Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 13

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 13
á&ítéééWto^öaé - bÁö6S - U þar sem fötlun þeirra leynir sér ekki (t.d. mongolítar). 2,24% barna eru með greind- arvísitöluna 50-69 stig samkvæmt svokallaðri „normaldreifingu" og eru því á hæfingarstiginu. I þann hóp bætast alltaf einhver börn af ýmsum ástæðum; vegna skynjun- artruflana, hegðunarvandkvæða og geðrænna vandamála o.fl. Þessi prósentutala hækkar því örlítið og ekki er fjarri lagi að ætla að um 2,5% allra grunn- skólanemenda landsins séu á hæfingarstigi eða liðlega þúsund nemendur. Þessir nemendur þurfa á sérkennslu að halda. Þeir eru nær því að vera „eðlilegir" en þeir sem eru á þjálfunarstigi og um þá stendur stríðið, ef svo má segja. I öllum tifellum verður grein- ing á vanda hvers einstaklings að liggja fyrir sem forsenda kennslu- fræðilegrar áætlunar og sér- kennslu og er þessi greining sam- kvæmt lögum unnin af sálfræði- deildum eða öðrum sérfræðing- um og/eða skólalækni. Úthlutun einkatíma til sérkennslu er síðan byggð á umræddri greiningu og reglugerð um sérkennslu, sem kveður nákvæmlega á um það hve margar vikustundir skuli ætla hverju sérkennslubarni allt eftir greiningu sérfræðinga á fötlun þess. Sérkennsla er sem sagt kennsla ætluð fötluðum nemend- um, svo ekki þurfi að senda þá í sérdeildir eða sérskóla. Stuðningskennsla er síðan allt annars eðlis en allt of algengt er að þessum hugtökum sé ruglað saman. Nemendur í almennum grunnskóladeildum geta ýmissa hluta vegna lent í tímabundnum erfiðleikum í skóla og námi. Við slíkar aðstæður er þeim gjarnan veitt sérstök aðstoð um lengri eða skemmri tíma, einum sér eða fleiri saman. Það er svokölluð stuðningskennsla og er hverju fræðsluumdæmi ætlaður stunda- fjöldi til þess verkefnis sem ákveðið hlutfall af heildarstunda- fjölda til almennrar kennslu. Áætlanir skornar niður í fyrrahaust lagði Sturla Krist- jánsson, fræðslustjóri Norður- lands eystra, inn beiðni um 700 stundir til sérkennslu á viku og að baki lá greind þörf fyrir þann fjölda. Meira að segja fylgdi beiðninni listi með nöfnum þeirra nemenda sem þyrftu á sérkennsl- unni að halda. Menntamálaráðu- neytið gerði hins vegar tillögu til hagsýslu um 145 stunda sér- kennslukvóta til Norðurlands eystra. Reyndar fylgdu fyrirheit um aukafjárveitingu síðar á skóla- 'árinu og í trausti þess var farið af stað með sérkennslu sam- kvæmt greindri þörf. Aukafjár- veitingin kom hins vegar aldrei og þess vegna var fræðslu- umdæmið í bullandi mínus strax í vor og sá „hali“ er enn til staðar og kemur fram sem mínus á því skólaári sem hófst í september s.l. í vor var greind sérkennsluþörf 850 vikustundir og um þann fjölda var sótt til menntamála- ráðuneytisins. Úthlutunin nam hins vegar einungis 200 stundum og ekkert loforð var gefið um aukafjárveitingu síðar á árinu. Þess vegna tók fræðsluráð Norðurlands eystra þá ákvörðun að í haust yrði einungis farið af stað með þá sérkennsiu sem fjár- veiting var fyrir. En „skuldin" frá fyrra skólaári er enn til staðar, vandinn er óleystur. „Þetta er einkennileg staða. Við förum að öllu leyti eftir lög- um og gerum einungis það sem við eigum að gera. Við eigum að greina þessa þörf nákvæmlega og sjá um að fullnægja henni. Áætl- anir okkar, unnar af sérfræðing- um, eru hins vegar skornar niður af ráðuneytinu, af aðilum sem til þess hafa engar fræðilegar for- sendur. Síðan er sagt að fræðslu- urndæmið sé „farið fram úr áætl- un“, eins og það er kallað hjá ráðuneytinu“, sagði Sturla Krist- jánsson, fræðslustjóri. „Sérkennsla er ekkert annað en þjónusta við fatlaða og það er ansi hart ef foreldrar barna sem þurfa á sérkennslu að halda neyðast til að flytja búferlum til höfuðborgarinnar til þess að fá þá þjónustu sem böm þeirra sam- kvæmt lögum eiga rétt á. Fræðsluumdæmunum er stórlega mismunað að þessu leyti, því í Reykjavík er fjöldi stofnana fyrir þessa einstaklinga og auk þess hefur Reykjavíkurfræðsluum- dæmi fram til þessa fengið alla þá sérkennslutíma sem farið hefur verið fram á,“ sagði Sturla enn- fremur. Sveitarfélögin borga brúsann í vetur fær sem sagt aðeins lítill hluti þeirra, sem sannanlega þurfa á sérkennslu að halda í fræðsluumdæmi Norðurlands eystra, þá þjónustu sem þeir eiga kröfu til samkvæmt lögum. Víða hafa skólayfirvöld farið þá leið að fjölga í bekkjum eða námshóp- um í þeim tilgangi að losa um kennara til að annast sérkennslu. Einnig hafa sveitarfélög ábyrgst hluta af launagreiðslum vegna sérkennslu og gengið þannig inn 'á verksvið ríkissjóðs. Sem dæmi má nefna að bæjar- stjórn Akureyrar samþykkti að greiða 16 af sérkennslukostnaði í skólum Akureyrar fram að næstu áramótum en ekkert liggur fyrir um greiðslur eftir áramót. Reyndar má telja ólíklegt að bærinn taki í mál að fjármagna áfram kennslu sem ríkissjóði ber samkvæmt lögum að standa skil á. Það sama má segja um mörg önnur sveitarfélög. „Sem skattborgari finnst mér það ábyrgðarlaust af hálfu sveit- arfélaga að sækja ekki þessa pen- inga í ríkissjóð af því þeir eiga að greiðast þaðan og eru greiddir í öllum tilfellum í Reykjavík. Þetta er grundvallaratriði. Ef samþykkt væri á Alþingi að skera niður sérkennslu á landinu öllu, gætum við skólastjórnendur lítið sagt. En af því að sú er ekki raun- in, getum við ekki unað við þetta,“ sagði Benedikt Sigurðar- son, skólastjóri Barnaskóla Akureyrar. Hann sagði að þetta væri enn sárara þegar á það væri litið að Norðurland eystra væri eini stað- urinn á landinu þar sem sér- kennsluþörfin væri nokkurn veg- inn greind og borðleggjandi. „Miðað við það uppkast að fjárlagafrumvarpi Akureyrarbæj- ar sem liggur fyrir, er gert ráð fyrir 3,5 milljónum króna í kennslukostnað umfram það sem menntamálaráðuneytið hefur samþykkt. Það hefðu einhvern tíma þótt peningar í rekstrar- dæmi Akureyrarbæjar,“ sagði Benedikt. Eru engir peningar til? „Liðurinn „grunnskólar á land- inu“ mun í heild vera innan ramma fjárlaga af ýmsum ástæð- um. í sumum fræðsluumdæmum nota skólarnir ekki nærri alla þá tíma sem þeir fá úthlutað til kennslu. Sem dæmi má taka að lítill - 30-40 nemenda skóli - fær heimild til að kenna börnum í 1.- 6. bekk í þrennu lagi. Af ýmsum ástæðum verður kennslan að fara fram í tveimur deildum í stað þriggja; t.d. vegna þess að erfitt er að fá kennara. Þar með skilar skólinn kannski 30 vikustundum á einu bretti aftur til ráðuneytis- ins - 'A hluta af úthlutuðu kennslumagni skólans! Slíkt ger- ist í nokkuð mörgum tilfellum - en næstum því aldrei á Norður- landi eystra. Á Norðurlandi vestra, Suður- landi og Austurlandi eru sam- þykktir sérkennslu- og stuðnings- tímar ekki nýttir að fullu, vegna þess að ekki er hægt að fá kennara til að framkvæma alla þá kennslu. Eflaust mætti nefna fleiri ástæður, en alla vega virðist Ijóst að liðurinn „grunnskólar á landinu“ muni vera vel innan marka fjárlaga. Það er hald margra að mennta- málaráðherra gæti með einu pennastriki ávísað hluta þessa fjármagns til Norðurlands eystra og þar með væri vandi umdæmis- ins úr sögunni. Ráðuneytið þyrfti sem sagt ekki að leita eftir auka- fjárveitingu til þess. Mennta- málaráðherra hefur hins vegar verið ófáanlegur til þess og fram hefur komið að hugsanlega geti það verið vegna „persónulegs trúnaðarbrests“ milli mennta- málaráðherra annars vegar og fræðslustjóra Norðurlands eystra hins vegar; þ.e.a.s. menntamála- ráðherra þyki sem umræddur fræðslustjóri láti ekki að stjórn og vilji því berja hann til hlýðni með því að setja greiðslustopp á fræðsluumdæmið. Bitnar á skóiaakstrinum Þegar greiðslustopp er sett á fræðsluumdæmið bitnar það nær eingöngu á skólaakstrinum nú orðið. Skólabílstjórarnir verða að blæða fyrir það að kjördæmið í heild er komið fram yfir. Bílstjórarnir eru þeir einu sem fá greitt eftir á, samkvæmt reikn- ingi. Fram til ársins 1985 fékk starfsfólk í mötuneytum heima- vistarskólanna svo og kennarar í heimavistargæslu einnig greitt eftir á og þá kom greiðslustöðvun til umdæmisins einnig niður á þeim. Raunverulega er þarna verið að hengja bakara fyrir smið, því skólabílstjórarnir eiga enga sök á því hvernig komið er. Óneitanlega kemur sú spurn- ing upp í hugann, hvers vegna ráðuneytið frysti ekki frekar hluta launagreiðslna til kennara um mánaðamót. Umframkostn- aðurinn er jú að mestu tilkominn vegna sérkennslunnar. En launa- skýrslur fara óáreittar í gegn og þar með er sérkennslan viður- kennd í raun af ráðuneytinu. Norðurland eystra er komið 6- 7 milljónir króna fram úr áætl- un. Það eru u.þ.b. 2-3% af heild- arskólakostnaði í umdæminu, og þykir svo sem ekki mikill yfir- dráttur. Á mánuði kostar rekstur skólanna á Norðurlandi eystra u.þ.b. 20 milljónir króna og ein leið til að rétta fjárhaginn af, væri að loka öllum skólum umdæmis- ins í'10 daga og greiða ekki laun fyrir þann tíma! Við það myndu sparast 7 milljónir króna. Hins vegar er alveg ljóst að allt yrði bókstaflega vitlaust ef þessi leið yrði farin. Ráðuneytið fengi samtök kennara upp á móti sér, svo ekki sé minnst á foreldra og aðra sem hagsmuna hafa að gæta. Því er sú leið valin að borga ekki skólaaksturinn. Bílstjórarn- ir hafa þurft að sæta þeim afar- kostum að borga olíu, þunga- skatt og annan rekstrarkostnað úr eigin vasa og fá síðan ekki akstursreikningana greidda! Skólaaksturinn Þeir skólar í umdæminu, sem mestan skólaakstur hafa, eru verst settir nú. í Þelamerkurskóla kostar skólaaksturinn á mánuði um 490 þúsund krónur. Þar er aksturinn þó boðinn út og bíl- stjórarnir aka langt undir taxta. í Hafralækjarskóla kostar akstur- inn að meðaltali um 430 þúsund krónur á mánuði. í Stórutjarna- skóla nemur kostnaðurinn um 300 þúsundum króna mánaðar- lega. Aðrir dreifbýlisskólar umdæmisins borga einnig veru- legar upphæðir í skólaakstur mánaðarlega. Á Akureyri er áætlað að skóla- aksturinn kosti bæjarsjóð um 2,8 milljónir króna á næsta ári en Strætisvagnar Akureyrar annast aksturinn þar. Hingað til hefur ríkissjóður greitt helming kostn- aðar vegna skólaaksturs í þéttbýli og ætti því að greiða annað eins. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1987 mun ríkissjóður hins vegar ekki greiða krónu vegna skólaaksturs í þéttbýli á næsta ári og lítur því út fyrir að kostnaður Akureyrar- bæjar verði helmingi meiri en nú er vegna þessa. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra hefur opinberlega lýst þeirri skoðun sinni að víða sé bruðlað og sóað í skólaakstri og í framhaldi af þeim ummælum skipaði hann nefnd til að skoða skólaaksturinn. Ekkert hefur komið frá þeirri nefnd enn sem komið er. Skólamenn er mjög reiðir yfir þessum ummælum ráðherra og fullyrða að meiri hagkvæmni sé ekki hægt að ná í skólaakstri en nú er, án þess að það fari að bitna verulega á nemendum. í Þela- merkurskóla fer sem fyrr segir fram útboð á skólaakstrinum á hverju hausti og í Hafralækjar- skóla var tekið upp nýtt fyrir- komulag á akstrinum sem hefur 17% sparnað í för með sér, en bitnar á einstaka árgöngum, sem fá skerta kennslu fyrir vikið. Áskell Einarsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga heldur því fram að eina færa leiðin til að ná fram enn meiri hagkvæmni, sé að sameina skólaakstur og póst- flutninga. Með því mætti lækka kostnað ríkissjóðs án þess að skerða hlut sveitarfélaganna. Hann fullyrðir að ummæli ráð- herra um óráðsíu í skólaakstrin- um eigi sér ekki stoð í raunveru- leikanum. Lokaorð Málin standa sem sagt þannig í dag að nemendur Hafralækjar- skóla geta ekki sótt skólann, þar sem bílstjórarnir hafa lagt niður vinnu. Þess er ekki langt að bíða að fella verði niður kennslu í fleiri skólum af sömu ástæðu. Fræðsluumdæmi Norðurlands eystra er komið „yfir á heftinu“ og bankinn, í þessu tilfelli fjár- málaráðuneytið, hefur lokað reikningnum. Hann yrði opnaður aftur ef Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra gæfi fyrir- mæli þar um. Það hefur Sverrir ekki viljað gera - hvað sem veldur. Spurningin er: Hver á sökina? A. Gerast fræðsluyfirvöld á Norðurlandi eystra brotleg með því að framfylgja lögum og reglugerð um leyfilegt kennslumagn í umdæminu? Ef svo er, verður einhver lát- inn svara til saka, þar sem umdæmið fer fram úr fjár- veitingum ár eftir ár? B. Er menntamálaráðuneytið sökudólgurinn, með því að skera svo og svo mikið niður þær áætlanir sem sérfræðing- ar Fræðsluskristofunnar vinna heima í héraði og beiðnin um kennslumagn byggir á? Ef sú verður niður- staðan, hver á þá að taka á sig sökina? Þegar stórt er spurt, verður oft fátt um svör enda er blaðamaður ekki í aðstöðu til að svara slíkum spurningum. Það hlýtur að vera stjórnvalda. Eitt er þó alveg ljóst. Við þetta vandræðaástand verður ekki unað og það er skylda stjórn- valda að koma málum þannig fyr- ir að skólar á Norðurlandi eystra standi ekki í sama stappinu ár eftir ár. Það má líkja þessu við langa og flókna skák. Klukkan gengur og skólarnir eru komnir í tímahrak. Menntamálaráðherra á leik- inn. . .

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.