Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 12
t2 - ÐAGUR - 2f-desembef, 1986 í dagsljósinu Fréttaskvrina um skólamál: Bragi V. Bergmann skrifar Norðurland eystra - fræðslu- umdæmi í fjárhagskröggum - Hvers vegna? Að undanförnu hefur gengið erfiölega aö halda uppi eðli- legri starfsenii í skólum í fræðsluumdæmi Norðurlands eystra vegna l'járskorts. Bíl- stjórarnir sem sjá um að keyra nemendur til og frá dreifbýlis- skólunum hafa ekki fengið laun sín greidd í tvo mánuði. Þeir hafa ekki einu sinni fengið útlagðan kostnað greiddan. Þeir nemendur sem sann- anlega þurfa á sérkennslu að halda, vegna greindarskorts ellegar fötlunar, hafa ekki fengið nema brot af þeirri aðstoð sem þeir eiga rétt á samkvæmt grunnskólalögum og reglugerðum, af sömu ástæðu. Það eru ekki til pening- ar. Fjármálaráðneytið hefur, eftir fyrirmælum frá mennta- málaráðuneytinu, sett greiðslu- stöðvun á Norðurlandsum- dæmi eystra. Ástæðan er sögð sú, að umdæmið sé komið margar milljónir króna fram úr áætlun. Enginn kostn- aður, utan beinna launa- greiðslna, hefur fengist greidd- ur á þessu skólaári. Svo slæmt er ástandið að einstaka sveitar- félög hafa séð sig knúin til að ganga í ábyrgð fyrir ríkissjóð og standa skil á ákveðnum hluta launa vegna sérkennslu, svo skólarnir geti þó haldið uppi einhverrí sérkennsluþjón- ustu. Það dugar þó hvergi nærri til. Nú þegar hefur kennsla fallið niður í Hafra- lækjarskóla í tvo daga og ef ekkert verður að gert er fyrir- sjáanlegt að fleiri skólum í umdæminu verði lokað á næstu dögum vegna þess að skólabflstjórarnir hafa fengið sig fullsadda á peningaleysi yfir- valda. Skólamálin á Norður- landi eystra eru í Dagsljósinu að þessu sinni, sérstaklega fyrr- nefndir þættir, skólaaksturinn og sérkennslan. Regla en ekki undantekning Eins og fram kom hér að ofan, hefur verið sett greiðslustöðvun á fræðsluumdæmið. Slík greiðslu- stöðvun er ekkert nýnæmi þegar Norðurland eystra á í hlut, það heyrir frekar til undantekninga ef skólarnir eiga ekki í greiðslu- erfiðleikum. Sem dæmi má taka að í febrúar 1983 sótti þáverandi fræðslu- stjóri, Ingólfur Ármannsson, um 8 milljóna króna aukafjárveit- ingu til fjármála- og áætlana- deildar menntamálaráðuneytis- ins: 5.800.000 kr. vegna launa og 2.150.000 kr. vegna reksturs á yfirstandandi ári, „ef hjálögð greiðsluáætlun fyrir svæðið á að vera raunhæf, miðað við leyfilegt og heimilað kennslumagn sam- kvæmt lögum og reglugerðum", eins og sagði í bréfi fræðslustjóra til ráðuneytisins. I maí sama ár var umdæmið komið rúmar þrjár milljónir króna fram yfir, eins og reyndar var fyrirséð. Hafralækjarskóla var lokað í viku um vorið vegna vangreiddra rafmagnsreikninga. Þar tóku skólayfirvöld þá ákvörðun að nota rekstrarféð heima fyrir til að greiða laun fyrir skólaakstur og vinnu í mötuneyti skólans, sem ríkið átti að sjá um, en láta rafmagnsreikninginn sitja á hakanum. Þegar skólahald hafði legið niðri í viku var málun- um kippt í liðinn. Um miðjan desember sama ár fékkst loks aukafjárveiting að upphæð 6,3 milljónir króna en þá var allt komið í óefni í fræðsluumdæm- inu. Víxillán og yfirdráttarheimildir Skólastjórar og reikningshaldar- ar í umdæminu hafa farið ótrú- legustu leiðir til þess að koma í veg fyrir lokun skóla sinna og fresta vandanum. Þess er skemmst að minnast að Karl Erlendsson skólastjóri Þelamerk- urskóla tók í byrjun þessa mán- aðar 450 þúsund króna víxillán í Búnaðarbankanum á Akureyri, fyrir hönd skólans, til þess að greiða bílstjórunum reikninga vegna skólaaksturs í október. Þá má nefna að í vor, þegar lokun Hafraiækjarskóla var yfirvofandi af sömu ástæðu, greip Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra í taumana og „bjargaði“ málum. Eftir að reikningshaldari skólans hafði greitt bílstjórunum akstursreikningana kom í ljós að „redding" menntamálaráðherra fólst í því að hann fékk yfirdrátt- arheimild í nafni Hafralækjar- skóla í Landsbankanum á Húsa- vík. Skólinn þurfti síðan að bera allan kostnað af því láni. Upp- gjörið sem skólinn fékk um miðj- an október s.l. vegna síðustu mánaða fyrra skólaárs, var nán- ast sama upphæð og nýtt var með yfirdrættinum, „þannig að menntamálaráðherra var eigin- Iega í október að borga víxilinn frá því í vor“, eins og Sigmar Ólafsson, skólastjóri Hafralækj- arskóla, komst að orði. Skólastjórar eru á einu máli um að svona björgunaraðgerðir komi ekki til greina framar. „Dýrir“ kennarar „Sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna fræðsluumdæmi Norðurlands eystra fer fram yfir á fjárhagsáætlun ár eftir ár. Segja má að svarið felist að verulegu leyti í þeirri staðreynd að í fræðsluumdæminu hefur verið haldið uppi sérkennsluþjónustu sem einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að fá inn í fjárlaga- gerð ríkisins. Önnur veigamikil ástæða fyrir því að Norðurland eystra er „dýrara í rekstri" en hin dreifbýliskjördæmin er sú, að umdæmið er betur sett í kennara- málum en önnur dreifbýliskjör- dæmi. Hlutfall réttindakennara og kennara með langan starfsald- ur (hátt starfsaldursþrep) er hærra en í hinum umdæmunum. Það þýðir aftur meiri launakostn- að. Samkvæmt samningum fær kennari með 50 ára lífaldur og 20 ára starfsaldur afslátt frá kennsluskyldu að 'A hluta. Þegar viðkomandi nær 55 ára aldri fær hann afslátt frá kennsluskyldu að '/5 hluta. Óvenjumargir kennar- ar, sem svo er ástatt fyrir, starfa í skólum á Norðurlandi eystra. í Stórutjarnaskóla eru t.d. tveir kennarar með ]A í kennsluafslátt. Við skólann eru alls lxh stöðu- gildi í kennslu en þau þarf að manna með 8 heilum stöðugild- um vegna þess sem að framan greinir. í Barnaskóla Akureyrar eru fjórir kennarar sem njóta afsláttar samkvæmt þessari reglu og þar þarf því að ráða einn kennara aukalega til að fylla kvótann. Þessi atriði hafa mikið að segja varðandi kostnaðinn, sem sést best á því að ef skólar umdæmis- ins væru nær eingöngu mannaðir með réttindalausum kennurum, sem væru að hefja sitt fyrsta starfsár, væri fræðsluumdæmið langt innan fjárlagarammans í dag. Það má því segja að það komi umdæminu í heild í koll, hversu vel það býr að kennurum með full réttindi og mikla starfs- reynslu! Framsækið fræðslu- umdæmi Sem fyrr segir er sérkennsluþjón- ustan í umdæminu veigamesta orsök þess að kostnaður við skólahald á Norðurlandi eystra er hærri en ráðuneytið vill sam- þykkja. Þær áætlanir sem Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra gerir um skólastarfið á hverju ári eru skornar niður, svo og svo mikið, í menntamálaráðu- neytinu. Samt sem áður hafa skólar í umdæminu farið af stað með meiri sérkennslu en reiknað er með í fjárlögum. Það er veiga- mesta ástæðan fyrir því að fræðsluumdæmið fer yfir „rauða strikið" í fjárveitingum. Áskell Einarsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga hafði eftir- farandi að segja um þetta atriði: „Þetta umdæmi hefur verið framsækið í skólamálum og hefur einnig nokkra sérstöðu saman- borið við önnur dreifbýlisum- dæmi. Á Norðurlandi eystra er mikið þéttbýli. Akureyri og allir hinir kaupstaðirnir gera það að verkum að hér er nauðsynlegt - og framkvæmanlegt með tilliti til mannafla - að bjóða upp á hlið- stæða þjónustu og gert er í Reykjavík og á Reykjanesi. Það er því rangt að setja þetta umdæmi undir sama hatt og ann- að strjálbýli, þar sem nánast er óframkvæmanlegt að koma upp sömu þjónustu." Þeir sem vel þekkja til í skóla- kerfinu segja að Fræðsluskrif- stofa Norðurlands eystra sé ein sú best mannaða á landinu. Þar starfar eingöngu fólk sem sérstaklega er til þess menntað og öli áætlanagerð sem þar er unnin er mjög nákvæm og gerð í fullu samræmi við þau lög sem í gildi eru. Þannig má t.d. fullyrða að óvíða á landinu liggi nákvæmari greining að baki beiðni um stundafjölda til sérkennslu en einmitt hér - nema ef vera skyldi í Reykjavík. Þrjú stig skólastarfs Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra í stuttu máli hvað sér- kennsla er í raun og veru. Börn sem talin eru víkja svo frá eðlilegum þroskaferli að þau fái ekki nötið venjulegrar kennslu í einni eða fleiri náms- greinum, eiga rétt á sérstakri kennslu við sitt hæfi. í grunn- skólalögunum og reglugerð um sérkennslu, er skýrt kveðið á um að ekki skuli vista nemanda ísér- deild grunnskóla, sérskóla, eða stofnun fyrir þroskahefta nema áður hafi verið fullnýttir mögu- leikar á að veita honum kennslu við sitt hæfi í heimaskóla. Þá skulu mál nemenda leyst heima í fræðsluumdæmunum, sé þess nokkur kostur, en torleystari mál verði leyst með samræmdum aðgerðum fyrir landið allt („ríkis- stofnanir“). Skólastarfi er í grunnskólalög- um og reglugerð skipt í þrjú stig: 1. Þjálfunarstig (nemendur með greindarþroska 0-49 stig). 2. Hæfingarstig (nemendur með greindarþroska 50-69 stig). 3. Almennur grunnskóli (nem- endur með greindarþroska 70 stig og upp úr). (Meðalgreind 100 - staðalfrá- vik 15 greindarstig). Hér á landi eru um 150-200 þjálfunarstigsnemendur á grunn- skólaaldri. Auðvelt er að „finna“ eða greina þessa einstaklinga, Þelamerkurskóli Þar er skólaaksturinn boðinn út á hverju hausti og bílstjórarnir aka langt undir taxta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.