Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 9
19. nóvember 1986 - DAGUR - 9 JþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson Hörkuleikur á Sauð- árkróki í kvöld - Tindastóll og Þór leika í 1. deildinni í körfubolta Tindastóll og Þór leika í kvöld í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik. Leikurinn sem fram fer í íþróttahúsinu á Sauðárkróki hefst kl. 19. Þórs- arar eru taplausir í deildinni til þessa en liði Tindastóls hefur gengið upp og ofan fram að þessu og tapaði óvænt fyrir UBK heima um síðustu helgi. Dagur hafði samband við þá Karl Jónsson fyrirliða Tindastóls og Hólmar Ástvaldsson leikmann Þórs og spurði þá um leikinn í kvöld en Hólmar er frá Sauðár- króki og lék með liðinu áður en hann fór í Menntaskólann á Akureyri fyrir fjórum árum. Við gefum Hólmari fyrst orðið. „Verður erfiður Ieikur“ „Þessi leikur leggst vel í mig en ég veit að hann verður erfiður og að við göngum ekki að sigrinum vísum. Þeir hafa mjög fljóta bak- verði en ef við náum að stoppa hjá þeim hraðaupphlaupin og hægja aðeins á þeim, tel ég að við höfum vinninginn. Þá veit ég að það verður erfitt fyrir þá að stoppa ívar Webster því þeir hafa ekki stóra leikmenn. Ég er nokk- uð bjartsýnn á sigur okkar en veit að það hefst ekki nema með bar- áttu. Þeir munu hafa áhorfendur á sínu bandi og það er alltaf gott að hafa þá með sér.“ - Nú ert þú að fara að spila gegn þínum gömlu félögum. Er það öðruvísi en fara í aðra leiki? „Já það er nú dálítið skrýtið og ég hálf kvíði fyrir því. Þetta eru allt strákar sem ég spilaði með fyrir nokkrum árum og spilaði með fóíbolta í sumar.“ - Þórsliðið er taplaust í deild- inni, telur þú möguleika á að lið- ið vinni sér sæti í Úrvalsdeild að ári? „Já ég tel raunhæfa moguleika á því en þá verðum við líka að vinna Tindastól í kvöld,“ sagði Hólmar Ástvaldsson að lokum. „Ætlum að selja okkur dýrt“ „Við vitum að þetta verður erfitt, á brattann að sækja. En við erum staðráðnir í að selja okkur dýrt og berjast til síðasta blóðdropa. Á góðum degi erum við ekki auð- unnir,“ sagði Karl Jónsson fyrir- liði fyrstu deildar liðs Tindastóls er hann var spurður hvernig leikurinn gegn Þór í körfunni í kvöld legðist í hann. Kalli sagðist vita að Tindastóls- liðið kæmi með allt öðru hugar- fari til leiksins í kvöld en í síðasta leik gegn Breiðabliki, þann leik hefði verið búið að vinna fyrir- fram. „Að auki komu þeir okkur á óvart strax í upphafi, náðu að stjórna gangi leiksins og stýra okkar leik að sínum. Ég hef trú á að við látum okkur þennan leik að kenningu verða og í ljósi þeirrar reynslu sem við fengum af honum muni barátta okkar fyrir tilveru liðsins í deildinni bera árangur,“ sagði Karl Jónsson fyrirliði Tindastóls. KK/-þá Knattspyrna: Konráð Óskarsson Eyjólfur Sverrisson. Tveir landsliðshópar valdir í körfubolta: Konráð og Eyjólfur í 21 árs hópinn - og fvar Webster í A-liðs hópinn ívar Webster þjálfari og leikmaður 1. deildar liðs Þórs í körfubolta er einn þeirra 20 leikmanna sem valdir hafa ver- ið í A-Iandsliðshóp Islands. Þá voru þeir Konráð Oskarsson leikmaður Þórs og Eyjólfur Sverrissoit frá Tindastóli valdir í landsliðshóp skipaðan Ieik- mönnum 21 árs og yngri. A-landsliði íslands hefur verið boðið að taka þátt í stórmóti sem fram fer í Svíþjóð í byrjun janú- ar. Auk íslands taka gestgjafarn- ir Svíar þátt í mótinu ásamt ísra- elum og Grikkjum en tvær síðast- nefndu þjóðirnar eru A-þjóðir í körfuknattleik en Svíþjóð er B- þjóð, þannig að um sterkt mót er að ræða. Vegna þessa móts og annarra verkefna sem framundan eru hef- ur landsliðsnefnd KKÍ vaiið tvo landsliðshópa, þ.e. A-lið og lið skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem áður segir. Hörður til Völsungs Völsungur á Húsavík hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi keppnistímabil í 1. deildinni í knattspyrnu. Hörð- ur Benónýsson hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið á "ý- Hörður er ekki ókunnugur í herbúðum Völsunga, hann lék síðast með liðinu í 2. deildinni 1982 og var þá einn af marka- hæstu mönnum liðsins. Árið eftir gekk hann til liðs við Magna á Grenivík og lék þar tvö keppnis- tímabil. Síðan lá leið hans í Mývatnssveitina þar sem hann lék með HSÞ-b síðustu tvö ár og nú seinna árið einnig sem þjálfari liðsins. Hörður hefur alltaf verið mjög marksækinn og í sumar var hann markahæstur í liði HSÞ-b í 4. deildinni, skoraði 18 mörk og vann liðið sér sæti í 3. deild undir hans stjórn. Hörður kemur örugglega til með að styrkja lið Völsungs mik- ið í þeirri hörðu keppni sem liðið á framundan í 1. deildinni. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Stefán vann Hauk og skorar á Sigbjörn Ekki náði Haukur Jakobsson að leggja Stefán Gunnlaugsson að velli í getraunaleiknum um helgina þrátt fyrir nokkuð stór orð fyrir helgi. Stefán var með 6 leiki rétta en Haukur 5 leiki. Stefán hcldur áfram enn eina vikuna og að þessu sinni hefur hann skorað á Sig- björn Gunnarsson. Sigbjöm er eftir því sem næst verður komist dyggur aðdáandi Aston Villa. Hann sagðist ekki verða í vandræð- um með að vinna Stefán, þar sem Stefán hefði ekkert vit á fótbolta. En við skulum sjá hvor hefur betur og hér er spá þeirra félaga: Stefán Sigbjörn Uerdingen-B.Munchen 2 Charlton-Southampt. x Chelsea-Newcastle 1 Coventry-Norwich x Everton-Liverpool x Man.United-Q.P.R. 1 Nottm.Forest-Wimbledon 1 Oxford-Tottenham 2 Sheff.Wed.-Luton 1 Watford-Leicester 1 West Ham-Aston Villa 1 Derby-Sheff.United 1 Uerdingen-B.Munchen x Charlton-Southampt. 1 Chelsea-Newcastle 1 Coventry-Norwich x Everton-Liverpool 1 Man.United-Q.P.R. 1 Nottm.Forest-Wimbledon 1 Oxford-Tottenham 2 Sheff.Wed.-Luton x Watford-Leicester 1 West Ham-Aston Villa x Derby-Sheff.United 1 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Um helgina var kynning á starfsemi Júdódeildar KA. Myndin var tekin í KA-heimilinu en þar fór kynningin fram Mvnd: EHB Sex frá KA i unal- ingalandsliði - Vel heppnaðir Júdódagar á Akureyri Sex ungir og efnilegir júdó- menn úr KA hafa verið valdir í landsliðshóp Islands 20 ára og yngri. Þetta eru þeir Freyr Gauti Sigmundsson, Benedikt Ingólfsson, Sigurbjörn Gestsson, Arnar Harðarson, Gunnar Gunnarsson og Baldur Stefánsson. Á næsta ári verður haldið Norðurlandamót karla 20 ára og yngri í Finnlandi. Með góðri ástundun fram að því móti eiga þessir drengir möguleika á því að keppa þar fyrir Islands hönd. Júdódeild KA hélt um helgina svokallaða júdódaga á Akureyri. Þar mætti m.a. landsliðsþjálfari íslands, Finninn Reino Fager- lund og var hann að skoða unga og efnilega júdómenn á Akureyri með tilliti til landsliðsvals og eins og kemur fram hér að ofan hlutu sex strákar náð fyrir augum hans. Markmiðið með kynningunni var bæði að kynna júdó fyrir almenningi og eins að afla fjár til rekstrar deildarinnar. Þessi kynning fór fram í KA-heimilinu Stefán Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður knatt- spyrudeildar KA á aðalfundi deildarinnar fyrir skömmu. Aðeins varð ein breyting á stjórninni að þessu sinni, Sveinn Brynjólfsson kom í stað Erlings Aðalsteinssonar. Aðrir í stjórninni eru þeir Ólafur Ólafsson, Gestur og að sögn Jóns Óðins Óðinsson- ar þjálfara tókst hún mjög vel og er talið að um 400 manns hafi komið við í KA-heimilinu um helgina. Jónsson, Gunnar Kárason, Örlygur ívarsson og Magnús Magnússon. Stjórnin hefur enn ekki skipt með sér verkum en það verður gert á fyrsta fundin- um. Tryggvi Gunnarsson marka- kóngur KA var heiðraður á aðal- fundinum en hann setti nýtt markamet í sumar er hann skor- aði 28 mörk í 2. deildinni. Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA: Stefán formaður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.