Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 9
2. desember 1986 - DAGUR - 9 Laufabrauðið skorið. ristrún, Helga og Inga. Sitjandi: Jónasína og Katrín. [ cldhúsinu. Kristrún Karlsdóttir formaður félagsins við að steikja brauð. ferð, hún er mjög vinsæl og í sumar voru um hundrað manns sem tóku þátt í ferðinni. Petta er orðið svo kostnaðarsamt að undanfarin tvö ár hefur tóm- stundaráð gengið til liðs við okkur. f sumar héldum við útimarkað og fjármunir sem við öflum ganga yfirleitt til einhverra líkn- armála, sjúkrahúsið hefur notið góðs af okkar starfi og við erum með hugann við kirkjuna þegar á þarf að halda og verkefnin eru þannig að við ráðum við þau. Á síðustu árum höfum við fyrst og fremst haft hugann við sjúkra- húsið og tekið þátt í söfnunum, t.d. gekst kvenfélagasambandið fyrir söfnun í sýslunni til kaupa á Jónasína smakkar hvort laufabrauðið sé ekki boðlegt. '> Katrín Eymundsdóttir raðar tilbúnum kökum. en núna finnst mér það mjög gott.“ - Ertu farin að gera laufabrauð fyrir þitt heimili? „Já, fljótlega eftir að ég fluttist hingað kynntist ég laufabrauðs- gerð hjá Helenu Hannesdóttur og hef búið til laufabrauð síðan. Börnunum mínum finnst þetta ómissandi þáttur í jólahaldinu og nú er ég að senda syni mínum í Kanada nokkrar kökur svo hann geti fengið að smakka það um jólin. Mér finnst laufabrauð orðið ómissandi og mamma mín dvald- ist hér ein jólin, henni fannst ekkert varið í þetta laufabrauð til að byrja með, en svo fór hún að smakka það og allt í einu var hún komin með delluna. Þetta verður della en þetta er líka list, sumar konurnar eru stórkostlegar listakonur við útskurðinn. Ég hef ekki náð því ennþá að skera svona fallega út með hníf en ætla að reyna það núna fyrir jólin.“ IM Helga gefur tíkinni Hrefnu að smakka á laufabrauðinu. æðabrennara og það var gaman að því að þegar brennarinn var afhentur formlega, viðurkenndi yfirlæknirinn að hann hefði þegar tekið tækið í notkun, þörfin var það brýn að ekki var hægt að bíða eftir hinni formlegu afhend- ingu. Skrúðgarðurinn er óskabarnið okkar. í tilefni af 80 ára afmæli félagsins keyptum við fyrstu plönturnar í garðinn og höfum unnið að uppbyggingu hans þó þar sé einnig fastur starfsmaður á sumrin. Þegar félagið varð 90 ára keyptum við listaverk unnið úr sedrusviði og komum fyrir í garð- inum, það nefnist „Dans“, og er eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur. Þetta var mikil fjárfesting fyrir lítið félag. Við hófum og sáum um rekstur barnadagheimilis, þar til verkefn- ið varð okkur ofviða og bærinn tók við. Júlíus Hafsteen stofnaði sjóð til minningar um konu sína, Þór- unni Hafsteen, þessi sjóður fór illa í verðbólgunni eins og fleira, en fyrir nokkrum árum gáfu börn Júlíusar peninga til sjóðsins þannig að við fórum að geta veitt úr honum aftur. Sjóðurinn erætl- aður til styrktar börnum á Húsa- vík sem eiga við veikindi að stríða. í tilefni af 100 ára afmæli Júlíusar Hafsteen síðastliðið sumar hugsuðu börn hans enn til sjóðsins og komu færandi hendi með stóra fjárhæð frá sér og dótt- urdætrum Júlíusar, Wathnesystr- um. Þetta lyftir sjóðnum geysi- lega upp, við erum ekki með neina sérstaka fjáröflun fyrir hann en höfum látið eitthvað til hans á hverju ári. Það er alltaf mikið vandamál hvernig eigi að afla fjár til félags- ins og fyrir nokkrum árum tókum við upp á því að búa til laufa- brauð og selja það fyrir jólin. Við höfum haft það fyrir sið að fimm eða sex konur hittast heima hjá einni og hver hópur gerir 100-120 kökur. Þetta er orðin okkar öruggasta fjáröflunarleið því hún bregst aldrei. Til að byrja með urðu dálitlar umræður um hvort þetta yrði ekki til þess að laufabrauðsgerð legðist af í heimahúsum en þetta hefur haft þveröfug áhrif, t.d. kunni ég ekki að búa til laufabrauð þegar ég fluttist hingað en ég lærði það hjá kvenfélaginu og veit að sömu sögu má segja um fleiri konur. Það er gaman að koma svona saman og konurnar kynnast vel, ég vona að þessi siður leggist ekki niður. Laufabrauðið er alltaf selt fyrsta laugardag í desember, undanfarin ár hafa Lionsmenn verið með kökubasar og jóla- kortasölu um leið og við seljum laufabrauðið en nú verður það handknattleiksdeild Völsungs sem verður með kökubasarinn. Nokkrum sinnum höfum við selt föndurvörur um leið og laufabrauðið og það verður einnig að þessu sinni, þetta eru ýmsir litlir munir sem konurnar hafa búið til sjálfar, ekki allir tengdir jólum en þá er hægt að kaupa til jólagjafa ef fólk vill.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.