Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 02.12.1986, Blaðsíða 10
* i ■* fy iJ ti) ACi i * m vri f> o ..v 10 - DAGUR - 2. desember 1986 Akureyringar athugið! Vinsamlega mokiö aö og frá sorpgeymslum, þannig að sorphreinsun geti fariö fram. Bæjarverkstjóri. bækuL Kristján frá Djúpalæk Fimm barnabækur frá Skjaldborg Afsöl og sölutilkynningar Afsöl og sölutilkynningar vegna bílavióskipta a afgreiöslu Dags. 38 i desember verða verslanir opnar utan venjulegs ^ verslunartíma sem hér segir: 6. desember: 13. desember: 18. desember: 20. desember: 23. desember: 24. desember: 31.desember: Frákl. 10 til 16. Frá kl. 10 til 18. Frákl. 9 til 22. Frákl. 10 til 22. Frákl. 9 til 23. Frákl. 9 til 12. Frákl. 9 til 12. Laugardagur Laugardagur Fimmtudagur Laugardagur Þriðjudagur Miðvikudagur Miðvikudagur Kaupmannafélag Akureyrar, Kaupfélag Eyfirðinga. yATH: Sjá þó auglýsingu hér að neðan urrv< vopnunartíma matvöruverslana. Bókaútgáfan Skjaldborg gleymir ekki ungdóminum fremur en fyrr og sendi nýverið frá sér fimm bækur fyrir börn og unglinga. Á hún þakkir skilið fyrir þetta framtak; enda bækurnar allar fallega unnar af útgáfunnar hálfu þótt þær séu að vonum nokkuð misvel úr garði gerðar frá hendi höfunda. Hyggjum ögn að þeim, hverri fyrir sig. Fyrst er Afí sjóarí eftir Jóhann Ævar Jakobsson. Aðalpersónur eru drengir tveir, níu og tíu ára: Þeir Jonni og Nonni; en auk þeirra afinn, elliær í hjólastól, skrýtinn frændi, Bjarni rakari og fastagestur hans, Bensi. Sagan er sögð í einhvers konar „áfram- myndastíl“, hver atburðurinn rekur annan og þó öllu fremur hver öfgafrásagan. Ég óttast að þessar fáránleikafrásagnir á rak- arastofunni séu ekki nógu hnit- miðaðar til að vekja hlátur ungra lesenda; þó þess sé óþarflega oft getið í bókinni hve ofsalega allir hlustendur hlæja að þeim. Kápu- teikning og myndir eru eftir höf- und bókarinnar og taka textanum fram. Breiðholtsstrákur í vetrarvist er önnur bók Dóru Stefánsdóttur sem Skjaldborg gefur út. Hér er kominn Palli sá úr Breiðholtinu er við kynntumst í fyrra á barna- heimilinu á Egilsá. Félagsmála- stofnun átti hlut að því að koma honum þangað því að foreldrar hans voru skilin og einhver lurða í móður hans. Nú er kominn nóvember og móðir Palla hefur einhvern veginn orðið vanfær. Hitt er þó verra að hún veikist og dæmist til að liggja á spítala síð- ari hluta meðgöngutímans. Hvað á nú að gera við Palla? Foreldr- um hans kemur saman um, (þó skilin séu og pabbinn kominn með aðra yngri) að koma Palla að Egilsá í vetur. Þar eru nú að- eins heima hin góðu hjón, Hulda og Pétur, með börn sín tvö. - Hið besta fólk allt það fólk. Palli leggur svo af stað norður með rútunni; en þá skellur á sá stórhríðargarður sem virðist standa án upprofs allan veturinn, með fylgjandi ófærð og fann- kynngi. Man maður varla verri vetur lengi á bók. Nú verður Palli að fara í sveita- skólann og er ekki vandræðalaust því að skólabíllinn teppist oft i ófærðinni. Skólinn er heldur eng- inn skemmtistaður: Krakkarnir leiðinlegir og ódælir, skólahúsið í niðurníðslu og Sigrún kennslu- kona hefur engan aga á hópnum. Kannski hefur höfundur kennt við svona skóla? Hann þekkir vel til sveitalífs, sumar og vetur, og gefur m.a. nokkrar upplýsingar um kynlíf sauðfénaðar (bæði náttúrulegt og tæknivætt) auk daglegra anna manna. Einn er þó ljós punktur við alla fannkomuna þennan vetur. Hún gefur listamanninum sem myndskreytir bókina, Kristni G. Jóhannssyni, mögulegt að skapa hrein listaverk, allt frá kápu og út í gegn, sjá t.d. bls. 41. Málfar er gott í þessari 100 bls. bók. Dísa íDunhaga er eftir Marinó L. Stefánsson sem færist enn í aukana sem höfundur, kominn á elliár. Bók hans í fyrra, Siggi á Grund, var vel frambærileg, þessi er jafnbetri. Höfuðpersónan Dísa er sveita- barn hjá góðum foreldrum og ömmu. Hér er höfundur heima- vanur og þekkir unað æskuára við lind og klett, í hvammi og berjamó. Ekki spillir að Dísa er skyggn og sér hið innra lif ytri Frá Matvörudeild KEA Afgreiðslutími Kjörbúða KEA í desember 1986 Laugardagur 6. desember: Fimmtudagur 18. desember: Opið frá kl. 9-22 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Opið frá kl. 10-16 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Aðrar kjörbúðir opnar eins og venju- Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 lega frá kl. 9-18. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Laugardagur 20. desember: Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Opið frá kl. 10-22 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Aðrar búðir lokaðar. Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Laugardagur 13. desember: Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Opið frá kl. 10-18 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Kjörbúð KEA Byggöavegi 98 Aðrar búðir opnar frá kl. 10-16. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Þorláksmessa 23. desember: Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Opið frá kl. 9-23 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Aðrar búðir lokaðar. Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Aðrar búðir opnar frá kl. 9-18. Aðfangadagur 24. desember: Allar kjörbúðir opnar frá kl. 9-12. Annar í jólum 26. desember: Sölulúgur opnar frá kl. 10-16. Laugardagur 27. desember: Opið frá kl. 9-12 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12. Gamlársdagur 31. desember: Allar kjörbúðir opnar frá kl. 9-12. Matvörudeild KEA náttúru. Palli, sonur góðra granna, er vinur og leikfélagi. En svo ferst faðir Dísu í bílslysi. Allt hlýtur að breytast; þær mæðgur selja jörð og bú og flytja „suður“ - og það gera foreldrar Palla einnig. Nú verða þessi náttúru- börn að samhæfast nýju umhverfi, m.a. skóla af annarri gerð en í sveit. Þar þekkir höfundur einnig vettvang. Móðir Dísu hafði verið barns- hafandi er faðirinn dó og eignast tvíbura, nýkomin suður. Það verður einnig vandi Dísu; og enn meiri tilfinningalegur vandi síðar er mamma hennar fer að búa með nýjum manni. Dísa kynnist eiturlyfjum og er í hættu stödd um tíma - en bjargast þó. Palli og fyrri vinir eru alltaf í nánd og Marinó skilur ekki við persónur sínar í lausu lofti, hann kemur þeim í örugga höfn hjónabands- ins í sögulok. Myndskreyting er Kristins G. Jóhannssonar. Indriði Úlfsson er höfundur bókarinnar Litlu prakkararnir. Það gleður mig að geta sagt að nú hafi höfundi tekist það ætlunar- verk sitt að skrifa skemmtilega barnabók. Bræðurnir Birgir Páll og Óli eru mjög lifandi persónur. Kost- ur er við bókina að foreldrarnir eru venjulegar manneskjur, engir vanmetagemlingar sem valda óreiðu barnanna, skv. ákveðinni sálfræðiformúlu. En þessir drengir, sem í upphafi bókar flytjast úr sveit í kaupstað, eru engir vandræðagripir; bara dálitl- ir fjörkálfar og prakkarar, en sleppa kannski fullbillega við þrjú fyrstu prakkarastrikin. Höfuðkostur þessarar sögu er hinn mannlegi, öfgalausi blær: Góðvild og gamansemi í réttri blöndu. Þá er mál og stíll í sam- ræmi við innihald, réttur tónn. Ekki spillir myndskreyting Bjarna Jónssonar listmálara. Ég get mælt með Litlu prökkurunum í jólapakka drengja. Rúsínan í pylsuendanum hjá Skjaldborg er að þessu sinni fyrsta barnabók Rögnu Steinunn- ar Eyjólfsdóttur, Barnaheimilið. Jonni, aðalpersóna bókarinnar, á að dvelja þrjá mánuði á barna- heimili í nánd heimabæjar. Móð- ir Jonna býr með manni sem ekki er faðir hans og hefur eignast barn á ný. Það eru veikindi henn- ar sem valda nauðsyn á að senda drenginn burt. Þetta er góð bók; en það er stundum erfitt að rökstyðja þá tilfinningu sem maður fær við lestur bókar um gildi hennar. Hér má þó nefna mjög glögga persónusköpun, t.d. Fríðar, for- stöðukonu heimilisins, og annars starfsfólks. Börnin þarna eru ekki hjörð heldur sjálfstæðir ein- staklingar með séreinkenni skap- gerðar og eðlis sem mótast hefur af ytri aðstæðum. Og hér þrífst fjölbreytt athafna- og skemmtilíf. Höfundur er spar á stór orð, hann veltir sér ekki upp úr flagi þeirra vandamála aðstandenda barnanna sem ollu því að þau urðu að fara þangað; en við skynjum þó víða dapurt baksvið. Það er ekki á allra valdi að koma til skila mikilli sögu í fáum orðum. En séu hin réttu valin tekst það. Hógværð, mannúð og næm tilfinning fyrir sálarlífi barna einkenna höfund þennan - sem sögð er á baksíðu bókar margra barna móðir. Kannski hefur hún einnig unnið á barna- heimili. Eitt er vist: Hún veit hvað segja skal og hvernig. Myndskreyting er eftir Hönnu Kr. Hallgrímsdóttur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.