Dagur - 19.11.1986, Blaðsíða 11
19. nóvember 1986 - DAGUR - 11
Jeiklist.
Úr sýningu Leikfélags Húsavíkur „Síldin kemur og sfldin fer.
Mynd: IM
Leikfélag Húsavíkur:
Fólk uppgefiö eftir
allan hláturinn
- á frumsýningu á „Síldin kemur og síldin fer“
„Ef ekki verður góð aðsókn að
þessari sýningu, þá veit ég ekki
hvað á að bjóða fólki að sjá.“
Setningu þessa efnis hafa margir
frumsýningargestir Leikfélags
Húsavíkur sagt síðan á laugar-
dagskvöld er leikfélagið frum-
sýndi nýjan íslenskan söngleik,
Síldin kemur og síldin fer eftir
systurnar Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Leikstjóri er Rúnar
Guðbrandsson sem jafnframt
hannaði leikmynd og búninga.
Sigurður Hallmarsson málaði
leiktjöldin, sviðsbúnaður er ein-
faldur en skilar fyllilega sínu
hlutverki. Sýningarstjórar og
aðstoðarmenn leikstjóra eru
María Axfjörð og Ása Gísladótt-
ir, verkið skiptist í marga þætti
eða atriði og ganga skiptingar
fljótt og vel fyrir sig. Jón Arn-
kelsson og Bert Jonker eru ljósa-
meistarar og búninga saumuðu
Dómhildur Antonsdóttir, Anton-
ía Sveinsdóttir og Elín Sigtryggs-
dóttir. Steinunn Áskelsdóttir sér
um förðun og hárgreiðslu. Marg-
Jólamerki
Framtíðar-
innar
Jólamerki kvenfélagsins
„Framtíðin“, á Akureyri, er
komið út.
Merkið er gert af myndlistar-
konunni, Iðunni Ágústsdóttur og
er prentað í prentverki Odds
Björnssonar hf., Akureyri.
Sölustaðir eru: Póststofan
Akureyri, Frímerkjahúsið og
Frímerkjamiðstöðin í Reykjavík.
Félagskonur sjá um sölu á Akur-
eyri.
Merkið kostar 7 krónur og all-
ur ágóði af sölunni rennur í elli-
heimilissjóð félagsins.
ir söngvar eru í verkinu, Sigurður
Hallmarsson, Ingimundur Jóns-
son og Kristján Halldórsson ann-
ast undirleik. Auk þessa hafa
fjölmargir aðrir félagar leikfé-
lagsins lagt hönd á plóginn til að
þessi ágæta sýning kæmist á fjalir
gamla Samkomuhússins.
Verkið fjallar um eitt sumar í
síld, það hefst á því að einn
heimamanna í plássinu fárast yfir
væntanlegri komu allra utanbæj-
armannanna sem ætla að elta
síldina sem það eitt er vitað um:
Að hún stingur sér. Heimamað-
urinn er leikinn af Ingimundi
Jónssyni sem að vanda bregst
ekki vonum leikhússgesta og
skemmtir þeim strax konunglega
með austfirskum framburði.
Síðan rekur hvert atriðið
annað, við fylgjumst með fólkinu
þar sem það bíður eftir rútunni
sem á að flytja það til Fagrafjarð-
ar, vinnan á söltunarplaninu,
landlega, dansleikur, gleði, sorg-
ir og ástarævintýri sumarsins. Oft
er ljósinu beint að símstöðinni á
staðnum, þar er Herdís Birgis-
dóttir í hlutverki Málfríðar tal-
símakonu sem hún túlkar á ein-
staklega skemmtilegan hátt.
Alls taka 27 leikarar þátt í sýn-
ingunni, þar er bæði um reynda
leikara og óvant fólk að ræða en
allir skila hlutverkum sínum
mjög vel. Senuþjófur í verkinu er
tvímælalaust Þorkell Björnsson
sem leikur fyllibyttuna, Lilla af
mikilli innlifun. í raun þyrfti hver
áhorfandi að sjá sýninguna
tvisvar, einu sinni til að fylgjast
með svipbrigðum Þorkels og í
annað sinn til að fylgjast með
verkinu í heild, því oft er mikið
um að vera á sviðinu.
Sprengur verkstjóri, sem Jó-
hannes Einarsson leikur, er á
fullu undir öruggri stjórn Berg-
mundar síldarkóngs, í túlkun
Svavars Jónssonar og skila þeir
þessum ólíku hlutverkum á hinn
ágætasta hátt. Dugnaðarforkana
Jöklu og Sigþóru leika Margrét
Halldórsdóttir og Hrefna Jóns-
dóttir á eftirminnilegan hátt og
sama má segja um Geirþrúði
Pálsdóttur og Sigríði Harðardótt-
ur í hlutverkum farandsöltunar-
stúlknanna Hullu og Villu.
Kristján Halldórsson, Ævar
Ólason og Sigurður Þrastarson
eru í hlutverkun aflamannanna
Ponna og Konna og málarans,
þeir eru allir trúverðugir sem
gæjar sjötta áratugarins. Dagný
Guðlaugsdóttir skilar vel hlut-
verki Guðríðar gömlu. Nýtt fólk
á sviðinu, Vigfús Sigurðsson og
Þóra Aðalgeirsdóttir í hlutverk-
um Lóu og Óla skila einnig hlut-
verkum sínum með prýði og nú
sýndi Sigurður Hallmarsson okk-
ur hvernig sýslumenn eiga að
vera, af sinni alkunnu snilld.
Sýningin er létt, fjörug og
bráðskemmtileg og að vonum var
leikurum, leikstjóra og höfund-
um fagnað innilega í leikslok
með lófataki og blómum.
Ef fólk hefur áhuga á að
skemmta sér vel eina kvöldstund
ætti enginn að láta þessa sýningu
Leikfélags Húsavíkur fram hjá
sér fara. Þó væri ekki úr vegi að
æfa nokkrar hláturrokur dagana
fyrir sýninguna, að frumsýning-
unni lokinni bar á því að fólk
væri alveg uppgefið eftir allan
hláturinn. IM
Trésmiði og verkamenn
vantar nú þegar.
Pan hf. sími 23248.
Kynning á litun
vikuna 17.-21. nóvember
15% afsláttur
★ Litun
★ Strípur
★ Glansskol
^ Glossing
Söngfólk
Söngfólk
Kirkjukór Glerársóknar auglýsir eftir áhugasömu
söngfólki í allar raddir.
Æfingar einu sinni í viku.
Margrét Bóasdóttir söngkona þjálfar raddir kór-
félaga kvöldin 26.-29. nóv.
Kórinn æfir fjölbreytta söngskrá.
Framundan er stór áfangi, vígsla, hluta hinnar
nýju Glerárkirkju í febrúar.
Komdu og vertu meö í skapandi starfi og
skemmtilegum félagsskap.
Upplýsingar veita:
Jón Hlöðver Áskelsson, sími 23742,
Aðalbjörg Áskelsdóttir, sími 25713.
Kirkjukór Glerársóknar.
Auglýsing
um innheimtu þinggjalda á Akureyri,
Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu.
Síðasti gjalddagi þinggjalda 1986 er hinn 1. des-
ember nk. Er því hér meö skorað á alla gjaldendur
þinggjalda á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu er
enn hafa ekki gert full skil, að greiða gjöldin nú þegar
til embættisins, svo komist verði hjá óþægindum,
kostnaði og frekari dráttarvöxtum er af vanskilum
leiðir. Dráttarvextir eru nú 2,25% fyrir hvern van-
skilamánuð.
Sömuleiðis eru kaupgreiðendur hér með minntir á að
skila þegar til embættisins sköttum starfsmanna.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík.
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
17. nóvember 1986.
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtök fyrir vangreiddum sölu-
skatti mánaðanna júlí, ágúst og september 1986,
sem á hefur verið lagður á Akureyri, Dalvík og í
Eyjafjarðarsýslu, svo og fyrir viðbótarsöluskatti og
söluskattshækkun til þessa dags.
Ennfremur tekur úrskurðurinn til þungaskatts sam-
kvæmt mæli af díselbifreiðum fyrir mánuðina júní,
júlí, ágúst og september sl., þ.e. af bifreiðum með
umdæmismerki A.
Loks tekur úrskurðurinn til skipulagsgjalds af ný-
byggingum, vinnueftirlitsgjalds, þinggjaldahækkana,
dráttarvaxta og kostnaðar.
Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu
úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík.
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
17. nóvember 1986.
Áhrifamikill auglýsingamiðill