Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 3
19. nóvember 1986 - DAGUR - 3 Vegaframkvæmdir við Raufarhöfn í haust lauk vegaframkvæmd- um í nágrenni Raufarhafnar en vegurinn frá kauptúninu að flugvellinum var endurbættur. Þá var sett ný brú á Deildará. Áætlað er að leggja bundið slitlag á veginn síðar. „Þetta eru 3520 metrar nákvæmlega" sagði Sigurður Oddsson hjá Vegagerð ríkisins. „Við fórum að Hólsá en þaðan er nýr vegur að flugvellinum. Veg- urinn frá Flugvellinum að Orm- arsá var styrktur af viðhaldsfé. Tilboðið hljóðaði upp á kr. 6.502.000, þar af kostaði brúin á Deildará 1.600.000 krónur. Brú- in er ekki stór, aðeins 10 metra löng.“ „Þetta var boðið út. Fyrirtækið sem fékk verkið var Arnarfell h.f. og menn eru ánægðir með þetta hjá þeim, þeir hafa gert þetta vel og snyrtilega,“ sagði Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. „Vegurinn sem var hér fyrir var bara troðningur. Hann var svo lélegur að menn voru hættir að halda honum við. Þetta er hluti af hringveginum og virkileg samgöngubót“ sagði Gunnar. EHB Kvenfélag Nessóknar: Vanþóknun á ákvörðun mennta málaráðherra Það er eins gott að vera vel gallaður í þessu sporti, en þessi ungi maður var að kanna nýju brúnna á Leiruvegi í gær! Mynd: RÞB Á haustfundi Kvenfélags Nes- sóknar, Aðaldælahreppi, Suð- ur-Þingeyjarsýshi, sem haldinn var í Alftanesi 8. nóvember sl. var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Haustfundur í Kvenfélagi Nessóknar lýsir vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun menntamála- ráðherra að skerða stuðnings- og sérkennslu í Norðurlandskjör- dæmi eystra um hvorki meira né minna en 75%, miðað við það sem farið var fram á, meðan höfuðborgarsvæðið og Austur- landskjördæmi halda sínum hluta óskertum. Fundurinn álítur að þarna sé um freklega mismunun að ræða og í reynd sé eyririnn sparaður en krónunni kastað. Menntun og þroski margra einstaklinga stend- ur og fellur með þessari hjálp fyrstu skólaárin. Þá skorar fundurinn á konur um land allt að standa saman um þetta brýna mannréttinda- og hagsmunamál og láta í sér heyra.“ Akureyri: Málþing haldið um menningarmál Menningarmálanefnd Akur- eyrar gengst á laugardag fyrir málþingi um menningarmál og hefst það kl. 13.30 í bóknáms- álmu Verkmenntaskólans á Eyrarlandsholti. Eftir setningu formanns nefnd- arinnar verða flutt stutt erindi. Pétur Einarsson leikhússtjóri tal- ar um leiklist, Helgi Vilberg skólastjóri um myndlist, Jón Hlöðver Áskelsson skólastjóri um tónlist, Jón Laxdal Halldórs- son skáld um ritlist, Lárus Zoph- oníasson amtsbókavörður um söfn og þeir Hermann Sigtryggs- son æskulýðs- og íþróttafulltrúi og Steindór Steindórsson for-j^ stöðumaður um félagsmál. í framhaldi af inngangserind- um verður efnt til hópfunda og síðan verður sameiginlegur fundur, þar sem gerð verður grein fyrir hópumræðunum og framsögumenn og fulltrúar menningamálanefndar sitja fyrir svörum. Kaffiveitingar verða á staðnum og listamenn í bænum munu með svipmyndum úr list sinni sjá um að skapa þinginu heppilegan ramma. Málþingið er öllum opið. Skorað á Stefán til framboðs Stuðningsmenn Stefáns Val- geirssonar safna nú undir- skriftum þar sem skorað er á hann að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum. I fréttatilkynningu frá stuðn- ingsmönnum segir að þess sé vandlega gætt að þeir sem skrifa sig á lista séu raunverulegir stuðningsmenn Stefáns og tilbún- ir að styðja hann með ráðum og dáð. Þar segir einnig að undir- skriftasöfnunin gangi vel, en vegna þess forms sem haft er á henni sé fólk hvatt til þess að hafa samband við Harald M. Sig- urðsson í síma 23880, vilji það fá nafn sitt á lista eða fá lista til að safna á undirskriftum. Þá hefur Guðlaugur Laufdal Aðalsteins- son á Húsavík, sími 41261, lista í sama tilgangi. Kjörorð þeirra sem að þessum k áskorunum standa eru: Styðjum alvöru byggðastefnu - skorum á Stefán. FAUGLYSING! Danskur undrakoddi fyrir þreyttar axlir Talið er að mannskepnan eyði að minnsta kosti einum þriðja af ævi sinni í rúminu. Það er því mikils um vert að búnaður í rúminu sé sem allra bestur. íslendingar eru nú farnir að sofa í góðum rúmum meira en áður tíðkaðist og hinir ill- ræmdu „fermingarbekkir" sjást nú varla í heimahúsum lengur. Við fréttum af nýrri tegund kodda sem átti að vera algjör undrakoddi. Slíkum upplýsingum ber að taka með varúð og það var með slíku hugarfari sem við ákváðum að prófa þennan kodda. Axlirnar eru „fríar“ Koddinn er úr svampi og í honum er loftrásarkerfi sem tryggir að eðlilegt hitastig helst í koddanum allan ársins hring. Hliðar koddans eru misháar og er hærri hliðin nær hálsinum þann- ig að axlirnar eru „frjálsar". Þann- ig styður koddinn betur við höfuð- ið en venjulegur koddi hvort sem legið er á baki, maga eða hlið. f stuttu máli stóðst koddinn prófið og reyndist mjög vel. Það eru ekki aðeins axlirnar sem hafa það betra eftir hálfsmánaðar notk- un koddans heldur einnig hálsinn sem virðist hafa hvílst betur á þessum danska kodda. Bay Jacobsen hannaði ekki að- eins koddann heldur einnig dýnu sem mikið hefur verið af látið. Sé sofið á röngu eða lélegu und- irlagi getur gætt stífleika í baki á morgnana. Morgunstund gefur gull í mund .eftir væran svefn á heilsudýnu og kodda frá Bay Jacobsen. hefur sagt í blaðaviðtali að hann hafi ekki sofið vært eina einustu nótt í fjöldamörg ár. Þegar hann kom fyrst fram með hugmyndina að heilsudýnunni og koddanum hristi fólk höfuðið og hafði ekki trú á honum. En eiginkona hans og fjölskylda stóð á bak við hann og nú er fyrirtæki Jacobsens orðið að stórfyrirtæki sem framleiðir þessar vörur. Heilsudýnan var útfærð í sam- vinnu við endurhæfingardeild hér- aðssjúkrahússins í Árósum og heimilislækni Jacobsens. Dýnan er 3 cm á þykkt og þann- ig gerð að hún er fyllt af kúlum (ekki eldfimum) sem einangra og nudda vöðvana. Kúlurnar dreifa þyngd líkamans á dýnuna þannig að blóðstreymið verður óhindrað um vöðvana og dreifir álagspunkt- um líkamans. Dýnan hefur einnig þau áhrif að halda lfkamshitanum stöðugum. Hjá fólki sem er bak- veikt og hefur liða-, bak eða vöðvaverki getur lítils háttar hita- tap aukið á verkina. Dýnan dreifir þyngd líkamans vel á undirlagið þannig að svefninn verður meira afslappaður. Dýnan og koddinn hafa verið á markaði hér á landi í rúmt ár og hefur verið látið mjög vel af þeim. Sjúkraþjálfarar á Akureyri og Húsavík, sem prófað höfðu dýn- una og koddann, luku miklu lofs- orði á þessar vörur og telja t.d. að koddinn ætti mjög vel við slit í hálsi. Koddinn kostar 1980 kr. og dýnan 4.950. kr. Ef þú, innan 14 daga, sérð eftir því að hafa keypt dýnuna og kodd- ann þá skilar þú þeim aftur og færð endurgreitt. Það er því allt að vinna en engu að tapa. Svaf aldrei vært eina einustu nótt Bay Jacobsen, sem er danskur mál- arameistari, átti sjálfur við lang- varandi sjúkdóm að stríða. Hann ^SivöPubœrF HUSGAGNAVERrMyndir IM TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRl SlMI (96)21410

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.