Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 7
386r Iðdmesab S - HUÍjA 2. desember 1986 - DAGUR - 7 Á misjöfnu þrífast bömin best - Emil Björnsson skrifar um eigið líf og aldarfar Út er komið hjá Erni og Örlygi fyrsta bindi endurminninga séra Emils Björnssonar fyrrum frétta- stjóra Sjónvarps. Nefnist bókin A misjöfnu þrífast börnin best. Á bókarkápu segir m.a. um höfundinn og bók hans: „Meist- aralega samdar sjálfsævisögur skipa veglegan sess í íslenskum bókmenntum og sögu og hafa náð geysimiklum vinsældum. Einkenni þeirra er meðal annars: Safaríkur og persónulegur stíll, teprulaus, og þar með trúverðug, frásögn, óhlífni við eigið skinn og skáldleg efnistök. Sú bók sem hér kemur fyrir almenningssjónir, fyrsti hluti sjálfsævisögu séra Emils Björns- sonar, ber óneitanlega ýmis fyrr- nefndra einkenna. Frásagnarstíllinn er mjög pers- ónulegur, án þess að vera sjálf- hverfur, rismikill en þó látlaus, knappur en þó fjölskrúðugur, nærgöngull og nærfærinn í senn og magnaður innri spennu. Víl- semi gætir hvergi, eins og bókar- titillinn raunar bendir til. Þvert á móti skopast höfundur oft að sjálfum sér, bregður upp bros- legu hliðunum á eigin basli og bardúsi í uppvextinum, jafnvel háðkvæði... „Eigið líf og aldar- far“ er undirtitill bókarinnar, enda má segja að saman fléttist í frásögninni persónuleg reynsla og aldarfarslýsing. Bókin er náma af fróðleik um lífsbarátt- una í íslensku smábændasamfé- lagi, er sveitalífsskáldsögur Hall- dórs Laxness spruttu upp úr á sinni tíð. Aldarfarslýsingar þess- ar eru hvorki langdregnar né óviðkomandi nútímafólki. Þvert á móti eru þær líklegar til að vekja áhuga þess og furðu á líf- inu, sem lýst er og lifað var fyrir aðeins fáeinum áratugum. Framan af er frásögnin eins konar fagnaðarljóð ungs hjarð- sveins með tregablöndnum undirtón, sem naumast lætur nokkurn ósnortinn. Er á líður harðnar tónn hörpunnar og þá fer bókarheitið, Á misjöfnu þríf- ast börnin best, að skiljast." Bama- heimilið Höfundur þessarar bókar er Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir og hér segir hún frá Jonna, litlum strák úr Reykjavík, sem þarf að vera utan bæjar á barnaheimili eitt sumar. Á barnaheimilinu kynnist hann Kalla, sem verður besti vinur hans. Sumir krakk- arnir eru alltaf á barnaheimilinu, en aðrir aðeins stuttan tíma eins og Jonni. Þessi saga segir frá uppátækjum Jonna, Kalla og allra hinna krakkanna á barna- heimilinu. Það eru skin og skúrir, eins og gengur í lífinu. Sagan er skrifuð af miklu innsæi og mannkærieika. Hún lýsir líf- inu á barnaheimili á einlægan hátt. Káputeikningu og myndir gerði Hanna Kr. Hallgrímsdóttir. Útgefandi er Skjaldborg. þá fer margra ára vinna og upp- bygging í súginn. Þó svo hér hafi lítillega verið fjallað um freðfiskmarkað í U.S.A. er ljóst, að ástand á t.d. saltfiskmörkuðum okkar er lítið skárra. Það hrópa allir markaðir á fisk en því miður er of lítið til skiptanna. Á öllum þessum mörkuðum er ferskur fiskur vinsælastur, síðan kemur freð- fiskur og saltfiskur. Þess vegna er hið háa verð á erlendum fersk- fiskmörkuðum mjög skiljanlegt og þar af leiðir sú krafa sjómanna að fá að landa hluta af afla í gáma, vegna þess að með því geta þeir stóraukið laun sín. Ef til lengri tíma er litið er nauðsynlegt að viðhalda öllum þeim mörkuðum sem fyrir eru, vegna þess að gengi okkar á ein- stökum mörkuðum er dálítið sveiflukennt milli ára. Eins dauði er annars brauð; þannig náum við upp góðum markaði og háu verði þegar fiskveiðar ganga illa hjá öðrum þjóðum, en þess á milli er hörð samkeppni og þá þurfum við á öllum okkar Ásgeir Arngrímsson skrifar mörkuðum að halda. Ljóst er að við íslendingar þurfum að halda á þessum mál- um af mikilli skynsemi. Við meg- um ekki láta stundarhagsmuni afvegaleiða okkur, þannig að við völdum tjóni á góðum mörkuð- um, heldur verðum við að líta til lengri tíma og hafa það í huga að fiskveiðar okkar skili sem mestri vinnu fyrir okkar heimafólk. Með því að tryggja fiskverkun- arstöðvum okkar þann afla sem dugir til að halda uppi stöðugri vinnu, tryggjum við fiskiðnaði þá festu sem þarf að ríkja til að rekstrargrundvöllur sé til staðar og hægt sé að bjóða starfsfólki það atvinnu- og tekjuöryggi sem nútímaþjóðfélag krefst. Ásgeir Arngrímsson. M<AUPFE Leikfanga- markaður í kjallaranum í Hrísal Stórkostlegt úrval af leikföngum. Hrísalundi 5 kjallara. Afsláttardagar 24. nóvember — 5. desember afsláttur! Kaupfélag Eyfirðinga hefur ákveðið að gefa félagsmönnum sérstakan 10% afslátt af staðgreiddri Af stærri raf- magnstækjum til heimilisnota, hús- gögnum og gólf- teppum er veittur 7% afsláttur. Þessi kjör gilda einnig á sömu vöruflokkum í öll- um verslunum KEA utan Akur- eyrar. vöruúttekt í ölium deildum Vöruhúss KEA, Raflagnadeild og í Byggingavörudeild af verkfaerum, gólfdúkum og málningavörum Sérstök afsláttar- kort hafa verið póstlögð til allra félagsmanna og er umræddur afslátt- ur veittur gegn framvísun afslátt- arkortsins hverju sinni. Afsláttarkortið gildir allt tímabilið, hversu oft sem verslað er. Afslátt- ur gildir ekki ef greiðslukort eru notuð. Gerist félagsmenn! Nýir félagsmenn fá einnig afsláttarkort. Þeir sem ekki eru félagsmenn eru hvattir til að ganga í félag- ið. Eyðublöð fyrir inngöngubeiðnir liggja frammi á aðalskrifstofunni, Hafnarstræti 91, Akureyri, og i öllum verslunum KEA utan Akureyrar. Félagsmenn! Nýtið ykkur þetta tækifaeri til óvenju hagstæðra innkaupa á góð- um og fjölbreyttum vörum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.