Dagur


Dagur - 12.12.1986, Qupperneq 2

Dagur - 12.12.1986, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 12. desember 1986 77/ jólagiafá! Barna- jogginggailar, 3 gerðir. Verð frá kr. 580.- Barna- joggingpeysur, 3, gerðir. Verð frá kr. 520.- Barnapeysur, 3 gerðir. Verð frá kr. 516.- Af þessu verði er 10% afsláttur. matarkrókuL Barnanáttföt, Verð kr. 475.- Ungbarnanáttföt Verð kr. 370,- Flóka-inniskór, Stærðir 36-46. Verð frá kr. 280.- Opið laugardag 13. des. kl. 10-18. ISJ Eyfjörð Hjalteyracgötu 4 simi 22275 Jólasælgæti — Karamellur og konfekt Björn Sigurösson • Baldursbrekku 7 • Símar41534 ■ Sérleyfisferöir • Hópferðir • Sætaferöir • Vöruflutningar Húsavík - Akureyri - Húsavík Daglegar ferðir til jóla Nánari upplýsingar í símum 24442, 41140 og 41534. Sérleyfishafi. Þegar hátíðarnar nálgast fara margir að huga að jólabakstrinum. Þegar kemur fram í desember er einnig tími til að huga að sœlgœtisgerð - því heima- tilbúið sœlgœti getur verið mjög gott, fyrir utan það að öll fjölskyldan getur tekið þátt í gerð þess. Tals- verður sparnaður fœst einnig með því að gera sælgætið heima. Nokkra varúð þarfað við- hafa við karamellugerð, því massinn sem unnið er með verður mjög heitur - 120 gráður á C. Fáeinir dropar geta valdið slœm- um brunasárum og því er ekki heppilegt að börnfáist við slíkar uppskriftir nema fullorðnir séu til staðar. Ef maður brennir sig á mass- anum er best að láta kalt vatn renna á sárið í um 20 mínútur. Munið bara að sýna fulla varúð. Karimanna fatnaður í giæsilegu úrvaii. Frakkar ★ Stakkar ★ Peysur Skyrtur ★ Hálsbindi ★ Hanskar ★ Treflar ★ Seðlaveski og margt fleira. Klæðskeraþjónusta. Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. Vandaðarvörur - Valið erþttt. Kaupmannafélag Akureyrar Rjómakaramellur (Um 50 stykki) 2 dl sykur 2 dl rjómi 2 dl síróp 1-2 matsk. smjör eða smjörlíki. Blandið sykrinum, sírópinu og rjómanum saman í þykkbotnuð- um potti. Sjóðið massann í 45 mínútur og hrærið við og við en ekki of oft. Hægt er að sjá hvort massinn sé fullsoðinn með því að láta nokkra dropa í kalt vatn og reyna að móta kúlu úr honum. Ef það er hægt þá þarf ekki að sjóða lengur. Hellið nú massanum í álform af stærðinni 20 x 30 cm. Munið að smyrja mótið vel áður með smjörlíki eða jurtaolíu. Látið massann stífna í forminu, þó ekki meira en svo að þið getið skorið karamellurnar sundur. Munið að nota hníf sem hefur verið dýft í jurtaolíu. Súkkulaðikaramellur Sama uppskrift og fyrir rjóma- karamellur nema að 3-5 matsk. af kakódufti eru settar saman við hin efnin. Einnig er hægt að nota púðursykur í stað hvíts sykurs. Marsipankonfekt Venjulegt, ekta marsipan, er búið til úr möndlum og flórsykri ásamt dálítilli eggjahvítu. Þá er best að nota tragantduft í marsípanið, en þetta duft er hœgt að kaupa í lyfjaverslunum. Tragantduftið gerir marsípanið seigara þannig að léttara er að móta það. Möndlurnar eru afhýddar með því að láta þær í sjóðandi vatn í 3-5 mínútur. Þá verður létt að taka hýðið af. Síðan er best að þurrka möndlurnar í einn eða tvo tíma. Þá verður að hakka möndl- urnar eins vel og hægt er í kvörn, minnst tvisvar. Setjið einn hnífsodd af tragant út í. Þegar massinn er orðinn vel seigur þá er hann tilbúinn. Það er auðvitað hægt að kaupa marsíp- an í búðum en það er miklu skemmtilegra að búa það til sjálfur. Ekta marsípan 4 dl (200 g) möndlur 4 dl (200 g) flórsykur hálf til ein eggjahvíta tragant. Afhýðið möndlurnar og myljið tvisvar í kvörn, blandið flórsykr- inum saman við þær þegar þið malið í seinna skiptið. Setjið næst eggjahvítuna sam- an við í litlum skömmtum í einu. Hnoðið massann kröftuglega, gjarnan á bökunarfjöl. Setjið tragant saman við. Hvernig marsipan er notað: Hægt er að borða marsipanið eins og það kemur fyrir eða lita það með viðurkenndum litarefn- um sem fást í lyfjaverslunum. Þá er hægt að móta marsipanið og búa til alls konar fígúrur. Einnig er gott að nota það til að skreyta kökur eða búa til konfekt. í stað- inn fyrir möndlur er hægt að nota heslihnetukjarna eða valhnetu- kjarna. Annars er uppskriftin sú sama. Piparmyntukonfekt Auðvelt er að búa til fínasta kon- fekt úr súkkulaði með pipar- myntubragði. Best er að nota dökkt suðusúkkulaði eða álíka. 250 gr flórsykur tragant 2-3 dropar af piparmyntuolíu (fœst í lyfjaverslunum) dökkt súkkulaði eða mokkabaun- ir Sigtið flórsykurinn og bætið trag- antduftinu út í. Blandið síðan saman við eggjahvítuna og pipar- myntuolíuna. Deigið er flatt út og búnir til teningar eða kúlur sem síðan eru aðeins flattar út. Þessu er síðan dýft í bráðið súkkulaði. Það er líka hægt að búa til kúlur og láta súkkulaði í miðjuna. Hér getum við notað hugmyndaflugið. Góða skemmt- un! EHB BORNIN VEUA pkujmobll Leikfaiiganmkidurinn HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.