Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 7
19. nóvember 1986 - DAGUR - 7 Hafliði Jósteinsson: „Ánægjulegt að vinna að bamastarfinuu Það voru 350 manns í Húsavík- urkirkju á sunnudagsmorgun- inn og þangað var ánægjulegt að koma. Þar voru samankom- in foreldrar, afar, ömmur og börn, öll mætt í sunnudaga- skólann. Það var sungið af hjartans lyst undir stjórn Haf- liða Jósteinssonar kirkjuvarð- ar, Jónasínu Kristjánsdóttur, Guðrúnar Aðalsteinsdóttur sem lék á gítar og Hólmfríðar Benediktsdóttur við píanóið. Sr. Sighvatur Karlsson sagði börnunum sögu, auk þess að taka virkan þátt í söngnum. Þessi mikia aðsókn að sunnu- dagaskólanum á Húsavík er ekki nýtilkomin, það má segja að aðsókn hafi stöðugt verið að aukast undanfarin þrjú ár. Hópur áhugasams fólks hefur gengið til liðs við sóknarpresta til að starfa við skólann, einna fremstur í flokki þessa fólks er Hafliði Jósteinsson og hann er spurður um aðdraganda þessa líflega starfs. „Ég var búinn að sækja sunnu- dagaskólann í mörg ár, með börnunum mínum, þá var hann með allt öðru sniði, þar var frem- ur fámennt en hann var að vissu leyti góður og gerði gagn. Síðan fékk sr. Björn til liðs við sig unga konu, Sigurlínu Hilmarsdóttur en hún hafði tekið mikinn þátt í barnastarfi þar sem hún bjó áður. Sólveig Jónsdóttir og ég fórum síðan að taka þátt í starfinu með þeim og þá fóru hjólin að snúast svona rækilega, ýmsar nýjungar voru innleiddar, líflegur söngur við gítarundirleik og hreyfisöngv- ar. Aðsóknin fór að aukast og ég man eftir því að eitt sinn voru rúmlega fjögur hundruð manns í kirkjunni. bæði börn og fullorðn- ir. Sigurlína flutti úr bænum en síðastliðinn vetur önnuðumst við sr. Björn þetta starf ásamt Sól- veigu, Guðrúnu Aðalsteinsdótt- ur, Gunnari R. Jónssyni, Guð- rúnu Júlíusdóttur og Jónasínu Kristjánsdóttur. Þetta gekk mjög vel, foreldrar, afar og ömmur fóru að koma meira með börnun- um og mér fannst allir fara glaðir og ánægðir heim eftir sunnudaga- skólann. Hann hefst venjulega í byrjun október á haustin en við hættum um sumardaginn fyrsta á vorin. Nú er sr. Björn hættur störfum en sr. Sighvatur tekinn við, hann kemur með nýjungar þannig að börnin fá möppur og verkefni til að vinna heima. Möppurnar eru þannig útbúnar að í þeim eru reitir fyrir hvern sunnudag hvers mánaðar, börnin fá fallega, rauða stjörnu þegar þau mæta og það finnst þeim gaman. Presturinn segir sögu um mynd sem börnin fá, þau fara með myndina heim, lita hana og setja í möppuna. Það er heilmikið sungið og þetta er og á að vera þannig að börnin sjálf séu sem virkust í starfinu. Þau bera þetta að miklu leyti uppi með söngnum og þátttökunni í hreyfisöngvun- um. Ég hef veitt því athygli að í fyrstu voru foreldrarnir eins og hálf vandræðalegir, þeir virtust ekki taka mikinn þátt í söngnum en nú er fjöldi foreldranna farinn að taka virkan þátt í söngnum. Ég held að þeir finni að þeir sækja gleði og ánægju í kirkjuna með börnunum sínum. Það er ótrúlega mikil gleði að sjá yfir fjöldann í kirkjunni og manni finnst stórkostlega gaman að aðsóknin skuli vera með þeim hætti sem hún er.“ - Hverju þakkarðu þessa miklu aðsókn? „Ég hef enga einhlíta skýringu á henni en ég held að fólk finni löngun til að fara með börnun- um, þau hlakka til sunnudaga- skólans alla vikuna. Ef þetta væri eitthvað sem hvorki höfðaði til barna eða fullorðinna þá mundi aðsóknin ekki vera svona. Við reynum að gera skólann lifandi og skemmtilegan, ekki þannig að ekki megi æmta eða skræmta í börnunum, því þarna koma svo pínulítil kríli að þau eiga erfitt með að sitja hljóð. Það heyrist svolítið í þeim en það ger- ir ekkert til og við höfum sagt þeim sem eru með litlu börnin að þau skuli engar áhyggjur hafa af þessu.“ - Á hvaða aldri eru börnin sem koma? „Þau eru á aldrinum frá eins og hálfs árs og upp í 12 til 13 ára og meirihluti barnanna er stelpur. Strákarnir eru of fáir en þeim fer þó fjölgandi.“ - Heldur þú að þessi aðsókn að sunnudagaskólanum sé merki um trúarvakningu? „Ef til vill er þetta frekar að Hver bekkur var þéttsetinn. færast á þá hliðina, ekki beinlínis teikn um einhverja vakningu heldur að foreldrarnir finni þörf á að taka þátt og að fólk komi yfir- leitt ánægt heim og ég vona að þetta starf skili því sem þá sem að því standa langar til að það skili. Einnig held ég að kirkjusókn hafi aukist og það er skylda mín sem meðhjálpara að skrá kirkju- sókn við hverja athöfn sem fram fer. Þegar ég ber saman tölur sýnist mér að kirkjusókn hafi aukist, þó hún mætti vera meiri, en kirkjusókn segir ekki endilega allt um trúarlegan áhuga fólks. Sr. Sighvatur hefur hug á að breyta messuformi og ég hugsa að það muni auka kirkjusókn. En í lok þessa spjalls vildi ég þakka sr. Birni mjög ánægjulegt og gott samstarf sem hefur verið mér lær- dómsríkt og þroskandi og ég vænti þess að eiga gott samstarf við hinn nýkjörna prest. Einnig vildi ég nota tækifærið til að færa öðrum, sem ég hef átt hið besta samstarf við, þakkir. Þar vil ég nefna Arnljót Sigurjónsson, formann sóknarnefndar og gjald- kera sóknarnefndar, Þormóð Jónsson. Þessir menn eru að hverfa frá störfum eftir mikið og gott starf, hlutirnir hafa gengið vel og verið í reglu og að mínu mati hefur ekki borið neinn skugga á mitt samstarf við þá.“ IM Hólmfríður Benediktsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Jónasina Kristjánsdóttir, Hafliði Jósteinsson, kirkjuvörður og sr. Sighvatur Karlsson. Myndir: im

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.