Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 2. desember 1986 227. tölublað FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106- Simi 22771 ■ Pósthólf 198 .1 ! iw gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á 1 laugardögum frá kl. 9-12. Upphitunarkostnaður á Blönduósi: „Tölur frá Orkustofn- un eru villandi“ - segir Haukur Sigurðsson sveitarstjóri „Forsendur Orkustofnunar eru mjög villandi og við Guð- bjartur Ólafsson, tækni- fræðingur bæjarins, höfum kannað þetta mál nánar,“ sagði Haukur Sigurðsson sveit- arstjóri á Blönduósi. Frétt blaðsins í gær um upphitunar- kostnað á Norðurlandi hefur vakið umtal og þá sérstaklega á Blönduósi. „Orkustofnun mun nota í þess- um útreikningum sínum 4,8 mín- útulítra fyrir þetta rými, 377 rúm- Leiruvegurinn: Tilbúinn fyrir jól „Ég er vongóður um að hægt verði að opna Leiruveginn til almennrar umferðar í kringum 20. desember svo framarlega sem ekkert stórvægilegt fari úr skorðum,“ sagði Franz Arna- son hjá Norðurverki h.f. á Akureyri en nú er unnið mest- allan sólarhringinn við veginn. Norðurverk h.f. hefur orðið fyrir nokkrum töfum vegna áhrifa sjávarfalla á vinnuaðstöð- una. „Eftir að við fórum að grafa þetta upp og ýta úr efni sem er komið upp úr sjó þá höfum við getað unnið mestallan sólar- hringinn. Við erum með fjórar jarðýtur í vinnu þarna og þrjár stórar beltagröfur. Síðan eru fjórir vörubílar og fjórir dráttar- bílar í malarflutningum,“ sagði Franz. EHB metra, og þar blandast fasta- gjaldið inn í sem er miklu hærra annars staðar. En íbúðir hér nota alls ekki 4,8 lítra á þetta rými. Guðbjartur tók 20 íbúðir af þess- ari stærð af handahófi og það kemur í ljós að raunkostnaður, eftir hækkunina, er ekki 40.932 kr. heldur 33.888 kr. Þetta er raunkostnaður, hinn raunveru- legi samanburður, sú upphæð sem fólk greiðir að meðaltali á ári fyrir þetta rými,“ sagði Haukur. Hann vildi einnig leiðrétta það að vatnið væri 62 gráður upp úr holunum. Pað kemur um 72 gráðu heitt úr holunum en er hins vegar um 62 gráður við húsin. Guðbjartur Ólafsson benti á það að svipaður misskilningur hefði komið upp í fyrra í svona samanburði, en málið væri það að fólk notaði alls ekki þessa 4,8 lítra sem eru forsendur Orku- stofnunar. Haukur Sigurðsson sagði það mikilvægt að fá þennan samanburð réttan, tölurnar frá Orkustofnun gæfu ekki rétta mynd af upphitunarkostnaði á Blönduósi. Með þessar upplýsingar að leiðarljósi tróna Siglfirðingar með 37.860 kr. og Akureyringar með 37.608 kr. á toppnum varð- andi upphitunarkostnað á Norðurlandi, miðað við tölur Orkustofnunar frá 1. október. Húsvíkingar eru lægstir með sín- ar 11.250 kr. en hitaveita þeirra stendur á gömlum merg, eins og Hitaveita Reykjavíkur, og var komin í gagnið áður en utanað- komandi þættir á borð við olíu- kreppu og verðskekkingu fóru að gera mönnum lífið leitt. SS Sunnudagurinn síðasti var fyrsti sunnudagur aðventukvöld í Glerárskóla. aðventu. Af því tilefni var Mynd RI»B. Stefán fer í sérframboð Stefán Valgeirsson kunngerði það í fréttatíma Sjónvarpsins í gærkvöld, að hann hygðist fara í sérframboð í Norðurlands- kjördæmi eystra í komandi alþingiskosningum. Stefán hélt fund með stuðningsmönnum sínum á laugardag og í fram- lialdi af þeim fundi tók hann þessa ákvörðun. Svo sem kunnugt er hefur stað- ið yfir undirskriftasöfnun til stuðnings Stefáni frá því að hann beið lægri hlut í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í kjördæminu. Alls munu hafa safnast um 900 undirskriftir þar sem skorað er á Stefán að fara í sérframboð. Stefán hyggst leita eftir sam- þykki til að bjóða sig fram undir listabókstöfunum BB, sem gefur til kynna að um framsóknar- framboð sé að ræða. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjir koma til með að skipa list- ann ásamt Stefáni. Þó hafa séra Pétur Þórarinsson á Möðruvöll- um og Þórólfur Gíslason kaup- félagsstjóri á Þórshöfn heyrst nefndir sem líklegir til að skipa 2. og 3. sæti listans. BB. Bæjarráð Akureyrar: Bærínn taki ekki þátt í hlutafjáraukningu ÚA - „Bjóst ekki við öðru,“ segir Sverrir Leósson stjórnarformaður Á síðasta aðalfundi Útgerðar- félags Akureyringa var stjórn- inni veitt heimild til að auka hlutafé félagsins um tæplega 43 milljónir, úr 107 milljónum, rúmum, í 150 milljónir. Eins og lög um hlutafélög gera ráð fyrir er núverandi hluthöfum Akureyri: Stöðva skilyrði bæjarráðs kaup á skíðabátnum? „Málin standa mjög Ula í dag og þær kröfur sem bæjaryfir- völd fara fram á varðandi ábyrgð eru slíkir afarkostir að ég er hræddur um að ekki sé hægt að ganga að þeim,“ sagði Haukur Snorrason. Hann ásamt bróður sínum Erni hefur lengi verið með þá hugmynd að reka skíðaskip til fólksflutn- inga við Eyjafjörð. Á síðasta ári voru þeir búnir að tryggja sér skíðaskip sem þeir ætluðu að reka, en þegar til kom gat ekki orðið af því. Nú um nokkurn tíma hafa þeir bræður verið með norskan skíðabát til reiðu sem þeir geta fengið, en frestur til að ákveða kaupin renn- ur út þann 10. desember. Fyrir nokkru samþykkti Atvinnumálanefnd Akureyrar umsókn þeirra bræðra um ábyrgð bæjarins á láni frá Landsbanka íslands upp á 5 milljónir króna. Þegar málið kom fyrir bæjarráð gerði það ýmsar athugasemdir varðandi umsóknina og segir Haukur að þær kröfur sem fram komi séu mjög óaðgengilegar og tími til ákvarðana sé allt of stuttur. í bókunum bæjarráðs um málaleitan Norðurskips eins og fyrirtækið heitir segir: „Bæjarráð leggur til að Akureyrarbær veiti Norðurskipi h.f. einfalda ábyrgð á láni frá Landsbanka fslands að upphæð allt að 5,0 milljónir króna til kaupa á skíðaskipi frá Noregi að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum: 1. Nýtt hlutafé félagsins verði a.m.k. 4,0 milljónir kr. 2. Hlutafélagið og skipið verði skráð á Akureyri. 3. Fyrsti veðréttur í skipinu verður til tryggingar ábyrgð Akureyrarbæjar.“ Einnig segir: „Akureyrarbær áskilur sér allan rétt til að kanna greiðslugetu og raunverulegan vilja væntanlegra hluthafa og verður ekki gengið formlega frá ábyrgðinni fyrr en skuldbinding- ar þeirra liggja fyrir.“ „Þessir kostir eru þess eðlis að mjög erfitt er að ganga að þeim skilyrðum vegna þessa stutta fyrir- vara sem er til 10. desember. Krafan um að hlutafé verði aukið um 4 milljónir króna er slík að ég sé ekki að ég geti náð því fé saman. Ég er búinn að leggja það mikið í sölurnar á síðustu 2 árum að ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði ekki haft trú á því. Eins og stendur er ég ekki búinn að taka neina ákvörðun, en tíminn er naumur. Það lítur út fyrir að bæjarráð hafi ekki trú á þessu fyrirtæki og þess vegna hefði verið betra að fá neitun, en jákvætt svar með slíkum afar- kostum," sagði Haukur. Fresturinn til kaupanna á skíðabátnum er til 10. des. Hauk- ur sagði að ítalskt fyrirtæki biði eftir ákvörðun sinni, „Því þeir bíða með kaupverðið tilbúið,“ sagði hann. gej- geflnn kostur á forkaupsrétti að nýjum hlutabréfum, og hafa þeir frest til 15. desember til að ákveða slíkt eða hafna. Akur- eyrarbær á 72,4% hlutafjár í tJA og því forkaupsrétt í sama hlutfalli, en á fundi bæjarráðs 25. nóvember var ákveðið að hafna forkaupsréttinum. Um það hvaða áhrif það hefði að bæjarsjóður hafnaði forkaupsrétti sínum sagðist Sverrir Leósson stjórnarformað- ur ÚA ekki telja að það hefði nein áhrif. Sjálfur sagðist Sverrir aldrei hafa búist við því að bær- inn notfærði sér réttinn. „Við viljum gefa hluthöfum kost á að auka sinn hlut í félaginu en einnig gefa nýjum aðilum kost á að styðja við bakið á fyrirtæk- inu. Einnig má nefna að félagið hefur verið í töluverðum fjárfest- ingum að undanförnu. í því sambandi má nefna breytingar á Hrímbak og fyrirhugaðar breyt- ingar á Sléttbak sem kosta um 200 milljónir. En þetta er ekkert sáluhjálparatriði fyrir félagið og ekki gert vegna slæmrar stöðu þess, síður en svo,“ sagði Sverrir um ástæðuna fyrir hlutafjáraukn- ingunni. Sverrir sagðist ekki hafa trú á að fyrirhuguð aukning næðist að fullu en þó hefðu nokkrir hlut- hafar óskað eftir að fá að nota rétt sinn. Sverrir sagðist ekki eiga von á að nýir aðilar kæmu inn í félagið. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.