Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 11
2. desember 1986 - DAGUR - 11 JþróttÍL. Umsjón: Kristján Kristjánsson Ná áhorfendur að „starta“ KA í gang? - þegar liðið mætir Stjörnunni í 1. deild í íþróttahöllinni annað kvöld KA og Stjarnan mætast í 1. deild handboltans í íþróttahöll- inni á Akureyri annað kvöld, og er þess að vænta að þar verði hart barist um stigin tvö sem í boði eru. KA hefur geng- ið vel að undanförnu, fengið 5 stig af 6 mögulegum í þremur síðustu leikjum sínum, sigraði Val og Armann á heimavelli og gerði jafntefli við Breiða- blik í Kópavogi. „Það er ekki gott fyrir okkur að mæta Stjörnunni á þessum tíma því Stjörnumenn virðast vera í góðu formi þessa dagana. Þeir áttu toppleik í heimaleik sín- um í Evrópukeppninni og nái þeir slíkum leik hérna þá verða þeir ekki auðunnir,“ sagði Eggert Tryggvason, einn af ungu leik- mönnum KA-liðsins er Dagur ræddi við hann um leikinn annað kvöld. „Þessi lið eru nokkuð sveiflu- gjörn í leik sínum og það liðið sem verður í betra dagsformi annað kvöld sigrar," sagði Eggert. „Við höfum verið seinir í gang í leikjum okkar að undan- fömu en vonandi verður breyting á því og ég vona að áhorfendur nái að „starta“ okkur í gang strax í upphafi. Ef það gengur og við náum upp baráttu og einbeitingu þá vinnum við Stjörnuna,“ sagði Eggert að lokum. Sem fyrr sagði hefur KA geng- ið vel að undanförnu og liðið er ekki langt á eftir efstu liðum á stigatöflunni. Sigur gegn Stjörn- unni myndi enn styrkja stöðu KA sem þá hefði alla möguleika á að blanda sér af alvöru í toppslag- inn. Aðrir leikir í 1. deildinni annað kvöld eru Fram-Haukar og KR-Breiðablik. Sjöundu umferð íslandsmótsins lýkur síð- an á fimmtudag með leikjum Vals og Armanns og Víkings og FH. Eggert Tryggvason skorar, vaxandi leikmaður í liði KA. Mynd: RÞB Golfklúbbur Akureyrar: Miklar bygginga- framkvæmdir að Jaðri Gamla íbúðarhúsið að Jaðri. Það víkur nú fyrir nýrri byggingu. Mynd: rþb Ný stjórn Golfklúbbs Akur- eyrar hefur ekki setiö auöum höndum síðan hún var skipuð á aðalfundi klúbbsins fyrir skömmu, og hefur þegar verið ákveðið að fara út í miklar byggingaframkvæmdir að Jaðri. Eins og fjölmargir vita er gamla íbúðarhúsið að Jaðri orðið mjög gamalt, en í því húsi er m.a. íbúð húsvarðar, eldhús og verslun kennarans David 1. deildin í körfubolta: Baráttan harðnar hjá toppliðunum - Tindastóll situr í botnsætinu Barnwell. Er orðið mjög þröngt um þessa aðstöðu svo ekki sé meira sagt, og einnig er fyrirsjá- anlegt að eldhúsaðstaðan er orð- in allt of lítil og ófullkomin. Er ljóst að framkvæmd landsmóts á næsta ári mun ekki takast hvað eldhúsmálin snertir nema eitt- hvað róttækt verði gert til úrbóta. Stjórn klúbbsins hefur nú ákveðið að rífa gamla íbúðarhús- ið að Jaðri og byggja nýtt hús. Gamla húsið verður rifið strax í janúar og þá þegar hafist handa við byggingu nýs húss. Um er að ræða einingahús og verður það stór og mikil bygging. Þetta er fyrirtæki sem kostar klúbbinn milljónir króna, þótt mikið verði treyst á vinnuframlög klúbb- félaga eins og jafnan hingað til. í þessu húsi verður eldhús, íbúð húsvarðar, verslun og aðstaða til fundarhalda. Ekki er þetta eina bygginga- framkvæmdin sem ráðist verður í. Næsta sumar er ákveðið að byggja vélageymslu fyrir vélar klúbbsins sem eru orðnar margar og stórar og nauðsynlegt orðið að skapa geymsluaðstöðu fyrir þær og einnig aðstöðu til viðgerða. Það er því ljóst að mikið er framundan að Jaðri því auk þess- ara framkvæmda er unnið af full- um krafti við völlinn sjálfan. Úrslítin í leik ÍR og Grindavík- ur í 1. deildinni í körfubolta um helgina voru hagstæð fyrir Þórsara. Grindvíkingar unnu Erindi Skíöa- ráðs Akureyrar var hafnað Skíðaráð Akureyrar hefur leit- að eftir stuðningi bæjaryfir- valda vegna fjárhagserfíðleika. Skíðaráðið fór fram á að fá hluta af þeim peningum sem inn koma í Hlíðarfjalli af seldum lyftukortum. Þá var farið fram á að fargjaldakostnaður til þeirra sem að staðaldri æfa skíða- íþróttina í Hlíðarfjalli með keppni fyrir augum yrði hinn sami og strætisvagnafargjöld innanbæjar. Bæjarráð tók þetta erindi fyrir á fundi sínum hinn 11. nóvember og vísaði því til íþróttaráðs. Á fund bæjarráðs 25. nóv. kom íþróttafulltrúi bæjarins og upp- lýsti hann að íþróttaráð gæti ekki mælt með samþykkt erindis skíðaráðsins. í framhaldi af því leggur bæjarráð til að erindinu verði hafnað. með 78 stigum gegn 77 og eru þessi lið í harðri baráttu á toppi deildarinnar ásamt Þór. Staðan í deildinni er nú þannig að ÍR og Þór hafa tapað tveimur leikjum hvort félag en Grindavík þremur og þessi lið hafa lokið tveimur af fjórum leikjum sínum innbyrðis. í baráttunni um laust sæti í Úrvalsdeildinni að ári getur því ailt gerst og hugsanlega gætu úrslitin ráðist er Þór og ÍR leika á Akureyri í fjórðu og síðustu umferðinni. Á botninum sitja nú nýliðar Tindastóls frá Sauðárkróki en þeir töpuðu um helgina bæði fyrir Breiðabliki og ÍS, liðum sem þeir eiga að geta unnið við venjulegar kringumstæður. Tindastóll hefur átt mjög misjafna leiki, þeir hafa bitið frá sér gegn sterkari liðun- um en eiga slakari leiki gegn hinum. En sennilega á Tindastóll eftir að bjarga sér frá falli á heimavelli sínum sem virðist vera hagstæður fyrir liðið. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Stefán fór létt með „Bjössa" Stefán Gunnlaugsson „afgreiddi" Sigbjörn Gunnarsson snyrti- lega í síðustu viku, var með 9 rétta en Sigbjörn með 6 rétta. Stef- án heldur því áfram og hefur skorað á Þorbjörgu Traustadóttur. Segist Stefán vel geta hugsað sér að tapa fyrir kvenmanni í þess- um leik. Þorbjörg fylgist vel með og var t.d. með 11 rétta á tveimur seðlum um helgina. Hér kemur þá spá þeirra á leikjum 16. leikviku og virðist seðillinn nokkuð snúinn að þessu sinni: Stefán Þorbjörg Stuttgard - Leverkuscn 1 Arsenal - QPR 1 Charlton - Newcastle x Chclsca - Wimbledon x Coventry - Leicester 1 Everton - Norwich 1 Man. Utd. - Tottenham 1 N. Forest - Man. City 1 Oxford - Luton 2 Sheff.Wed. - A. Villa 1 Watford - Liverpool 2 West Ham - Southampton x Stuttgard - Leverkusen 1 Arsenal - QPR 1 Charlton - Newcastle x Chelsca - Wimbledon 2 Coventry - Leicester 1 Everton - Norwich 1 Man. Utd. - Tottenham 2 N. Forest - Man. City 1 Oxford - Luton x Sheff. Wed. - A. Villa 1 Watford - Livcrpool 2 West Ham - Southampton 1 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.