Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. nóvember 1986 viðtal dagsins. MCHJSi ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._____________________________ Embættismannakerfið þungt í vöfum Embættismannakerfið í landinu fékk þunga ákúru á dögunum og frá ekki ómerkari manni en forsætisráðherra. Embættismenn hafa lengi haft það orð á sér að þeir ráðskist meira og minna með hin ýmsu mál sem ekki sé í þeirra verka- hring að taka neinar ákvarðanir um. Einkum hef- ur það verið gagnrýnt að erfiðlega gangi að fá mál afgreidd frá kerfinu, jafnvel þó að stjórn- valdsákvörðun liggi fyrir um afgreiðslu málsins. Kerfið er talið vera þungt í vöfum. Forsætisráðherra viðhafði gagnrýni sína vegna eins ákveðins máls er snertir skreiðarút- flutning og endurreikning vaxta. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um afgreiðslu málsins í ágúst og um miðjan nóvember var það ennþá fast í kerf- inu, nánar tiltekið í Seðlabankanum. For- sætisráðherra sagði í viðtali við dagblaðið Tím- ann af þessu tilefni: „Ég verð því miður að segja að þegar ríkis- stjórnin tekur ákvörðun, þá tekur vikur og mán- uði að koma einföldum málum í gegnum emb-l . ættismannakerfið, sérstaklega bankakerfið. Ég held að þeir séu orðnir allt of margir þessir emb-i ættismenn í bönkunum og að það mætti fækka þeim og láta málin ganga hraðar fyrir sig. Þetta er satt að segja að verða alvarlegt mál, því hér er bunki af svona málum sem stranda á einhverj- um embættismönnum sem eru að gera sig digra, þótt ákvörðun ríkisstjórnarinnar liggi fyrir," sagði forsætisráðherra í þessu fréttaviðtali. Athyglisvert er að ráðherra telur seina afgreiðslu mála ekki stafa af því að ekki séu nægilega margir embættismenn til að sinna þeim, heldur þveröfugt. Embættismenn séu orðnir of margir og mál velkist í kerfinu, frá manni til manns. Oft er haft á orði að í ráðuneyt- um og öðrum embættismannastofnunum fari allt of mikill tími í það að flytja til pappíra. Þá eru píslargöngur sveitarstjórnamanna á vit emb-i ættismannakerfisins í höfuðborginni þekkt fyrirbæri. Stór hluti af starfstíma þeirra fer í að ganga á milli stofnana. Það er eins og eitthvert tregðulögmál sé inn- byggt í stjórnkerfinu, sem veldur því að af- greiðsla mála verður seinvirk. Flestir embættis- menn eru vafalaust hæfir og allir af vilja gerðir að hðka til fyrir málum sem bíða afgreiðslu. Á hinn bóginn er vitað að innan raða þeirra eru smákóngar sem telja sig hafna yfir það að taka við fyrirmælum frá löglega kjörnum yfirvöldum landsins. Stirt embættismannakerfi er ekkert sérfyrir- brigði á íslandi. Þetta er þekkt í flestum löndum og einkum þar sem skrifræði er í hávegum haft. Það er nauðsynlegt að vanda til afgreiðslu mála, um það þarf ekki að deila, en ef skrifræðið er far- ið að verða til skaða þarf að leita leiða til einföld- unar. HS m Ingibjörg Auöunsdóttir og Hilda Torfadóttir í góðum hópi. Nýjungar í forskólakennslu -Tilraunakennsla á málörvunarefni og nýtt myndband um lestrarkennslu Nýlega var haldið námskeið á vegum Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra fyrir for- skólakennara á Akureyri. Umsjón með námskeiðinu hafði Ingibjörg Auðunsdóttir, leiðbeinandi í byrjenda- kennslu, en auk hennar höfðu leiðsögn Valdís Jónsdóttir, talkennari, sem fjallaði um máltöku barna og Hilda Torfa- dóttir, leiðbeinandi í íslensku, sem kynnti nýtt málörv- unarefni og verður það til- raunakennt á Akureyri í vetur. Tvennt nýtt kom fram á þessu námskeiði, það er málörvunar- efnið sem áður er minnst á og myndband um byrjendakennslu sem nýlega er lokið vinnu við. Á blaðamannafundi sem haldinn var eftir námskeiðið kynntu þær Hilda og Ingibjörg þessar nýjungar. Málörvunarefnið er þýtt, endursamið og staðfært úr sænsku og dönsku af Hildu, sem einnig mun hafa umsjón með til- raunakennslunni. Sagði Hilda að það væri byggt á hugmyndum Ingvars Lundbergs, sem er próf- :essor í málvísindum í Umea í Svíþjóð. Þetta eru málörvunar- leikir, sem verða æfðir í 15-20 mín. á dag og hafa rannsóknir Ingvars Lundbergs sýnt, að notk- un þeirra örvar málþroska, ef þeir eru notaðir eftir settum reglum. Þá er búið að kenna börnunum hugtök og auka til- finningu þeirra fyrir málinu, þannig að þeim gangi betur að læra að lesa. í vetur á að kenna þetta efni í öllum forskólabekkjum á Akur- eyri og Dalvík og síðan verður fylgst með þessum börnum næstu 3 árin í lestrarnámi. Markmið til- raunakennslunnar er í stuttu máli það að skjalfesta að á íslensku sé samhengi milli málþroska og lestrarnáms fyrstu þrjú árin, að sanna að málþroska er hægt að örva með skipulagðri og mark- vissri málörvun og að þróa mál- örvunarkerfið þannig að hver kennari geti aðlagað það sinni kennslu. Sagði Hilda að þetta væri í fyrsta skipti sem námsefni væri tilraunakennt á vegum Fræðslu- skrifstofu Norðurlands eystra og því merkur áfangi í starfsemi hennar. Hins vegar hefur þetta verið gert áður, en ekki mark- visst og því ekki borið sama árangur. Tilraunakennslan miðar að því að örva málþroska barna. Þegar barnið getur leikið með mál, vísur og þulur - þegar það skilur að hægt er að skipta því sem við segjum, í setningar, orð, samstöfur og hljóð, þá er það á réttri leið. Hilda var spurð hvort hún hefði samanburðarhóp, þ.e. börn sem ekki fá málörvun og sagði hún að það yrði reynt. Á námskeiðinu voru sýnd tvö myndbönd. Annað er gamalt í eigu Fræðsluskrifstofunnar, en hitt er nýtt. Það er tekið í Lundarskóla síðast liðið vor. Þar er verið að benda á ákveðin vinnubrögð í lestrarkennslunni, bæði nýjar og gamlar aðferðir. Það er notuð hljóðlestraraðferð, önnur aðferð frá Svíþjóð, LTG aðferðin og fleiri aðferðir. Þar er gengið út frá máli barnanna meira en að nota lestrarbækur. í myndbandinu fara börnin í ferð fram í Kjarnaskóg. Þegar heim var komið ræddi kennarinn við nemendur um ferðina og síðan var búin til saga um hana. Út úr þeim texta var tekið ákveðið hljóð, í þessu tilfelli a, og það var kennt. Þetta er byggt á þeirri hugmynd að börnin eigi auðveld- ara með að lesa erfiðan texta ef hann er þeirra eigin. Markmiðið er að byggja námið á leik og að börnin fái að vinna frjótt starf. Sagði Ingibjörg að þetta væri fyrsta myndbandið sem útbúið væri á vegum Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra til þessara nota og vonandi verður framhald þar á. Þjónustusvæði F.N.e nær frá Ólafsfirði austur á Þórshöfn. Myndband eins og þetta gefur leiðbeinendum möguleika til að kynna nýjar kennsluaóferðir í afskekktum skólum á svæðinu á mun einfaldari hátt en verið hef- ur til þessa. Aðspurðar sögðu þær Hilda og Ingibjörg að ekki væri verið að auka kennslu í forskólanum held- ur væri verið að taka upp nýjar aðferðir. Sögðu þær að forskóla- kennarar á Akureyri hefðu unnið mjög markvisst starf í haust og hafa vaknað 2 spurningar í fram- haldi af því. Sú fyrri er hvernig megi fækka nemendum í deildum í forskólanum. Þeir eru 15-22 í deildum þar sem 1 kennari er og allt upp í 39 nemendur þar sem 2 kennarar eru. Þetta háir kennur- unum mjög í starfi því það er erf- itt að sinna einstaklingnum þar sem svona mikill fjöldi er. Hin spurningin var hvernig megi bæta námsumhverfi og aðstöðu barna í 1. bekk. Foreldrar 6 ára barna borga efnisgjald og í gegnum árin hefur verið hægt að nýta þessa peninga vel og búa stofur forskól- ans vel út. En síðan þegar er komið upp í 1. bekk eru skóla- stofurnar ekki eins vel búnar kennslugögnum. Þá miðast nám- ið meira við bækurnar en minna við skapandi starf. -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.