Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 2. desember 1986 Filmuhúsið Akureyri Myndval Akureyri Hans Petersen hf. Keykjavík David Pitt & Co hf. Reykjavík Þorfinnur Gunnlaugsson Hafnarfirði Ijósmynd '86 Strandgötu 31 Ljósmyndakeppni Dags ’86 Vegna mikillar þátttöku framlengjum við skila- frestinn um eina viku, eða til föstudagsins 5. des. ’86. 1. verðlaun: Olympus OMIO Aukaverðlaun: OMIO, pappír og vökvar til framköllunar í lit og svart- hvítu. Ektaflex framköllunar- vélar, filmur og ókeypis fram- köllun. Björn Sigurösson • Baldursbrekku 7 ■ Símar 41534 ■ Sérleyfisferöir ■ Hópferöir • Saetaferðir • Vöruflutningar Húsavík - Akureyri - Húsavík Breytt áætlun á Húsavík í desember Frá Húsavík Frá Akureyri Mánud. 01.12.86 kl. 11.00 kl. 16.15 Þriðjud. 02.12.86 kl. 09.00 kl. 16.15 Miðvikud. 03.12.86 kl. 11.00 kl. 16.15 Fimmtud. 04.12.86 kl. 09.00 kl. 16.15 Föstud. 05.12.86 kl. 09.00 kl. 17.00 Laugard. 06.12.86 Sunnud. 07.12.86 kl. 18.00 kl.21.00 Mánud. 08.12.86 kl. 11.00 kl. 16.15 Þriðjud. 09.12.86 kl. 09.00 kl. 16.15 Miðvikud. 10.12.86 kl. 11.00 kl. 16.15 Fimmtud. 11.12.86 kl. 09.00 kl. 16.15 Föstud. 12.12.86 ki. 09.00 kl. 17.00 Laugard. 13.12.86 Sunnud. 14.12.86 kl. 18.00 kl.21.00 Mánud. 15.12.86 kl. 11.00 kl. 16.15 Þriðjud. 16.12.86 kl. 09.00 kl. 16.15 Miðvikud. 17.12.86 kl. 11.00 kl. 16.15 Fimmtud. 18.12.86 kl. 09.00 kl. 16.15 Föstud. 19.12.86 kl. 09.00 kl. 17.00 Laugard. 20.12.86 kl. 09.00 kl. 17.00 Sunnud. 21.12.86 kl. 18.00 kl. 21.00 Mánud. 22.12.86 kl. 11.00 kl. 16.15 Þriðjud. 23.12.86 kl. 09.00 kl.17.00 Miðvikud. 24.12.86 Fimmtud. 25.12.86 Föstud. 26.12.86 Laugard. 27.12.86 Sunnud. 28.12.86 kl. 18.00 kl. 21.00 Mánud. 29.12.86 kl. 11.00 kl. 16.15 Þriðjud. 30.12.86 kl. 09.00 kl. 16.15 Miðvikud. 31.12.86 Öil vörumóttaka Akureyri: Ríkisskip v/Sjávargötu sími 23936. Vörur fluttar í öllum auglýstum ferðum. Vörur berist einni klst. fyrir auglýsta brottför. Afgreiðsla Húsavík: Flugleiðir, Stóragarði 7, símar41580 og 41140. Farþegaafgr. Akureyri: Öndvegi hf, Hafnarstræti 82, sími 24442. Björn Sigurðsson, sérleyfishafi. -bækuc Göngur og réttir - 4. bindi Þetta gagnmerka ritsafn, Göngur og réttir, kom út hjá bókaútgáf- unni Norðra á árunum 1948-1953 og safnaði Bragi Sigurjónsson efninu og bjó til prentunar. Nú hefur þetta ritsafn verið ófáan- legt um mörg ár. En árið 1983 hóf Skjaldborg endurútgáfu rit- safnsins í umsjá Braga, sem raðar efninu upp á ný, greinir frá breyt- Súpujurtirnar frá Flóru gera gæfumuninn Kotárgerði og Stekkjargerði Efri hluta Oddeyrar. Hluta af Gerða- hverfi II frá næstu mánaðamótum. ingum á gangnatilhögun á helstu gangnaslóðum og bætir ýmsu efni við, sem aflast hefir. í þessu fjórða bindi Gangna og rétta segir af göngum og réttum í Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðar- sýslu, og Suður-Þingeyjarsýslu að Mývatnssveit og Aðaldal. Þá er fróðlegur formáli um fráfærur og ýmsar fráfærnavenj- ur, og í bókarauka eru frásagnir af ýmsum eftirminnilegum leitum síðari ára, þar á meðal snjó- göngunum 1963 á Eyvindarstaða- heiði. Þó að hart sé nú sótt að sauð- kindinni og sauðfjárbændum fækki, eiga göngur og réttir enn sinn sérstæða hugblæ og aðdráttarafl, og í ritsafn Braga, sem nu er að koma út öðru sinni, er mikinn fróðleik að sækja og mikla skemmtan. Útgefandi er Skjaldborg. 11 ,, Dreifar af dagsláttu Ljóðabók eftir Kristján skáld frá Djúpalæk. Bókin var gefin út í tilefni af sjötugsafmæli skáldsins í júlí í sumar. Hér er að finna úr- val úr fimm síðustu ljóðabókum höfundar og óprentuðu handriti nýrra ljóða. - Gísli Jónsson menntaskólakennari ritar ítarleg- an formála um skáldið, og segir þar m.a.: „Hann hefur verið varðstöðumaður íslensks þjóð- ernis, fagurra hugsjóna og fornra dyggða. Hann er þjóðskáld í öll- um skilningi, lesinn, numinn og sunginn á sjó og landi. En umfram allt er hann bara skáld...“ Útgefandi er Skjaldborg. Kreppu- árin á Islandi 1930-1939 - eftir Kjartan Jónasson Út er komið hjá Erni og Örlygi fyrsta bindi af þremur eftir Kjart- an Jónasson sagnfræðing og nefn- ist það Kreppuárin á íslandi 1930-1939. Þessi bók fjallar um viðburðaríkt tímabil í ís- landssögunni. Hún fjallar aðal- lega um árin 1931 og 1932 en ýmsir þættir hennar eru raktir frá árinu 1930 auk þess sem í fyrsta kafla er atburðarásin sett í víðara samhengi við þróun mála á alþj óðavettvangi. Islendingar vöknuðu upp við vondan draum eftir veisluglaum Alþingishátíðarinnar síðla árs 1930. í hönd fóru hörð stétta- átök. Kommúnistaflokkur ís- lands var stofnaður og á þeim bæ töluðu menn opinskátt um að „tími hefndarinnar fyrir allar þrengingar og kúgun undanfar- inna alda“ væri kominn. í stjórn- málunum skapaðist undarlegt ástand þegar slitnaði upp úr óformlegu stjórnarsamstarfi Framsóknar- og Alþýðuflokks. Tryggvi Þórhallsson rauf þingið en það leiddi til hernaðarástands á götum Reykjavíkur og lá við stjórnarbyltingu þar sem í her- búðum sjálfstæðismanna og alþýðuflokksmanna var rætt um að hafa þingrof Tryggva og kon- ungs að engu, jafnvel slíta stjórn- arsambandinu við konung og Dani og stofna þegar íslenskt lýð- veldi. ^.íslenskur fiskiðnaður Höldum í trausta markaði Ljóst er að árið 1986 er mikið breytingaár í íslenskum fiskiðn- aði og sjávarútvegi. Nú er svo komið að íslenski fiskurinn er svo eftirsóttur á erlendum mörkuð- um að hvergi er hægt að anna eftirspurn. Stærstan þátt í þessu á sú gífur- lega eftirspurn á ferskum fiski í Evrópu og það háa verð sem þar fæst fyrir fiskinn. Þessi ferskfisk- útflutningur hefur gert það að verkum að við höfum átt í veru- legum erfiðleikum með að standa við gerða samninga á saltfisk- og freðfiskmörkuðum okkar. Þessi svokallaði gámafiskur gefur sjómönnum og útgerð mik- inn tekjuauka, en fyrir vinnslu- stöðvar í landi aukna óvissu og oft á tíðum aukna rekstrarerfið- leika. Undirritaður fór nýverið til Bandaríkjanna til að skoða Cold- water Seafood Corporation, sem er í eigu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Coldwater sér um sölu og vinnslu á framleiðslu frystihúsa innan S.H. í Banda- ríkjunum. Arið 1983 voru starfræktar tvær verksmiðjur þar við úrvinnslu á íslenskum fiski, aðal- lega blokk, en nú er búið að loka annarri og hin er starfrækt 8 stundir á dag. Þegar talað var við dreifinear- aðila á íslenska fiskinum kom í ljós, að okkar stærsta vandamál á Bandaríkjamarkaði er að á okk- ur íslendinga er ekki hægt að stóla, við erum ekki áreiðanlegir. Aðalatriðið hjá okkar viðskipta- vinum er að stöðugt framboð sé á fiski, að þeir geti fengið vöruna þegar þeim hentar, en á þessu er mikill misbrestur í dag. Ljóst er, að ef ekki tekst betur til en í dag,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.