Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 2. desember 1986 KA-heimilið Sauna - Ljósabekkir - Nud^p^tiu.. : Mánud.-föstud. frá kl. 8,00-12,00 og Laugard. og sunnud. kl. 10,00-19,00. Tímapantanir í síma 23482. Akureyri: Erfiöleikar sakir fannferais Fannfergi er með mesta móti á Akureyri miðað við árstíma og tölur frá manni á Suður-Brekk- unni herma að þar sé nú rúm- lega 90 cm jafnfallinn snjór. Hægur vindur hefur komið í veg fyrir að ófremdarástand skapaðist, en lítið þarf til þess að allt verði ófært. Þó ekki þyki ástæða til þess að geta þess í ríkisfjölmiðlum þá hafa margir lent í erfiðleikum við að komast áfram í snjóalögum Akureyrarbæjar. Gangandi veg- farendur sjást skondrandi eftir miðjurn götunum því gangstéttir eru víða ófærar. Gangstéttir og hliðargötur sitja á hakanum með- an vart hefst undan að halda fjöl- förnustu götum greiðum. Aðspurður sagði vanur öku- kennari á Akureyri það nokkrum erfiðleikum bundið að kenna nemendum í þessari færð. „Þeir eiga sérstaklega erfitt með það að taka af stað í brekkum og sumir átta sig varla lengur á breidd gatnanna, en þær mjókka stöðugt. Yfirborðsmerkingar sjást auðvitað ekki og víða er útsýni bágborið á gatnamótum. Einnig hættir mönnum til að aka of hratt niður í móti, treysta um of á nagladekkin, en aftaná- keyrslur eru einmitt nijög algeng- ar i þessari færð.“ Ökumenn eru hvattir til þess Skagafjörður: Kvótinn verður nýttur Að sögn Arna Guðmundsson- ar framkvæmdastjóra hrað- frystihússins Skjaldar og stjórnarmanns í Útgerðarfélagi Skagfirðinga er líklega búið að koma í lóg þeim kvóta togara félagsins sem útlit var fyrir að ekki nýttist á árinu. Tæplega 1000 tonn eru nú eftir af kvót- anum og má flytja um 500 tonn af því magni til næsta árs. Tekist hafa samningar við Granda í Reykjavík um að togari félagsins Ásgeir RE landi úr tveim veiðiferðum og er vonast til að skipið skili 250 tonnum til hafnar á Sauðárkróki. Til að þessi samningur við Granda tæk- ist þurfti að láta 100 tonna þorsk- kvóta. Þá hefur 300 tonna kvóti verið seldur til Grundarfjarðar og 100 tonn til Húsavíkur. Von var á Skafta til löndunar á þriðju- dag og Hegranesinu seinna í vik- unni. Drangey sem fór á veiðar um miðja síðustu viku er ekki væntanleg fyrr en um helgi. Slæmt veður á miðunum hefur torveldað veiðar skipanna upp á síðkastjð. -þá. að sýna varúð. Bílarnir þurfa að vera vel útbúnir, en það er ekki nóg því menn þurfa að haga akstri eftir aðstæðum og sýna gangandi vegfarendum tillits- semi. Sérstaka aðgát ber að sýna þar sem börn eru að leik. SS Bonnie Tyler kemur ekki - Hægt að fá miða á tónleikana í Reykjavík „í upphafi skyldi endinn skoða og við aðra umhugsun þá urðu menn hreinlega hræddir enda tíðarfarið ekki til ferðalaga undanfarið,“ sagði Ragnar Gunnarsson Skriðjökull en hann ætlaði að vera milli- göngumaður um tónleika með hinni heimsfrægu rokksöng- konu Bonnie Tyler hér á Akureyri næstkomandi laugar- dagskvöld. Fyrir utan veðurguðina sagði Ragnar að fyrirtæki sem hefðu ætlað að „sponsorera“ tónleikana og tryggja þá þannig fyrir tapi, hefðu brugðist. Tónleikunum hér á Akureyri var aflýst en á föstudagskvöldið verða þó haldnir tónleikar í Reykjavík eins og ætlað var. Að- spurður um það hvort eitthvað yrði gert til þess að auðvelda Norðlendingum að fara á þá sagði Ragnar að miðar væru til sölu í Myndbandahöllinni í Skipagötu og hugsanlega yrði boðið upp á einhverjar ódýrar „pakkaferðir“ suður. Þegar Ragnar var spurður hvort Akureyringar mættu síðar eiga von á einhverjum tónleikum af þessu tagi sagði hann að það gæti orðið ef þetta fyrirtæki gengi vel. ET I tilefni af 10 ára afmæli verslunar KEA í Hrísalundi var gestum og gangandi boðið upp á kalTi og meððí. Mynd rþb. Kjörmarkaðurinn Hrísalundi 10 ára: „Þykir vænt um gömlu búðina mína“ - segir Sigurbjörg Ellertsdóttir sem var fyrsti viðskiptavinurinn Kjörmarkaður KEA í Hrísa- lundi varð 10 ára í gær. Sigur- björg Ellertsdóttir var fyrsti viðskiptavinur verslunarinnar þegar hún var opnuð fyrir tíu árum. Hún lýsir nú þessu atviki sem gerðist þegar hún var aðeins átta ára gömul. „Þetta var dálítið sérstakt. Ég var í Lundarskóla og þennan dag máttum við koma með sælgæti með okkur í skólann til að borða í nestistímanum. Einhvern veg- inn hafði ég misst af þessu og kennaranum fannst það ómögu- legt og vildi endilega senda mig í búðina. Ég var heldur snemma á ferðinni og kom að versluninni við Hrísalund nokkrum mínútum fyrir kl. níu og beið fyrir utan. Ég man eftir blaðamanni sem var að mynda þarna og það var tekin mynd af mér. Það voru fleiri krakkar úr skólanum sem stóðu þarna en ég var fyrst.“ Aðspurð um hvað hún hefði keypt sem fyrsti viðskiptavinur- inn sagði Sigurbjörg: „Ætli það hafi ekki verið tópas og lakkrís eða eitthvað svoleiðis. Mér fannst þetta afskaplega spenn- andi. Þessi mynd af mér kom í blöðunum hér á Akureyri. Ég var fastur viðskiptavinur í Hrísalundi þar til ég flutti neðar á Brekkuna en ég versla þar samt í hverri viku. Mér þykir alltaf vænt um gömlu búðina mína. Þetta rifjast allt upp fyrir mér núna. EHB Raforkumál á Norðurlandi: Astand gott - að sögn Ingólfs Árnasonar rafveitustjóra Fréttir af ótryggu ástandi í raforkumálum á Siglufirði gáfu ástæöu til að athuga stöðu þessara mála á Norðurlandi. Ingólfur Árnason, rafveitu- stjóri hjá Rafmagnsveitum Ný þjónusta á Akureyri: Dagvistun fyrir aldraða Ákveðið hefur verið að hefja dagvistun fyrir aldraða frá og með næstu mánaðamótum á Dvalarheimilinu Hlíð á Akur- eyri. Ekki hefur verið boðið upp á þessa þjónustu áður en fyrst í stað a.m.k. verður hún í litlum mæli. Hugmyndin er sú að aldrað fólk sem að öllu jöfnu dvelst í heimahúsum, geti kornið í Hlíð og fengið þar viðurværi hluta úr degi. Þeir sem koma í þessa dag- vistun geta þá tekið þátt í þeirri starfsemi sem fram fer á dvalar- heimilinu. „Við komum til með að verða með 3ja manna hóp á morgnana, sem tekur þátt í þeirri dagskrá sem í gangi er. Þessi hópur mun dvelja á Hlíð fram yfir hádegi, fá morgun- og hádegisverð en fara síðan heim. Annar hópur kemur svo seinni hluta dags og verður fram að kvöldmat," sagði Cecil Haraldsson forstöðumaður öldr- unarráðs. Á Hlíð er m.a. boðið upp á föndur og leikfimi, auk ýmissa sameiginlegra stunda. Þá grípur fólk gjarnan í spil. Cecil sagðist vonast til að þessu yrði vel tekið. Eflaust vantaði margt aldrað fólk umönnun ákveðinn hluta dagsins. Margir aldraðir byggju með einstaklingi sem væri burtu vegna vinnu hluta dagsins. Eins væru margir bundn- ir yfir öldruðu fólki allan daginn og gæfist þarna tækifæri til að losa um sig hluta úr degi. Hugmyndin er sú að semja við Strætisvagna Akureyrar um að fá afnot af „skólabílnum" svo kall- aða til þess að flytja fólk heiman og heim. BB. ríkisins, gaf þau svör að ástandið væri nokkuð gott á þessu svæði. „Austurlínan frá Kröflu bilaði smávegis um daginn, en það kom ekki að sök. En það er rétt að kerfið er dálítið viðkvæmt fyrir slyddu og vondum veðrum. Við eigum eftir að lagfæra smávegis eftir síðustu bilun, en það verður bara gert við tækifæri, jafnvel um helgina þegar ekki er unnið í frystihúsum. En það má segja að ástandið sé gott,“ sagði Ingólfur. Ef við lítum aðeins á raforku- verð hjá rafveitunum á landinu þá kemur í ljós að það er lægst á Akureyri 14.116 kr. en hæst hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða 18.998 kr. Þetta eru tölur frá Orkustofnun 1. október og er miðað við 4.016 kwh notkun á ári. Næst lægst er verðið hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 14.533 kr. en yfir- leitt er kostnaðurinn á bilinu 15- 18.000 kr. Þess má geta að um 400 íbúar fá rafmagn beint frá virkjunum eða frá einkastöðvum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.