Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 15
f Valgeir Axelsson u aðstoðarvarðstjóri Fæddur 14. júní 1931 - Dáinn 23. nóvember 1986 Valgeir Axelsson aðstoðarvarð- stjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lést þann 23. nóv. sl. eftir stutta sjúkrahúslegu. Hann hafði þá skömmu áður þurft að fara heim af hálfnaðri skylduvakt sinni hjá lögreglunni, þegar hann kenndi sér meins af þeim sjúkdómi sem síðan reynd- ist honum yfirsterkari. í þau tæp 23 ár sem hann starf- aði hjá lögreglunni á Akureyri voru það aðeins örfáir dagar sem hann ekki gat sinnt vinnuskyldu sinni vegna veikinda. Þess vegna kom það sem reiðarslag hjá okk- ur vinnufélögum hans þegar and- lát hans fréttist. Hann var aðeins 55 ára og fór því miður langt fyrir aidur fram. Valgeir fæddist að Holti í Hrafnagilshreppi þann 14. júní 1931. Hann var sonur hjónanna Axels Jóhannssonar og Þorgerð- ar Ólafsdóttur, en hún lifir son sinn. Hann kvæntist Ragnheiði Sig- urðardóttur og hófu þau búskap í félagi við foreldra Valgeirs að Torfum í Hrafnagilshreppi. Þeim Valgeiri og Ragnheiði varð fjögurra barna auðið, Jóhönnu, Vífils, Birkis og Hjör- dísar, en þau sjá nú á bak ástrík- um föður. Valgeir fluttist með fjölskyldu sinni til Akureyrar vorið 1964 og hóf hann þá strax störf í lögreglu- liði Akureyrar. Valgeir hafði þá um nokkurra ára skeið verið héraðslögreglu- maður í Eyjafirði og þá aðallega starfað á samkomum hér í firðin- um. f>að varð því snemma hans hlutskipti að vinna þegar aðrir voru að skemmta sér, en þessi vinna var mest á kvöldin og á nóttunni. Þetta kom ekki að svo mikilli sök hjá Valgeiri því hann var þeim gáfum gæddur að geta skemmt sér í vinnunni ef svo bar undir. Hans einstaka kímnigáfa og góða skap, skemmti ekki að- eins honum heldur ekki síður okkur samstarfsmönnum hans. Hann átti mjög auðvelt með að sjá skoplegu hliðar tilverunnar, og stytti það margar langar og leiðinlegar næturvaktir fyrir okk- ur samstarfsmenn hans. Við vorum þrír sem hófum störf á sama tíma hér hjá lögregl- unni vorið 1964. Einar heitinn Einarsson, Valgeir og ég undir- ritaður. Þeir tveir fyrrnefndu sem nú eru látnir voru þá fullorðnir menn, en ég óharðnaður ungling- ur. Þá hófust okkar fyrstu kynni, sem síðan áttu eftir að verða mik- il og náin. Með breyttri vakta- skipan hjá lögreglunni skömmu síðar áttum við Valgeir eftir að verða nánir samstarfsmenn á vöktum um nokkurra ára skeið, og minnist ég þeirra stunda með söknuði. Valgeir lauk námi í Lögreglu- skóla ríkisins eins og allir lög- reglumenn gera, og einnig sótti hann nokkur námskeið skólans í hinum ýmsu þáttum löggæslunn- ar. Hann naut trausts og virðingar yfirmanna sinna og árið 1971 var hann skipaður flokksstjóri og aðstoðarvarðstjóri 1977. Valgeir tók virkan þátt í félagsmálum lögreglumanna og var um nokkurra ára skeið í stjórn Lögreglufélags Akureyrar. Við lögreglumenn á Akureyri minnumst vinar okkar og sam- starfsmanns með virðingu og miklum söknuði. Við verðum í þessu sem öðru að una dómi dómarans, jafnvel þótt við ekki alltaf skiljum tilganginn. Ég vil að lokum fyrir mína hönd, fjölskyldu minnar, sam- starfsfólks á lögreglustöðinni þakka Valgeiri góð kynni, og við biðjum guð almáttugan að blessa eiginkonu hans, börn, barna- börn, aldraða móður, bræður og aðra ástvini. Ólafur Ásgeirsson. Kveðja frá fyrrverandi vaktfélögum C vaktar Þann 23. nóv. sl. lést í Landspít- alanum í Reykjavík einn af vakt- félögum okkar, Valgeir Hólm Axelsson, aðstoðarvarðstjóri, aðeins 55 ára að aldri. Hann mætti til vinnu sinnar á næturvakt 23. okt. sl. en er skammt var liðið á vaktina veiktist hann og varð að hverfa af vaktinni. Hann háði síðan baráttu við erfiðan sjúk- dóm í mánaðartíma þar til yfir lauk. Ekki hvarflaði að okkur umrætt kvöld að við ættum ekki eftir að starfa með honum framar. Valgeir hóf störf í lögregluliði Akureyrar 1. apríl 1964, en áður hafði hann starfað sem héraðs- lögreglumaður frá 1955. Hann var gerður að aðstoðarvarðstjóra 1. mars 1977 og starfaði upp frá því á vakt C. Valgeir var einstakur starfsfé- lagi sem gott var að starfa með. Hann var mikill geðprýðismaður sem leysti hin ýmsu verkefni lög- reglumannsins með lipurð, en gat verið fastur fyrir ef það átti við. Það sem einkenndi Valgeir mest í starfi var hans létta lund og ósérhlífni til allra verka. Hann var dulur um eigin hagi og kvart- aði ekki, en undanfarið mun hann ekki hafa gengið heill heilsu til starfa en um það vissum við ekki fyrr en síðar. Um hann má segja að hann stóð meðan stætt var. Nú að leiðarlokum viljum við þakka honum samstarfið sem var með þeim ágætum að á betra verður ekki kosið. Þar bar aldrei nokkurn skugga á. Eiginkonu, börnum, barna- börnum, aldraðri móður, ættingj- um og vinum sendum við samúð- arkveðjur. Góðs drengs er gott að minnast. Megi það vera hugg- un og styrkur þessa myrku skammdegisdaga. Eftir myrkrið birtir á ný. Með kveðju og þökk fyrir allt. Ámi Magnússon. 2. desember 1986 - DAGUR - 15 i.órlnKoAh ... 'tllfnrti't .. ht ifc Hjúkrunar- Hm fræðingar Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Miðbæjar Reykjavík er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun, sendist Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 26. nóvember 1986. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 4. desember 1986 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Bergljót Rafnar og Sigurður Jóhannesson til viðtals í fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. AKI IDPVDADRf R Ertu ung(ur) og hress, með ferskar hugmyndir? Ef svo er, gætir þú verið sá/sú sem okkur vantar til að sjá um unglingasíðuna í Degi. Umsóknarfrestur er til 15. des. Nánari upplýsingar gefur Bragi V. Bergmann, sími 24222. Það hemst tilskilaTDegi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ AEG j eldavélar Alveg einstök gæði Öll tæki í eldhúsið. Smákökur — jjöíbreytt úrvaí ★ Piparkökwr ★ Makkarónur ★ Smákökur i mj ög smMíegum öskjum. Eimúg tartaíettur í fimtugum pcáímingum. v-.~ .. Piparkökur - Mokkarómr - Smákökur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.