekar um málefni Hitaveitunnar. Blaðið hefur ekki tekið afstöðu til málsins. virðingarfyllst, Ritstjóri. Eldrídansaklúbburínn Dansleikur verður haldinn í Lóni við Hrísalund, laugar- daginn 22. nóv. kl. 22.00. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.